Viðskipti innlent

Rífandi gangur hjá íslenskum fyrirtækjum í upplýsingatækni

Góð eftirspurn er eftir vörum og þjónustu íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja og 80% fyrirtækjanna telja að hægt sé að auka útflutning enn frekar.

Þetta kemur fram í könnun sem gerð var á landslagi upplýsingatækninnar af hálfu Íslandsstofu í samstarfi við Samtök upplýsingatæknifyrirtækja, en athugunin fólst í viðtölum við forráðamanna um 70 fyrirtækja í greininni.

Í tilkynningu segir að ætla megi að erlend umsvif þeirra fyrirtækja sem talað var við nemi um 37 milljörðum króna, en fyrirtækin selja vörur og þjónustu um allan heim og eru með starfsemi í 19 löndum.

Fyrirtækin þar sem rætt var við forráðamennina eru með um 3300 starfsmenn, en af þeim eru 2100 hér á landi. Upplýsingatækniiðnaðurinn hefur vaxið hratt hér á síðustu tuttugu árum og hefur skipað sér á bekk með helstu útflutningsatvinnuvegum landsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×