Viðskipti innlent

Öllum sagt upp hjá tveimur fyrirtækjum á Siglufirði

Búið er að ákveða að segja upp 35 manns eða öllum starfsmönnum hjá fyrirtækjunum Siglunesi hf og Útgerðarfélaginu Nesi á Siglufirði.

Sagt er frá þessu á vefsíðunni sigló.is þar sem birt er yfirlýsing frá forráðamönnum fyrirtækjanna. Í henni segir m.a. að vegna erfiðra rekstrarskilyrða í sjávarútvegi þá er óhjákvæmilegt annað en að segja upp öllu starfsfólki hjá fyrirtækjunum frá og með 30. nóvember og fara í endurskipulagningu á fyrirtækjunum.

Ástæður uppsagnana eru m.a. auknar álögur á fyrirtæki í sjávarútvegi þar á meðal veiðigjaldið, óskiljanlegur niðurskurður í ýsukvóta og lækkandi afurðarverð.

Vonast er til að hægt sé að endurráða sem flesta að lokinni endurskipulagningu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×