Viðskipti innlent

Upplýsa þarf nánar um samkomulag Apple og HTC

Samkeppnin  á alþjóðamörkuðum með snjallsíma er gríðarlega hörð.
Samkeppnin á alþjóðamörkuðum með snjallsíma er gríðarlega hörð.
Hugbúnaðar- og fjarskiptarisinn Apple þarf að upplýsa um efnisatriði samkomulags við símaframleiðandann HTC samkvæmt úrskurði dómstóls í Bandaríkjunum, en Samsung kærði samkomulagið vegna viðskiptahagsmuna.

Samkvæmt frétt sem breska ríkisútvarpið BBC birti í morgun gerðu Apple og HTC tíu ára samkomulag sem varðaði notkun á ýmsum hugbúnaðarlausnum fyrir snjallsíma, og taldi Samsung að samkomulagið varðaði meðal annars lausnir sem Samsung væri að deila um við Apple fyrir dómstólum. Dómarinn féllst á að upplýsa þyrfti nánar en gert var með tilkynningu, í hverju samkomulagið fælist.

Fyrr á þessu ári dæmdi dómstóll í Kaliforníu Samsung til þess að greiða Apple yfir einn milljarð dala, eða ríflega 127 milljarða króna, vegna notkunar Samsung á hugbúnaðarlausn sem Apple hafði einkarétt á. Samsung kærði niðurstöðuna en endanleg niðurstaða í því máli liggur ekki fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×