Viðskipti innlent

Ábyrgðarkver komið út á rafbók

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gunnlaugur Jónsson er höfundur Ábyrgðarkversins.
Gunnlaugur Jónsson er höfundur Ábyrgðarkversins.
Bók Gunnlaugs Jónssonar, Ábyrgðarkver, er komin út í mynd rafbókar. Bókin kom út í vor og vakti nokkra athygli. Seldist hún vel og var meðal annars á metsölulista Eymundsson um hríð á milli annarra bóka.

„Það ber þó að harma að bókina keyptu helst þeir sem þegar nálguðust líf sitt af nokkurri ábyrgð en þeir sem þurftu meira á henni að halda voru uppteknir við annað. Hefur spurst að sumir þeirra hafi eytt lunganum úr sólarhringnum í tölvuleiknum Angry Birds Space (Illfyglin á sporbaug), sem kom út um svipað leyti og er vinsæll í símum og spjaldtölvum," segir í tilkynningu vegna útgáfu bókarinnar.

Til að ná til þeirra er Ábyrgðarkverið núna komið á form sem hentar einmitt fyrir slíka síma og spjaldtölvur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×