Fleiri fréttir

Útboð vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst

Önnur tilraun til útboðs vegna olíuleitar á Drekasvæðinu hefst í ágúst næstkomandi, að því er fram kemur í tilkynningu frá iðnaðarráðuneytinu. Eins og segir í tilkynningunni er mikil undirbúningsvinna nauðsynleg fyrir svona stórt verkefni og í byrjun júní verður fundur í Stavangri í Noregi með helstu olíufyrirtækjum þar sem útboðið verður kynnt.

Verulega dregur úr hagnaði OR milli ára

Hagnaður Orkuveitu Reykjavíkur (OR) á fyrsta ársfjórðungi ársins nam 2.318 milljónum króna en var 7.187 milljónir króna á fyrsta fjórðungi í fyrra þegar gengisþróun var hagfelldari en nú.

Málarekstri hætt ef Icesave er greitt upp

Allt stefnir í að þrotabú Landsbankans standi undir stærstum hluta Icesave-krafna samkvæmt nýju mati. Ekki gert ráð fyrir verðmæti Iceland Foods í matinu. Samninganefnd Íslands gerði ráð fyrir að heimtur í búið

Síldin seinni á ferðinni en í fyrra

Minna af norsk-íslenskri síld er gengin inn á íslenskt hafsvæði en á sama tíma í fyrra. Líkleg skýring þessa er einfaldlega talin sú að síldin sé seinna á ferðinni en undanfarin ár.

ESA fer yfir svör stjórnvalda

„Ef stjórnvöld sýna fram á að þau muni greiða Icesave-kröfuna eða semja við bresk og hollensk stjórnvöld þá munum við ekki fara með málið fyrir EFTA-dómstólinn," segir Per Sanderud, forseti ESA, Eftirlitsstofnunar EFTA.

Nær fullar endurheimtur á kröfum

Endurheimtur á kröfum gamla Landsbankans munu nema tæpum 1300 milljörðum króna eða sem nemur um 99% af bókfærðri stöðu forgangskrafna (Icesave innlán og heildsöluinnlán.) Þetta miðast við fastsett gengi krónunnar frá því í apríl 2009 en ef miðað er við gengi krónunnar í mars síðastliðinn nema endurheimtur um 94% af bókfærðri stöðu. Þá kom fram á fundinum að stefnt sé að því að selja hlut bankans í Iceland verslunarkeðjunni í nóvember í ár, gangi allt að óskum.

Arion banki kaupir SPRON Factoring

Gengið hefur verið frá kaupum Arion banka á starfsemi SPRON Factoring. Kaupin eru gerð með fyrirvara um samþykki eftirlitsstofnanna.

Íbúðaverð hækkar og makaskiptasamningum fækkar

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði fjórða mánuðinn í röð í apríl síðastliðnum samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Þannig hækkaði íbúðaverð um 0,7% að nafnvirði á milli mars og apríl

Hyggjast selja eignir upp í skuldir

Heildarskuldir og skuldbindingar Reykjanesbæjar, með samstæðu, nema nú 43 milljörðum, að því er fram kemur í ársreikningum bæjarins sem voru samþykktir á bæjarstjórnarfundi í vikunni. Meirihluti Sjálfstæðisflokks hyggst vinna á skuldum með eignasölu.

Segir höft halda gengi krónu óeðlilega lágu

Ótti við hrun krónunnar við afnám gjaldeyrishafta er ástæðulaus að mati Páls Harðarsonar, forstjóra Kauphallarinnar. Hann telur afnám haftanna líklegra til að ýta undir styrkingu gengisins en hitt.

FME krefst þess að LSR hækki iðgjöldin um 4%

Fjármálaeftirlitið (FME) hefur krafist þess að Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins (LSR) hækki iðgjöld sjóðsfélaga í A-deild sjóðsins um 4% þannig að þau verði 19,5% í heildina. Með þessu náist jafnvægi á tryggingafræðilega stöðu sjóðsins.

Kerfi sem nær til flestra landshluta

Vodafone hefur fest kaup á þeim hluta fjarskiptakerfis Fjarska ehf. sem þjónustar samkeppnismarkað. „Samningurinn var gerður í kjölfar útboðs, eftir að stjórn Fjarska ákvað að draga fyrirtækið út úr samkeppnisrekstri og sinna framvegis eingöngu sérhæfðri öryggisfjarskiptaþjónustu vegna raforkukerfisins,“ segir í sameiginlegri tilkynningu fyrirtækjanna, en Fjarski er hluti Landsvirkjunarsamstæðunnar.

Útflutningsverðmæti jókst um tíund

Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2010 nam 220,5 milljörðum króna og jókst um tíu prósent frá fyrra ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands sem ber heitið „Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2010“.

Segja BTB hafa komið Actavis í skjól í gegnum net aflandsfélaga

Fulltrúar Róberts Wessman fullyrða að Björgólfur Thor hafi komið verðmætustu eign sinni, Actavis, í skjól í gegnum félag á Tortóla-eyju í gegnum flókið net aflandsfélaga. Róbert segir að einkatölvupóstur Björgólfs Thors sýni að áhyggjur hans af erfiðri fjárhagsstöðu fyrirtækja sem hann hefur höfðað mál gegn séu á rökum reistar.

Stjórnvöld í Liechtenstein semja við Skýrr

Skýrr hefur undirritað samning við Liechtenstein um smíði á svokölluðum SIS-II-kerfishluta fyrir Schengen-upplýsingakerfi Liechtenstein. Þetta er stór samningur sem fjöldi hugbúnaðarsérfræðinga hjá Skýrr mun vinna að næsta árið, að sögn forstjóra fyrirtækisins.

Segist ekki skulda yfir 20 milljarða: Spunameistarar beita öllum ráðum

"Við erum að sjá enn eitt dæmi þess að spunameistarar Björgólfs beita öllum ráðum í uppgjöri hans við íslenskt samfélag og ég undrast að talsmaður Björgólfs telji sig hafa upplýsingar um persónulegar ábyrgðir Róberts,“ segir Árni Harðarson, lögmaður Róberts Wessman, um fullyrðingu talsmanns Björgólfs Thors , um að Róbert skuldi persónulega yfir 20 milljarða króna. Hann vísar þessu alfarið á bug en Ragnhildur Sverrisdóttir fullyrðir þetta í viðtali við Vísi í morgun.

Landsbankinn stefnir Jóni Ólafssyni

Landsbankinn hefur stefnt Jón Ólafssyni, athafnamanni og eiganda vatnsfyrirtækisins Icelandic Glacial, vegna tæplega 420 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervistone Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjum.

S&P lækkar lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar

Standard og Poor's hefur lækkað lánshæfiseinkunn Landsvirkjunar í kjölfar þess að fyrirtækið lækkaði lánshæfiseinkunn ríkissjóðs. Að því er fram kemur í tilkynningu hjá félaginu eru horfurnar neikvæðar hjá báðum aðilum.

Segir Wessman skulda persónulega yfir 20 milljarða króna

"Róbert Wessman hefur ákveðið að áfrýja frávísun Héraðsdóms og auðvitað er það sjálfsagður réttur hans, vilji hann halda málinu til streitu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, talsmaður Björgólfs Thors Björgólfssonar, um ákvörðun Róberts Wessman að áfrýja frávísunarúrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í gær.

Verðmæti útfluttra sjávarafurða jókst um 10%

Verðmæti útflutningsframleiðslu sjávarafurða nam rúmum 220 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 10% frá fyrra ári. Er þar um að ræða samtölu útflutnings og birgðabreytinga sjávarafurða. Framleiðslan mæld á föstu verði jókst um 6%. Þetta kemur fram í ritinu Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2010 sem birt er á vef Hagstofunnar. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 220,5 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 5,7% en dróst saman í magni um 5,5%. Árið 2010 voru flutt út 632 þúsund tonn samanborið við 669 þúsund tonn árið áður. Frystar afurðir skiluðu 55% af heildarútflutningsverðmæti. Af einstökum afurðum vóg verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 13,5 milljarðar króna. Af heildarútflutningi sjávarafurða fór 73% til Evrópska efnahagssvæðisins, 9,1 % til Asíu og 5,3% til Norður-Ameríku.

GreenQloud í hópi þeirra áhugaverðustu

Íslenska sprotafyrirtækið GreenQloud var nýverið valið eitt af áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims af hinu heimsþekkta ráðgjafar- og greiningarfyrirtæki Gartner.

Sex fengu styrk úr sjóði

Sex íþróttakonur á aldrinum 14 til 18 ára hafa fengið hálfrar milljónar króna styrk hver úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Allar eru sagðar framúrskarandi efnilegar íþróttakonur.

Ísland færist skör neðar í mælingu á samkeppnishæfni

Ísland fellur um eitt sæti í samanburði svissneska viðskiptaskólans IMD á samkeppnishæfni þjóða. Í fyrra var Ísland í 30. sæti en er nú í 31. sæti, fjarri þeim löndum sem Íslendingar hafa helst viljað miða sig við.

PFS segir Vodafone tefja fyrir 4G-tækni

Tíðnileyfi Vodafone, sem á og rekur sjónvarpsþjónustuna Digital Ísland og dreifir sjónvarpsefni um örbylgju, rennur út í júlí. Viðræður standa yfir um endurúthlutun á tíðnisviðinu.

Hanna Birna: Meirihlutinn ræður ekki við þetta stóra verkefni

Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins segja að rúmlega 14 milljarða rekstrarafgangur borgarsjóðs fyrir árið 2010 endurspegli góðan rekstrarárangur sem byggi á síðustu fjárhagsáætlun og vinnu fyrri meirihluta undir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Wessman mun áfrýja - óttast að Novator fari í þrot á meðan

„ Þetta er náttúrulega engin efnisdómur um kröfuna og verður úrskurðinum áfrýjað til Hæstaréttar,“ segir lögmaður Róberts Wessman, Árni Harðarson, um frávísunarúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur sem féll í dag. Róbert höfðaði mál gegn félögum Björgólfs Thors Björgólfssonar, Novator Pharma Holding, sem er skrásett á Tortóla, og Novator Pharma í ágúst á síðasta ári.

Tæpir fjórtán milljarðar í afgang hjá borginni

Afkoma borgarsjóðs á síðasta ári var mun betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Ársreikningur borgarinnar var lagður fram á borgarstjórnarfundi í dag. Í tilkynningu frá borginni segir að viðsnúningurinn sé umtalsverður en rekstrarniðurstaða samstæðu Reykjavíkurborgar, A- og B- hluta, er jákvæð um 13.7 milljarða.

S&P: Ísland af athugunarlista en horfur áfram neikvæðar

Matsfyrirtækið Standard & Poor´s staðfesti í dag óbreytta lánshæfiseinkunn fyrir skuldbindingar Ríkissjóðs Íslands í erlendum gjaldeyri. Einkunn fyrir innlendar skuldbindingar var hins vegar lækkuð um eitt hak, í BBB- úr BBB.

Flogið til Washington út árið

Icelandair hefur í dag áætlunarflug til Washington, höfuðborgar Bandaríkjanna. Flugáætlunin til borgarinnar hefur verið framlengd út árið og 70 flugum bætt við yfir haust- og vetrarmánuðina, að því er fram kemur í tilkynningu frá Icelandair.

Lánshæfi Íslands í ruslflokki næstu tvö árin

Paul Rawkins forstjóri matsfyrirtækisins Fitch Ratings segir að lánshæfismat Íslands gæti haldist í ruslflokki hjá fyrirtækinu allt að næstu tveimur árum. Þetta kemur fram í svari Rawkins við fyrirspurn frá Bloomberg fréttaveitunni.

Áfram uppsveifla á fasteignamarkaðinum

Ekkert lát er á uppsveiflunni á fasteignamarkaðinum. Þannig var alls 87 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Fitch breytir horfum úr neikvæðum í stöðugar

Matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæfi Íslands til langs tíma er það BB+ eins og verið hefur. Fyrirtækið telur hinsvegar að horfur til langs tíma séu nú stöðugar en þær voru áður metnar neikvæðar. Matið er það fyrsta sem kemur frá Fitch eftir að Íslendingar felldu Icesave samninginn í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Samið við bankamenn

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök Atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga í hádeginu í dag. Samningurinn er í takti við það sem samið var um á milli SA og ASÍ á dögunum. Rúmlega fjögur þúsund manns eru í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Sjá næstu 50 fréttir