Viðskipti innlent

Íbúðaverð hækkar og makaskiptasamningum fækkar

Verð íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu hækkaði fjórða mánuðinn í röð í apríl síðastliðnum samkvæmt vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu sem Þjóðskrá Íslands hefur birt. Þannig hækkaði íbúðaverð um 0,7% að nafnvirði á milli mars og apríl

Samhliða því að kaupsamningum hefur farið fjölgandi hefur veruleg fækkun orðið á makaskiptasamningum sem urðu mjög áberandi í kjölfar bankahrunsins að því er segir í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka.

Slíkir samningar voru 40%-50% allra samninga á höfuðborgarsvæðinu þegar hæst lét árið 2009. Á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs hefur þeim fækkað niður í 10% af heildinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×