Viðskipti innlent

Áfram uppsveifla á fasteignamarkaðinum

Ekkert lát er á uppsveiflunni á fasteignamarkaðinum. Þannig var alls 87 kaupsamningum um fasteignir þinglýst á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku.

Þetta er sami fjöldi og nemur meðaltali á viku síðustu þrjá mánuði en meðaltalið hefur hækkað hratt síðustu vikur. Af þessum 87 eignum  voru 68 samningar um eignir í fjölbýli, 12 samningar um sérbýli og 7 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.

Heildarveltan var tæplega 2,8 milljarðar króna og meðalupphæð á samning tæplega 32 milljónir króna. Til samanburðar er meðaltalsveltan síðustu þrjá mánuði rúmlega 2,6 milljarðar kr. á viku og meðalupphæðin rúmlega 30 milljónir kr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×