Viðskipti innlent

Næstu skref í að aflétta gjaldeyrishöftum framundan

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að næsta skerf í afléttingu á gjaldeyrishöftunum sé framundan.

Þetta kemur fram í viðtali við seðlabankastjóra á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir Már að uppboð á gjaldeyri fyrir óþolinmóða fjárfesta verði auglýst innan tveggja vikna. Raunar segir hann þann möguleika til staðar að Seðlabankinn auglýsi þetta uppboð strax á föstudaginn kemur.

Uppboðið er annar hluti af tveimur sem kynntur var í mars síðast liðnum hvað varðar næstu skref í afléttingu á gjaldeyrishöftunum. Með því gefst erlendum eigendum ríkisbréfa kostur á því að skipta bréfum sínum í gjaldeyri með því að leggja fram tilboð í gjaldeyri sem Seðlabankinn útvegar.

Seðlabankastjóri segir að þessir fjárfestar muni fá tvær vikur til að leggja fram tilboð sín. Hinsvegar verði ekki um háar upphæðir að ræða í byrjun. Seðlabankinn vilji prufukeyra ferlið í fyrstu en síðan muni uppboðunum fjölga og fjárhæðir á þeim hækka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×