Viðskipti innlent

Landsbankinn stefnir Jóni Ólafssyni

Jón Ólafsson.
Jón Ólafsson.
Landsbankinn hefur stefnt Jón Ólafssyni, athafnamanni og eiganda vatnsfyrirtækisins Icelandic Glacial, vegna tæplega 420 milljóna króna sjálfskuldarábyrgðar sem hann gekkst í vegna láns til eignarhaldsfélagsins Jervistone Limited sem skráð er á Bresku Jómfrúreyjum.

Landsbankinn stefnir Jóni í málinu og krefur hann um endurgreiðslu á láninu sem hann er í ábyrgð fyrir. Þetta kemur fram í stefnu Landsbankans sem birt var í Lögbirtingablaðinu hinn 19. apríl síðastliðinn, að því er fram kemur í DV í dag.

Sparisjóðurinn í Keflavík veitti Jervistone Limited lánið árið 2006, samkvæmt stefnu. Ástæðan fyrir því að Landsbankinn stefnir Jóni í málinu er sú að í mars á þessu ári tók Landsbankinn við rekstri, eignum og skuldbindingum Sparsjóðsins í Keflavík. Umrætt lán til Jervistone Limited, sem var lánalína eða yfirdráttarlán, er því hluti af þeim eignum Sparisjóðsins í Keflavík sem færðist yfir til Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×