PFS segir Vodafone tefja fyrir 4G-tækni 18. maí 2011 00:01 Hrannar Pétursson. Tíðnileyfi Vodafone, sem á og rekur sjónvarpsþjónustuna Digital Ísland og dreifir sjónvarpsefni um örbylgju, rennur út í júlí. Viðræður standa yfir um endurúthlutun á tíðnisviðinu. Stjórnendur Vodafone hafa óskað eftir endurnýjun til næstu níu ára. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) segir tíðnibandið, 2,6 GHz, eitt af þeim sem fyrirhugað sé að nota fyrir næstu kynslóð í fjarskiptatækni, svokallað 4G-gagnaflutningsnet. Fái Vodafone sínu framgengt getur það tafið fyrir innleiðingu tækninnar. Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar PFS, segir tíðniheimildir ætíð vera tímabundnar. Ekkert óeðlilegt sé við að þær renni út. Þá standi ekki til að taka tíðnina af Vodafone, né sé deilt um hvort fyrirtækið eigi að fá henni endurúthlutað heldur hversu lengi. Stefnt er að því að ákvörðun um endurúthlutun tíðniheimildar Vodafone liggi fyrir innan tveggja vikna.PFS skoðar vodafone Ekkert óeðlilegt við það að tíðniheimildir renni út, segir Þorleifur Jónsson.Fréttablaðið/HAG„Þessi umrædda tíðni er hugsuð fyrir þráðlausa háhraðafarnetsþjónustu, framtíðarþjónustu fyrir farsíma. Aðrar tíðnir eru í boði fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar í lofti. Vodafone hefur fengið úthlutað tíðnum á UHF-tíðnisviðinu fyrir stafrænar útsendingar," segir Þorleifur og bendir á að Evrópusambandið hafi ákvarðað fyrir nokkru að sama tíðni og Vodafone notar til dreifingar á sjónvarpsefni skuli notuð fyrir næstu kynslóð í fjarskiptatækni, oft nefnda fjórðu kynslóð sem taki við af 3G-farsímanetinu. PFS hlítir ákvörðuninni eins og víða annars staðar þrátt fyrir að Ísland hafi lýst því yfir að ákvörðunin verði ekki innleidd að sinni vegna núverandi notkunar Vodafone. „Þau lönd í Evrópu sem enn nota sömu tíðni og Vodafone til dreifingar á sjónvarpsefni eru teljandi á fingrum annarrar handar," segir hann. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi hjá Vodafone, segir rök PFS mjög veik. Ástæðan fyrir því að þetta tiltekna tíðnisvið sé notað í Evrópu fyrir hluta af fjórðu kynslóð í gagnaflutningsþjónustu sé einfaldlega sú að tíðnisviðið hafi ekki áður verið í notkun þar. Hann segir talsverðan mun á sjónvarpsútsendingum á UHF-tíðnisviði og því örbylgjutíðnisviði sem Digital Ísland sendi sjónvarpsefni út á á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands. Á síðasttalda tíðnisviðinu eru sendar út í kringum sjötíu sjónvarpsstöðvar. Á UHF-tíðnisviðinu sé aðeins sent út efni tæplega tuttugu sjónvarpsstöðva. Á sumum stöðum úti á landi séu þær enn færri. Því yrði Vodafone að fá mun fleiri tíðnileyfi til að geta sent út efni jafn margra sjónvarpsstöðva og nú á UHF-tíðnibandinu. Þá bendir Hrannar á að önnur tíðnisvið henti betur fyrir háhraðagagnaflutningsþjónustu en 2,6 GHz-tíðnin. „Tíðnisviðið er hátt og dregur skammt en lægri tíðnir draga lengra og eru hentugri," segir hann og bætir við að verði hætt að nota örbylgjutíðnisviðið verði skiptin kostnaðarsöm, bæði fyrir Vodafone og viðskiptavini fyrirtækisins; þeir þyrftu annað hvort að kaupa ný loftnet sem gætu tekið við UHF-sendingum eða að kaupa netþjónustu til að taka við sjónvarpsefni um háhraðanet. Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Tíðnileyfi Vodafone, sem á og rekur sjónvarpsþjónustuna Digital Ísland og dreifir sjónvarpsefni um örbylgju, rennur út í júlí. Viðræður standa yfir um endurúthlutun á tíðnisviðinu. Stjórnendur Vodafone hafa óskað eftir endurnýjun til næstu níu ára. Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) segir tíðnibandið, 2,6 GHz, eitt af þeim sem fyrirhugað sé að nota fyrir næstu kynslóð í fjarskiptatækni, svokallað 4G-gagnaflutningsnet. Fái Vodafone sínu framgengt getur það tafið fyrir innleiðingu tækninnar. Þorleifur Jónasson, forstöðumaður tæknideildar PFS, segir tíðniheimildir ætíð vera tímabundnar. Ekkert óeðlilegt sé við að þær renni út. Þá standi ekki til að taka tíðnina af Vodafone, né sé deilt um hvort fyrirtækið eigi að fá henni endurúthlutað heldur hversu lengi. Stefnt er að því að ákvörðun um endurúthlutun tíðniheimildar Vodafone liggi fyrir innan tveggja vikna.PFS skoðar vodafone Ekkert óeðlilegt við það að tíðniheimildir renni út, segir Þorleifur Jónsson.Fréttablaðið/HAG„Þessi umrædda tíðni er hugsuð fyrir þráðlausa háhraðafarnetsþjónustu, framtíðarþjónustu fyrir farsíma. Aðrar tíðnir eru í boði fyrir stafrænar sjónvarpsútsendingar í lofti. Vodafone hefur fengið úthlutað tíðnum á UHF-tíðnisviðinu fyrir stafrænar útsendingar," segir Þorleifur og bendir á að Evrópusambandið hafi ákvarðað fyrir nokkru að sama tíðni og Vodafone notar til dreifingar á sjónvarpsefni skuli notuð fyrir næstu kynslóð í fjarskiptatækni, oft nefnda fjórðu kynslóð sem taki við af 3G-farsímanetinu. PFS hlítir ákvörðuninni eins og víða annars staðar þrátt fyrir að Ísland hafi lýst því yfir að ákvörðunin verði ekki innleidd að sinni vegna núverandi notkunar Vodafone. „Þau lönd í Evrópu sem enn nota sömu tíðni og Vodafone til dreifingar á sjónvarpsefni eru teljandi á fingrum annarrar handar," segir hann. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi hjá Vodafone, segir rök PFS mjög veik. Ástæðan fyrir því að þetta tiltekna tíðnisvið sé notað í Evrópu fyrir hluta af fjórðu kynslóð í gagnaflutningsþjónustu sé einfaldlega sú að tíðnisviðið hafi ekki áður verið í notkun þar. Hann segir talsverðan mun á sjónvarpsútsendingum á UHF-tíðnisviði og því örbylgjutíðnisviði sem Digital Ísland sendi sjónvarpsefni út á á höfuðborgarsvæðinu og hluta Suðurlands. Á síðasttalda tíðnisviðinu eru sendar út í kringum sjötíu sjónvarpsstöðvar. Á UHF-tíðnisviðinu sé aðeins sent út efni tæplega tuttugu sjónvarpsstöðva. Á sumum stöðum úti á landi séu þær enn færri. Því yrði Vodafone að fá mun fleiri tíðnileyfi til að geta sent út efni jafn margra sjónvarpsstöðva og nú á UHF-tíðnibandinu. Þá bendir Hrannar á að önnur tíðnisvið henti betur fyrir háhraðagagnaflutningsþjónustu en 2,6 GHz-tíðnin. „Tíðnisviðið er hátt og dregur skammt en lægri tíðnir draga lengra og eru hentugri," segir hann og bætir við að verði hætt að nota örbylgjutíðnisviðið verði skiptin kostnaðarsöm, bæði fyrir Vodafone og viðskiptavini fyrirtækisins; þeir þyrftu annað hvort að kaupa ný loftnet sem gætu tekið við UHF-sendingum eða að kaupa netþjónustu til að taka við sjónvarpsefni um háhraðanet.
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun