Rannsaka fjörutíu skattaskjólsmál Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 18. maí 2011 00:01 Í Lúxemborg Að mati skattrannsóknarstjóra eiga Íslendingar mikla fjármuni í Lúxemborg sem ekki eru taldir fram.Mynd/Úr safni Embætti skattrannsóknarstjóra er með um fjörutíu svokölluð skattaskjólsmál til rannsóknar. Embættið hefur ekki komist yfir nema brot af þessum fjölda, að því er Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri greinir frá. „Við höfum komist til botns í einhverjum en önnur eru þung þegar ekki hefur tekist að afla allra þeirra upplýsinga sem við teljum þörf á. Sum geta verið í rannsókn í á annað ár. Við vitum að það eru miklir fjármunir í skattaskjólunum, einkum í Lúxemborg," segir Bryndís, en þeim sem eiga eignir og fjármuni erlendis og eru skattskyldir hér á landi ber að telja allt fram. Reynslan af upplýsingaskiptasamningum við önnur ríki hefur verið upp og ofan, að sögn Bryndísar. „Umhverfið er að opnast meira, en stundum fer mikið ferli í gang þar sem verið er að teygja lopann. Þetta gengur betur í sumum löndum en öðrum. Þessir samningar opna ekki allar dyr. Við erum til dæmis með upplýsingaskiptasamning við Jómfrúaeyjar en upplýsingarnar er ekki að finna þar þótt félag sé skráð þar til heimilis. Þar er kannski bara eitthvert box en félagið sjálft staðsett í Lúxemborg. Þessir samningar eru til bóta en fuglinn er ekki alltaf í hendi." Íslendingar eru í einhverjum mæli farnir að yfirgefa skattaskjólin, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri greinir frá. „Það er alltaf eitthvað um það að á framtölum birtist upplýsingar um eignir og fjármuni í útlöndum. Við höfum hins vegar ekki athugað þetta kerfisbundið. Framtalsskilin eru almennt að batna og einnig hvað varðar upplýsingar frá útlöndum. Það væri auðvitað óskandi að menn gerðu þetta í meiri mæli," segir ríkisskattstjóri. Hann tekur fram að mögulega séu vissir hvatar að baki þegar menn ákveði að telja allt fram. „Þeir sem hafa verið í skattaskjólum vita að við erum að fá upplýsingar. Margir þeirra eru auk þess í fjárhagslegum erfiðleikum. Þá þarf að grípa til allra fjármuna og það er ekki hægt að birtast með þá hér án þess að telja þá fram. Slíkt kallar á rannsókn skattrannsóknarstjóra." Skúli segir að oft þurfi að greiða háar þóknanir til fjármálafyrirtækja og aðila sem haldi utan um gögn í skattaskjólum. „Þetta getur verið svo há þóknun að hún slagi jafnvel upp í skattasparnað. Það er alveg klárt mál að það er engin góðgerðastarfsemi hjá þessum stofnunum. Í einhverjum tilfellum hafa menn hagnast á þessu en það er ekki reglan." Þegar menn koma úr felum bætist við endurákvörðunina 25 prósenta álag á alla skattstofna, að sögn Skúla. „Síðan er metið hvort viðkomandi mál þarf að fara til skattrannsóknarstjóra." Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Embætti skattrannsóknarstjóra er með um fjörutíu svokölluð skattaskjólsmál til rannsóknar. Embættið hefur ekki komist yfir nema brot af þessum fjölda, að því er Bryndís Kristjánsdóttir skattrannsóknarstjóri greinir frá. „Við höfum komist til botns í einhverjum en önnur eru þung þegar ekki hefur tekist að afla allra þeirra upplýsinga sem við teljum þörf á. Sum geta verið í rannsókn í á annað ár. Við vitum að það eru miklir fjármunir í skattaskjólunum, einkum í Lúxemborg," segir Bryndís, en þeim sem eiga eignir og fjármuni erlendis og eru skattskyldir hér á landi ber að telja allt fram. Reynslan af upplýsingaskiptasamningum við önnur ríki hefur verið upp og ofan, að sögn Bryndísar. „Umhverfið er að opnast meira, en stundum fer mikið ferli í gang þar sem verið er að teygja lopann. Þetta gengur betur í sumum löndum en öðrum. Þessir samningar opna ekki allar dyr. Við erum til dæmis með upplýsingaskiptasamning við Jómfrúaeyjar en upplýsingarnar er ekki að finna þar þótt félag sé skráð þar til heimilis. Þar er kannski bara eitthvert box en félagið sjálft staðsett í Lúxemborg. Þessir samningar eru til bóta en fuglinn er ekki alltaf í hendi." Íslendingar eru í einhverjum mæli farnir að yfirgefa skattaskjólin, að því er Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri greinir frá. „Það er alltaf eitthvað um það að á framtölum birtist upplýsingar um eignir og fjármuni í útlöndum. Við höfum hins vegar ekki athugað þetta kerfisbundið. Framtalsskilin eru almennt að batna og einnig hvað varðar upplýsingar frá útlöndum. Það væri auðvitað óskandi að menn gerðu þetta í meiri mæli," segir ríkisskattstjóri. Hann tekur fram að mögulega séu vissir hvatar að baki þegar menn ákveði að telja allt fram. „Þeir sem hafa verið í skattaskjólum vita að við erum að fá upplýsingar. Margir þeirra eru auk þess í fjárhagslegum erfiðleikum. Þá þarf að grípa til allra fjármuna og það er ekki hægt að birtast með þá hér án þess að telja þá fram. Slíkt kallar á rannsókn skattrannsóknarstjóra." Skúli segir að oft þurfi að greiða háar þóknanir til fjármálafyrirtækja og aðila sem haldi utan um gögn í skattaskjólum. „Þetta getur verið svo há þóknun að hún slagi jafnvel upp í skattasparnað. Það er alveg klárt mál að það er engin góðgerðastarfsemi hjá þessum stofnunum. Í einhverjum tilfellum hafa menn hagnast á þessu en það er ekki reglan." Þegar menn koma úr felum bætist við endurákvörðunina 25 prósenta álag á alla skattstofna, að sögn Skúla. „Síðan er metið hvort viðkomandi mál þarf að fara til skattrannsóknarstjóra."
Mest lesið „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Neytendur „Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Neytendur Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Viðskipti erlent Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun