Viðskipti innlent

Sex fengu styrk úr sjóði

Afhendingin Úthlutað hefur verið í sjöunda sinn úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ.
Afhendingin Úthlutað hefur verið í sjöunda sinn úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og ÍSÍ.
Sex íþróttakonur á aldrinum 14 til 18 ára hafa fengið hálfrar milljónar króna styrk hver úr Afrekskvennasjóði Íslandsbanka og Íþróttasambands Íslands (ÍSÍ). Allar eru sagðar framúrskarandi efnilegar íþróttakonur.

„Markmið og tilgangur Afrekskvennasjóðs Íslandsbanka og ÍSÍ er að styðja við bakið á afrekskonum í íþróttum og gera þeim betur kleift að stunda sína íþrótt og ná árangri,“ segir í tilkynningu, en stjórn sjóðsins skipa Svafa Grönfeldt, Vanda Sigurgeirsdóttir og Þórdís Gísladóttir. Alls bárust 57 umsóknir um styrk.

Þær sem fengu styrk nú eru Arna Stefanía Guðmundsdóttir, 16 ára frjálsíþróttakona úr ÍR; Eygló Ósk Gústafsdóttir, 16 ára sundkona úr Sundfélaginu Ægi; Gunnhildur Garðarsdóttir, 18 ára skylmingakona hjá Skylmingafélagi Reykjavíkur; María Guðmundsdóttir, 18 ára skíðakona hjá Skíðafélagi Akureyrar; Norma Dögg Róbertsdóttir, 15 ára fimleikakona hjá Gerplu; og Perla Steingrímsdóttir, 14 ára danskona hjá Dansíþróttafélagi Hafnarfjarðar. - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×