Viðskipti innlent

Nær fullar endurheimtur á kröfum

Endurheimtur á kröfum gamla Landsbankans munu nema tæpum 1300 milljörðum króna eða sem nemur um 99% af bókfærðri stöðu forgangskrafna (Icesave innlán og heildsöluinnlán.) Þetta miðast við fastsett gengi krónunnar frá því í apríl 2009 en ef miðað er við gengi krónunnar í mars síðastliðinn nema endurheimtur um 94% af bókfærðri stöðu. Þá kom fram á fundinum að stefnt sé að því að selja hlut bankans í Iceland verslunarkeðjunni í nóvember í ár, gangi allt að óskum.

Þetta kom fram á kröfuhafafundi Gamla Landsbankans sem haldinn var í dag en þar voru kynntar upplýsingar um fjárhag bankans fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs.

Áætlað virði eigna bankans hefur hækkað um 70 milljarða á milli ársfjórðunga, eða um 6%.

Á fundinum kom einnig fram að nú þegar hafi um 408 milljarðar verið innheimtir í sjóð og hefur hann stækkað meira á árinu en ráð var fyrir gert sem nemur 37% aukningu frá síðustu áætlun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×