Viðskipti innlent

Óvíst með reksturinn

dyrnar lokaðar Forsvarsmenn Bang & Olufsen sögðust um miðjan mars vera að rýma fyrir nýjum vörum. Mánuði síðar varð eigandinn gjaldþrota.
Fréttablaðið/Stefán
dyrnar lokaðar Forsvarsmenn Bang & Olufsen sögðust um miðjan mars vera að rýma fyrir nýjum vörum. Mánuði síðar varð eigandinn gjaldþrota. Fréttablaðið/Stefán
Næstu aldamót, móðurfélag raftækjaverslunar Bang & Olufsen á Íslandi, var úrskurðað gjaldþrota í Héraðsdómi Reykjavíkur 13. apríl síðastliðinn.

Verslunin hefur verið lokuð um nokkurt skeið og byrgt fyrir glugga. Forsvarsmenn verslunarinnar sögðu í samtali við Fréttablaðið um miðjan mars að endurbætur stæðu yfir áður en nýjar vörur væru teknar upp úr kössum. Stefnt væri að því að opna verslunina aftur í apríl.

Óvíst er með skuldastöðu félagsins. Árið 2009 tapaði félagið 188 milljónum króna. Skuldir námu 325,8 milljónum króna og var eigið fé neikvætt um 224,5 milljónir. Fram kom í DV í síðustu viku að eigendur hefðu fengið 205 milljóna lán til kaupa á rekstrinum árið 2007.

Guðmundur H. Pétursson, skiptastjóri þrotabús félagsins, segir óvíst með rekstur Bang & Olufsen. Enginn rekstur sé í versluninni nú.- jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×