Viðskipti innlent

Stýrivextir lækka ekki

vextir kynntir Líklegt er að þrýst verði á að Seðlabankinn horfi fram hjá verri horfum í vaxtaákvörðunum sínum. 
Fréttablaðið/Vilhelm
vextir kynntir Líklegt er að þrýst verði á að Seðlabankinn horfi fram hjá verri horfum í vaxtaákvörðunum sínum. Fréttablaðið/Vilhelm
Verðbólguhorfur hafa versnað og mun Seðlabankinn ekki lækka stýrivexti frekar, að mati greiningardeildar Arion banka.

Í Markaðspunktum deildarinnar í gær segir að aukin umsvif á fasteignamarkaði, áhrif gjaldeyrishafta, gjaldskrárhækkanir og áhrif nýlegra kjarasamninga muni smita út frá sér í verðlag. Af þeim sökum sé ólíklegt að verðbólga verði undir markmiðum Seðlabankans í allt að tvö ár. Gert er ráð fyrir að vísitala neysluverðs hækki um 0,7 prósent í mánuðinum og fari verðbólga við það í 3,1 prósent. Spá deildarinnar gerir ráð fyrir að verðbólga verði komin í 4,0 prósent í ágúst.

Af þessum sökum telur deildin að botninum hafi verið náð í núverandi vaxtalækkunarskeiði. Hún telur jafnframt að þrátt fyrir versnandi horfur verði pólitískum þrýstingi beitt til að fá Seðlabankann til að horfa framhjá verðbólguhorfum í vaxtaákvörðunum sínum. - jab






Fleiri fréttir

Sjá meira


×