Viðskipti innlent

Útflutningsverðmæti jókst um tíund

Frystar afurðir stóðu undir 55 prósentum útflutningsverðmætis sjávarútvegsins í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fréttablaðið/Stefán
Frystar afurðir stóðu undir 55 prósentum útflutningsverðmætis sjávarútvegsins í fyrra, samkvæmt tölum Hagstofunnar. Fréttablaðið/Stefán
Útflutningsverðmæti sjávarafurða árið 2010 nam 220,5 milljörðum króna og jókst um tíu prósent frá fyrra ári. Þetta er meðal þess sem fram kemur í nýrri skýrslu Hagstofu Íslands sem ber heitið „Útflutningur og útflutningsframleiðsla sjávarafurða 2010“.

 

Fram kemur í tilkynningu Hagstofunnar að í tölunni séu teknar saman útflutningstölur og birgðabreytingar sjávarafurða. Af heildarútflutningi sjávarafurða fóru 73 prósent til Evrópska efnahagssvæðisins, 9,1 prósent til Asíu og 5,3 prósent til Norður-Ameríku.

„Framleiðslan mæld á föstu verði jókst um 6 prósent. Fluttar voru út sjávarafurðir að verðmæti 220,5 milljarðar króna og jókst verðmæti þeirra milli ára um 5,7 prósent en dróst saman í magni um 5,5 prósent,“ segir þar.

 

Fram kemur að í fyrra hafi verið flutt út 632 þúsund tonn, en 669 þúsund tonn árið 2009.

„Frystar afurðir skiluðu 55 prósentum af heildarútflutningsverðmæti. Af einstökum afurðum vó verðmæti blautverkaðs saltfisks úr þorski mest, 13,5 milljarðar króna.“ - óká






Fleiri fréttir

Sjá meira


×