Viðskipti innlent

Samið við bankamenn

Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja og Samtök Atvinnulífsins undirrituðu kjarasamninga í hádeginu í dag. Samningurinn er í takti við það sem samið var um á milli SA og ASÍ á dögunum. Rúmlega fjögur þúsund manns eru í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja.

Samningurinn gildir til janúarloka 2014 að því gefnu að samningur SA og ASÍ taki gildi í júní eins og áætlað er. Gangi það ekki eftir gildir samningurinn til janúarloka á næsta ári.

Samninginn má sjá hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×