Fleiri fréttir

Matís leiðir verkefni sem ESB styrkir um 860 milljónir

Matís gegnir forystuhlutverki í tveimur nýjum og umfangsmiklum fjölþjóðaverkefnum sem Evrópusambandið hefur ákveðið að styrkja til þriggja ára, EcoFishMan og AMYLOMICS. Styrkir ESB hljóða upp á alls 5,5 milljónir evra, jafnvirði um 860 milljóna króna. Þar af er hlutur Matís alls 950.000 evrur til beggja verkefna, jafnvirði um 150 milljóna króna. Matís stjórnar báðum verkefnum. Í því felst að ESB lætur allt styrktarféð renna til Matís sem síðan greiðir innlendum og erlendum samstarfsaðilum sínum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Matís.

Jón Steindór hættir hjá Samtökum iðnaðarins

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með morgundeginum. Jón Steindór hefur starfað fyrir Samtök iðnaðarins, og áður Félag íslenskra iðnrekenda, í samtals 22 ár, lengst af sem aðstoðarframkvæmdastjóri en síðustu árin sem framkvæmdastjóri. Tilkynnt verður um ráðningu eftirmann hans áður en langt um líður.

Tæplega hundrað fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí

Alls voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðnum samanborið við 67 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir fjölgun upp á tæp 42% milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Frá áramótum talið hafa nú alls 453 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota sem er um 10% fleiri en á sama tímabili fyrir ári en um 50% fleiri þegar borið er saman við árið 2008.

Auður kaupir Yggdrasil

AUÐUR I fagfjárfestasjóður slf. og einkafjármagnssjóðurinn Arev NI slhf. hafa náð samkomulagi um kaup AUÐAR I á 100% hlut í félögunum Yggdrasil ehf. og Veru líf ehf. Félögin voru áður í eigu Arev NI einkafjármagnssjóðsins

Tilmælin eiga að skapa festu í viðskiptum og traustu fjármálakerfi

Arnór Sighvatsson, aðstoðarseðlabankastjóri, segir að tilmæli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabankans til fjármálafyrirtækja vegna óskuldbindandi gengistryggingarákvæða sé ætlað að skapa festu í viðskiptum og stuðla að öruggu fjármálakerfi. Með tilmælunum séu FME og Seðlabankinn að sinna þeirri lagaskyldu sem á þeim hvílir. Hann segir brýna almannahagsmuni krefjast þess að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið setji fram almennar leikreglur sem varðveiti stöðugleika á meðan greitt sé úr réttaróvissu.

Samningar verði endurreiknaðir miðað við vexti Seðlabankans

Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands hafa sent fjármálafyrirtækjum þau tilmæli að þeim beri að endurreikna þau lán sem innihalda gengistryggingarákvæði sem eru óskuldbindandi samanber dóma Hæstaréttar. Ekki verði miðað við upphaflega vexti lánanna sem í mörgum tilvikum voru í kringum þrjú prósent, heldur vexti sem Seðlabankinn ákveður með hliðsjón af lægstu vöxtum sem nú gilda á lánamarkaði. Á vef Seðlabanka Íslands kemur fram að lægstu vextir á almennum óverðtryggðum útlánum er um 8,25% en á verðtryggðum lánum eru vextirnir 4,80%.

Ríkið tók of háar skuldir banka yfir

Formaður viðskiptanefndar segir fullyrðingu AGS um of marga banka sýna að ríkið hafi tekið of háar skuldir yfir með bönkunum. Eignasafnið hafi verið á allt of háu verði. Hagfræðiprófessor segir að bönkunum muni fækka.

Úrvalsvísitalan lækkaði

Úrvalsvísitalan lækkaði um 1,66 prósent og endaði í 815 stigum. Mest viðskipti í Kauphöllinni í dag voru með bréf í Marel eða fyrir tæpar sex milljónir. Gengi hlutabréfa í fyrirtækinu lækkaði um 0,5 prósent og þá lækkuðu hlutbréf í BankNordic um 2 prósent, í Atlantic Airways 4,1 prósent og í Icelandair Group um 6,7 prósent. Gengi hlutabréfa í Össuri hf. stóðu í stað.

GAMMA: Líflegt á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,6% í dag í miklum viðskiptum. Viðskipti með skuldabréf voru 17,5 ma. kr. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,9% í 8,1 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 9,4 ma. viðskiptum.

Raungreiðslur myntkörfulána stökkbreyttust

Í umfjöllun um reiknivél ráðgjafarfyrirtækisins Sparnaðar um mismunandi þróun á bílalánum í Fréttablaðinu í dag urðu þau mistök í skýringartexta að raungreiðslur erlends bílaláns voru sagðar gengistryggðar með óbreyttum vöxtum.

Gæti hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti

Verðhjöðnunar gætti á milli maímánuðar og júní. Ársverðbólga mælist nú 5,7 prósent, og hefur ekki verið lægri síðan í árslok 2007. Sérfræðingur í greiningardeild Arion banka segir þessa þróun verðlags geta hjálpað Seðlabankanum að lækka stýrivexti.

Embætti umboðsmanns skuldara auglýst til umsóknar

Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns.

Fjölga ferðum til New York

Iceland Express hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York frá tveimur í viku uppí fjórar ferðir á viku í september. Um er að ræða um 4000 viðbótarsæti.

Fasteignamat lækkar um 8,6%

Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar.

Verðbólga 5,7 prósent

Vísitala neysluverðs miðuð við verðlag í júní er 364,1 stig og lækkaði um 0,33% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 346,3 stig og lækkaði hún um 0,46% frá maí.

Skiptakostnaður Baugs orðinn um áttatíu milljónir

Skiptakostnaður vegna þrotabús Baugs Group stefnir nú hraðbyri á hundrað milljónir króna, en gæti orðið á þriðja hundrað milljónir ef búskiptin taka þrjú ár eða lengur eins og allt bendir til.

Mest verslað með Össur í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Össuri hækkaði um 0,8 prósent í Kauphöllinni í dag. Mestu viðskiptin voru með bréf í fyrirtækinu eða fyrir tæpar 18 milljónir króna. Gengi hlutabréfa í BankNordik hækkaði um 2,72 prósent og 0,6 í Marel.

GAMMA: GBI hækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði lítillega í dag í 5 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 2,5 ma. viðskiptum.

AGS: Dómurinn tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta

Nýlegur dómur Hæstaréttar um gengistryggð lán tefur fyrir afnámi gjaldeyrishafta. Þetta kom fram á kynningarfundi sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í dag. Fulltrúar sjóðsins ætla að taka sér tíma til að meta önnur hugsanleg áhrif dómsins.

Spá óbreyttu neysluverði

Á morgun mun Hagstofan birta vísitölu neysluverðs fyrir júní og spáir greiningardeild Íslandsbanka því að hún verði óbreytt frá fyrri mánuði.

Fákeppni einkennandi á mörgum sviðum

Neytendasamtökin ítreka fyrri kröfur sínar um að samkeppnissjónarmið verði höfð í fyrirrúmi þegar fyrirtæki eru seld eða endurskipulögð í kjölfar hrunsins. Einnig minna samtökin á mat samkeppnisyfirvalda á Norðurlöndum um að virk samkeppni flýti fyrir efnahagsbata.

Sendinefnd AGS með blaðamannafund

Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa boðað til kynningarfundar með blaðamönnum eftir hádegi vegna veru sendinefndar sjóðsins hér á landi.

Íslenskum verktökum verður ekki gert erfitt fyrir

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar. Undirrituð hafi verið viljayfirlýsing við kínverska fyrirtækið CWE og EXIM Bank en hún feli ekki í sér neinar skuldbindingar heldur það að fyrirtækinu sé velkomið að bjóða í verkhluta Búðarhálsvirkjunar.

Heimaslóðirnar heilla Jón

Norska hugbúnaðarfyrirtækið Opera Software býst við því að auka gagnaflutninga um þrjátíu prósent á sama tíma og orkunotkun dregst saman um rúm 35 prósent. Þetta þakkar fyrirtækið flutningi á stórum hluta af gagnavinnslu sinni til gagnavers Thor Data Center, sem vígt var í Hafnarfirði fyrir rétt rúmum mánuði. Gagnaflutningurinn á að fara um sæstrengina Danice og Farice.

Fyrirtæki gætu flúið úr landi

Það að Actavis leiti nú að hentugri staðsetningu fyrir höfuðstöðvar sínar vekur spurningar um hvort fleiri fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið. Það gefur einnig vísbendingar um að of margar brotalamir séu í rekstrarumhverfi hérlendis. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands í frétt á heimasíðu sinni.

Gylfi: Gengislánin geta kostað ríkissjóð 100 milljarða

Viðskiptaráðherra segir verstu niðurstöðu frá sjónarhóli fjármálakerfisins hvað gengistryggð lán varðar, geta valdið ríkissjóði meira en 100 milljarða króna kostnaði. Hann segir fráleitt ef samningsvextir gengistryggðra lána verði einir látnir gilda.

Átján styrkir veittir til að rannsaka innlenda orkugjafa

Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, hefur staðfest tillögur Orkuráðs um styrki úr Orkusjóði til rannsóknar- og kynningarverkefna fyrir árið 2010. Styrkirnir eru veittir til verkefna sem beinast að nýtingu innlendra orkugjafa og hagkvæmri orkunotkun. Veittir eru 18 styrkir að upphæð 22,8 milljónir króna. Alls bárust 52 umsóknir um samtals 126 m.kr. og voru í þeim hópi ýmis áhugaverð og mikilsverð verkefni sem ekki var unnt að styrkja að þessu sinni.

Landsvirkjun: Ekki búið að semja við einn né neinn

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikilvægt að það komi fram að engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar en ástæðan er ályktun Samiðnar þar sem það er gagnrýnt harðlega að það sé hugsanlegt að kínverskir verktakar muni koma að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar.

Samiðn setur fram hörð mótmæli gegn Landsvirkjun

Stjórn Samiðnar mótmælir harðlega vilja Landsvirkjunar til að hleypa kínverskum verktökum að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar og hefur sent stjórn Landsvirkjun ályktun þess efnis.

Vátryggingarfélög skulu rekin sem hlutafélög

Nýverið tóku gildi lög um vátryggingastarfsemi sem leystu af hólmi eldri lög. Meðal nýmæla í lögunum er að vátryggingarfélög skulu hér eftir verða rekin sem hlutafélög.

Icelandair Group semur við Skyggni

Icelandir Group hefur samið við tækni- og rekstarþjónustufyrirtækið Skyggni um rekstur á upplýsingatækniumhverfi félagsins til næstu þriggja ára.

Hagnaður Faxaflóahafna rúmar 100 milljónir í fyrra

Í skýrslu stjórnar Faxaflóahafna sem lögð var fram á aðalfundi félagsins í vikunni var m.a. nefnt að þrátt fyrir erfitt árferði hefði rekstur Faxaflóahafna sf. verið viðunandi og hagnaður ársins 2009 um 103.8 milljónir kr.

Stefnt að hrossaútflutningi í ágúst

Stefnt er að því að hefja hrossaútflutning á nýjan leik um miðjan ágúst segir Kristinn Guðnason, formaður Félags hrossabænda. Það verði þó ekki gert nema heilsufar hrossanna sé komið í fullkomið lag en útflutningur hefur legið niðri vegna hóstaveiki sem herjað hefur á velflest hross hér á landi undanfarið. Þetta var niðurstaða fundar hagsmunaaðila sem haldinn var í gær.

Heildarafli hefur minnkað

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans fyrstu níu mánuði fiskveiðiársins var tæp 747 þúsund tonn af fiski. Þetta er minni afli en á sama tímabili í fyrra þegar hann var tæp 845 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fiskistofu.

Gengi hlutabréfa Össurar lækkaði um 1,1 prósent

Gengi hlutabréfa stoðtækjafyrirtækisins Össurar lækkaði um 1,10 prósent í Kauphöllinni í gær. Þá lækkaði gengi bréfa Marels um 0,54 prósent. Önnur hreyfing var ekki á hlutabréfamarkaði.

Arion banki segist ekki í hættu vegna gengisdóms

Arion banki hefur metið dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og möguleg áhrif á eigið fé bankans. Kæmi til þess að íbúðalán bankans verði dæmd ólögmæt hefði það neikvæð áhrif á eigið fé bankans en ekki að því marki að það stefni efnahag bankans í hættu.

Kaupþing fær 26 milljarða frá Tchenguiz

Skilanefnd Kaupþings fær aðgang að 137 milljónum punda eða um 26 milljörðum kr. samkvæmt samkomulagi því sem nefndin hefur gert við breska fjárfestinn Robert Tchenguiz.

Engar upplýsingar að hafa hjá fjármálaráðherra

Engar upplýsingar liggja fyrir um hvert sé áætlað umfang afleiðu- og gjaldmiðlasamninga á íslenskum bankamarkaði frá einkavæðingu ríkisbankanna tveggja. Þetta kemur fram í svari Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur á Alþingi um rannsókn skattrannsóknarstjóra ríkisins á stórfelldu skattundanskoti.

Íslandsbanki segist ráða vel við gengisdóm

Íslandsbanki getur vel lifað af áhrifin af gengisdómi Hæstaréttar. Bankinn hefur á síðustu dögum farið vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og metið hugsanleg áhrif Hæstaréttar á eigið fé Íslandsbanka.

Gengisdómur breytir ekki öðrum ákvæðum samninga

Hagsmunasmtök heimilinna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda vilja að gefnu tilefni ítreka ábendingar þess efnis að dómar Hæstaréttar, þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt, breyttu engum öðrum ákvæðum gengistryggðra lánasamninga.

Sjá næstu 50 fréttir