Fleiri fréttir

Oxford-háskóli höfðar mál gegn Glitni

Oxford-háskóli auk fimm breskra sveitarfélaga hafa höfðað mál gegn þrotabúi Glitnis og Bayerische Landesbank en tæplega fimmtíu stefnur eru í farvatninu samkvæmt heimildum Vísis. Heildarkröfurnar nema á sjötta tug milljarða.

Már: Gengisdómur gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar

Már Guðmundsson seðlabankastjóri segir að nýlegur Hæstaréttardómur um ólögmæti gengistryggingar gæti haft mjög alvarlegar afleiðingar fyrir bankakerfi landsins. Þetta kom fram í máli Más á blaðamannafundi sem nú stendur yfir í Seðlabankanum.

Óvissa takmarkar svigrúm peningastefnunefndar

„Svigrúm peningastefnunefndar takmarkast enn af óvissu um aðgengi Íslands að alþjóðlegum fjármálamörkuðum í framtíðinni og áformum um afnám hafta á fjármagnshreyfingar. Aukin óvissa af völdum nýlegra dóma Hæstaréttar um lögmæti gengistryggðra lána gæti grafið undan trausti og takmarkað svigrúm peningastefnunnar frekar, verði ekki brugðist við vandanum í tíma."

Kortaþjónustan ætlar í mál vegna samkeppnisbrota

Kortaþjónustan undirbýr nú málssókn á hendur Valitor, Borgun og Fjölgreiðslumiðlun vegna samkeppnisbrota en Kortaþjónustan fékk á dögunum aðgang að gögnum sem Samkeppniseftirlitið viðaði að sér í rannsókn á málinu árið 2006.

Forstjóraskipti hjá Actavis

Dr. Claudio Albrecht, fyrrum forstjóri samheitalyfjafyrirtækisins Ratiopharm, hefur verið ráðinn forstjóri Actavis.

FA vill álitamál um gengistryggingu fyrir dómstóla

Félag atvinnurekenda (FA) er sammála því að álitaefni tengd gengistryggingu þurfi að fara fyrir dómstóla, enda um mikla hagsmuni að ræða fyrir fjármálastofnanir, heimili og fyrirtæki. Slíkt getur hinsvegar eitt og sér ekki réttlætt bið og aðgerðarleysi.

Stýrivaxtalækkun í takt við væntingar

Stýrivaxtalækkun peningastefnunefndar um 0,5 prósentur er í takt við væntingar sérfræðinga. Greining Arion banka spáði þessari lækkun sem og sérfræðingahópur á vegum Reuters fréttastofunnar.

Segir gengisdóm þýða AGS tafir og minni vaxtalækkun

Greining MP Banka telur hugsanlegt er að þriðja endurskoðunin Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tefjist vegna óvissu í kjölfar nýfallins dóms Hæstaréttar þar sem gengisbinding lána var dæmd ólögleg. Þessi dómur feli í sér að töluverður kostnaður fellur á ýmis fjármálafyrirtæki sem og á skattgreiðendur.

Vatnið komið til stórveldanna

Íslenska vatnsátöppunarfyrirtækið Icelandic Water Holdings hefur gert dreifingarsamning við rússneska drykkjavörufyrirtækið ZAO Nectar-Trade um dreifingu á vatni á flöskum undir merkjum Icelandic Glacial í Rússlandi.

Ríkissjóður leysir til sín skuldabréf í evrum

Ríkissjóður hefur ákveðið að leysa til sín skuldabréf í evrum með gjalddaga 2011 og 2012. Alls námu kaupin 160 milljónum evra af fyrra bréfinu og 32 milljónum evra af síðara bréfinu, að nafnvirði, að því er fram kemur í tilkynningu frá Seðlabankanum.

Embættismaður ráðherra: Stjórnvöld hafa ekki efni á að sjást bjarga BTB

Stuttu áður en Straumur-Burðaráss fjárfestingarbanki féll fékk einn af yfirmönnum bankans þau skilaboð frá viðskiptaráðuneytinu að stjórnvöld hefðu ekki efni á því að sjást bjarga Björgólfi Thor Björgólfssyni. William Fall, fyrrverandi forstjóri Straums, segir að samvinna við stjórnvöld hafi gengið afar illa og að þau hafi verið sem höfuðlaus her.

Tapa gríðarlegum fjármunum

Hætt er við því að eigendur fjármögnunarfyrirtækjanna, sem í mörgum tilvikum eru erlendir kröfuhafar, muni tapa gríðarlegum fjármunum ef uppgjör gengistryggðra lána fer fram í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar í bílalánsmálunum.

GAMMA: Skuldabréfavísitalan lækkaði lítillega

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði lítillega í dag í 9,6 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði lítillega í 2,6 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt lækkaði um 0,1% í 7 ma. viðskiptum.

Auður kaupir Tal

Auður I fagfjárfestasjóður slf. hefur keypt allt hlutafé IP-fjarskipta ehf. (Tal), en seljendur félagsins eru, Teymi hf., NBI hf., Hermann Jónasson og Fjallaskarð ehf.

Skuldatryggingaálag Íslands heldur áfram að lækka

Skuldatryggingaálag ríkissjóðs Íslands hefur lækkað nokkuð á síðustu dögum. Í lok dagsins í gær stóð álagið til 5 ára í 317 punktum (3,17%) sem er 20 punktum lægra en það var um miðja síðustu viku.

RARIK efnir til skuldabréfaútboðs upp á 3 milljarða

RARIK hefur ákveðið að efna til skuldabréfaútboðs á nýjum flokki skuldabréfa, RARIK 10 1. Fjárfestum mun bjóðast að kaupa allt að 3.000 milljónir króna að nafnvirði. Landsbankinn (NBI hf.) er umsjónaraðili útboðsins og hefur sölutryggt útboðið.

Krafan á evrubréfum ríkissjóðs lækkar

Ávöxtunarkrafan á evrubréfum ríkissjóðs sem eru á gjalddaga í árslok á næsta ári hefur lækkað töluvert síðan að tilkynnt var um kaup á bréfum úr þessum skuldabréfaflokki í síðustu viku.

Rannsaka meinta misnotkun MP banka

Efnahagsbrotadeild Ríkislögreglustjóra rannsakar meinta misnotkun MP banka á undanþágu á gjaldeyrishöftunum. Viðskiptin, sem áttu sér stað á fyrri helming síðasta árs, námu rúmlega 80 milljónum íslenskra króna. Bankinn neitar að hafa brotið lög.

GAMMA: Verslað með ellefu milljarða

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI lækkaði um 0,1% í dag í 11 ma. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt lækkaði um 0,2% í 5,4 ma. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði lítillega í 5,5 ma. viðskiptum.

Icelandair væntir mikils af Bachelorette

Í kvöld, 21. júní, verður sýndur á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, fimmti þáttur úr nýrri röð The Bachelorette, sem að mestu gerist á Íslandi. Þessi þáttaröð nýtur mikilla vinsælda vestan hafs og þátturinn í síðustu viku var sá þáttur á kjörtíma í bandarísku sjónvarpi sem fékk mest áhorf allra það kvöld.

Hvetja lántakendur til að láta þriðja aðila endurreikna lán

Gísli Kr. Björnsson lögfræðingur segir að það sé mikilvægt að einstaklingar og fyrirtæki með lán bundin gengistryggingu láti ekki fjármálafyrirtæki um einhliða endurútreikninga á lánum. Í tilkynningu sem hann hefur sent fjölmiðlum segir hann að sýna þurfi mikla aðgæslu varðandi útreikninga í endurreikningum á erlendum lánum.

Akureyri aflar sér tveggja milljarða í skuldabréfaútboði

Saga Capital Fjárfestingarbanki og Íslensk verðbréf hafa lokið við að selja skuldabréf fyrir Akureyrarbæ upp á 2 milljarða króna. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði til lífeyrissjóða. Um er að ræða 34 ára jafngreiðslubréf sem bera 4,35% vexti.

GGE gerir nýjan samning við Sinopec í Kína

Geysir Green Energy (GGE) hefur gert nýjan samstarfssamning við Star Petroleum, sem er dótturfélag Sinopec , í Kína. Samkvæmt samningnum munu félögin tvö vinna að frekari jarðorkuframkvæmdum í tveimur héruðum í Kína.

Kaupmáttur launa minnkaði um 0,2% í maí

Vísitala kaupmáttar launa í maí 2010 er 103,9 stig og lækkaði um 0,2% frá fyrri mánuði. Síðustu tólf mánuði hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 3,3%.

Aukning á sölu skuldabréfa í útboðum

Heildarsala skuldabréfa í verðbréfaútboðum í maí 2010 nam 29,02 milljörðum kr. á söluverði samanborið við 26,98 milljarða kr. mánuðinn áður.

Gull hækkar í verði

Gull hefur aldrei verið verðmætara. Heimsmarkaðsverð á gulli sló met á föstudaginn þegar verðið á gulli náði 1260 dollurum á únsuna. Svo virðist sem fjárfestar leiti frekar í góðmálma en hlutabréf á þessum erfiðu tímum í efnhagslífi heimsins.

SSB ræddi þjófnað á arði við Íslandsbankastjóra

Í síðustu viku átti stjórn Samtaka stofnfjáreigenda í Byr (SSB) tveggja tíma fund með Birnu Einarsdóttur, bankastjóra Íslandsbanka, og tveimur lögfræðingum bankans. Meðal annars var rætt um meintan þjófnað Glitnis af arði stofnfjárbréfa í Byr sem keypt voru í janúar 2008.

Gengisdómur hefur lítil áhrif á lausafjárstöðu bankanna

Aðeins í undantekningatilvikum mun leiðrétting á höfuðstól gengistryggðra lána leiða til útgreiðslu hjá fjármálafyrirtækjum og því hefur nýlegur hæstaréttardómur lítil áhrif á lausafjárstöðu þeirra. Þetta er mat Seðlabanka Íslands. Enn er algjör óvissa um lögmæti húsnæðislána bankanna í erlendri mynt.

Íslandsbanki Fjármögnun frestar greiðsluseðlum

Vegna óvissu sem ríkir um hvernig endurreikna skal höfuðstól og mánaðarlegar greiðslur af gengistryggðum bílalánum og bílasamningum í kjölfar dómsúrskurðar Hæstaréttar þann 16. júní síðastliðinn hefur Íslandsbanki Fjármögnun hefur ákveðið að fresta útsendingu greiðsluseðla vegna gengistryggðra bílalána og bílasamninga um næstu mánaðarmót.

Mesta hækkun GBI visitölunnar á einum degi

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 1,2% í dag í 16,5 milljarða kr. viðskiptum og er þetta mesta dagshækkun vísitölunnar það sem af er ársins. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 1,5% í 9,1 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,6% í 7,4 milljarða kr. viðskiptum.

Sumardofi í fasteignasölu á höfuðborgarsvæðinu

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 11. júní til og með 17. júní 2010 var 35. Þetta eru töluvert færri samningar en nemur meðaltali undanfarinna 12 vikna en á þeim tíma hefur fjöldi samninga verið 49 talsins á viku.

Landsbankastjóri sér tækifæri í Hæstaréttardómi

Steinþór Pálsson bankastjóri Landsbankans segir að hann telji mikilvægt að bankinn nýti sér það tækifæri sem felst í nýlegum dómum Hæstaréttar um ólögmæti gengistryggingar lána. Tækifærið sé fólgið í að móta sér afstöðu sem bankinn getu staðið við jafnt gagnvart viðskiptavinum og stjórnvöldum með því að leggja sitt af mörkum til þess að leysa þetta erfiða deilumál.

Lýsing sendir ekki út greiðsluseðla fyrir júlí

Lýsing ásamt öðrum fjármálafyrirtækjum vinnur að því að leiðrétta höfuðstól bílasamninga í samræmi við nýfallinn dóm Hæstaréttar. Lýsing mun ekki senda út greiðsluseðla með gjalddaga í júlí vegna bílasamninga í erlendri mynt fyrr en það liggur fyrir hvernig útreikningum skal háttað.

Avant sendir ekki út innheimtuseðla

Vegna dóms Hæstaréttar um ólögmæti bílalána/samninga í erlendri mynt hefur skapast óvissa um hvernig farið skuli með slík lán varðandi endurútreikning og uppgjör. Avant hf. mun því ekki senda út innheimtuseðla vegna þessara lána/samninga þar til fyrir liggur hvernig staðið verður að útreikningi þeirra og innheimtu til framtíðar.

SP gerir tímabundið hlé á innheimtuaðgerðum

SP-Fjármögnun hefur ákveðið að gera tímabundið hlé á innheimtuaðgerðum sínum. Kemur þetta í kjölfar dæma Hæstaréttar þar sem gengistrygging á bílalánum er sögð ólögleg.

Frjálsi segir gengisdóm hafa takmarkað fordæmisgildi

„Slitastjórn Frjálsa fjárfestingabankans mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og fylgjast með þeim skrefum sem stjórnvöld og Alþingi hyggjast taka í málinu á næstu dögum. Frjálsi fjárfestingarbankinn áréttar að hann var ekki aðili málsins og gerði ekki samninga sambærilega við þá sem voru til meðferðar í framangreindum Hæstaréttardómum. Niðurstaðan hefur því takmarkað fordæmisgildi hvað varðar lánasamninga bankans."

SPRON segir gengisdóm hafa takmarkað fordæmisgildi

Slitastjórn SPRON mun fara vandlega yfir dómsniðurstöðu Hæstaréttar vegna gengistryggðra bílalána og fylgjast með þeim skrefum sem stjórnvöld og Alþingi hyggjast taka í málinu á næstu dögum.

Sjá næstu 50 fréttir