Viðskipti innlent

Spá óbreyttu neysluverði

Mynd/Vilhelm Gunnarsson

Á morgun mun Hagstofan birta vísitölu neysluverðs fyrir júní og spáir greiningardeild Íslandsbanka því að hún verði óbreytt frá fyrri mánuði.

„Ef okkar spá gengur eftir mun verðbólga minnka úr 7,5% í 6,0%. Að okkar mati munu vegast hér áhrif af styrkingu krónu undanfarið og fjörkippur á íbúðamarkaði. Þannig hefur krónan styrkst um 8% frá áramótum gagnvart helstu viðskiptamyntum en ríflega helmingur styrkingarinnar átti sér stað í maí. Þrátt fyrir að verðlag sé oft á tíðum tregbreytanlegt niður á við í kjölfar gengisstyrkingar er áhrifanna víða byrjað að gæta í ýmsum innfluttum vörum sem stystan hillutíma hafa,"segir í Morgunkorni bankans.

Hinn bóginn séu vísbendingar um að íbúðaverð hafi hækkað nokkuð undanfarið. Í síðustu mælingu átti húsnæðisliðurinn drjúgan þátt í hækkun vísitölu neysluverðs. Á heildina litið er þó óvissa í mælingu júnímánaðar fremur í átt til lækkunar en hækkunarvísitölu neysluverðs, að mati greiningardeildar bankans.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×