Viðskipti innlent

Tæplega hundrað fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí

Alls voru 95 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í maí síðastliðnum samanborið við 67 fyrirtæki á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir fjölgun upp á tæp 42% milli ára. Þetta kemur fram í Morgunkorni greiningardeildar Íslandsbanka. Frá áramótum talið hafa nú alls 453 fyrirtæki verið úrskurðuð gjaldþrota sem er um 10% fleiri en á sama tímabili fyrir ári en um 50% fleiri þegar borið er saman við árið 2008.

„Til samanburðar má nefna að á árunum 2005-2007 voru að meðaltali 275 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota fyrstu fimm mánuði ársins sem er til marks um það erfiða rekstrarumhverfi sem flest fyrirtæki hafa orðið að starfa í frá því að kreppan skall hér á með miklum þunga haustið 2008," segir í Morgunkorninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×