Viðskipti innlent

Heildarafli hefur minnkað

Samdrátturinn nemur 24,8 prósentum frá árinu 2009. fréttablaðið/gva
Samdrátturinn nemur 24,8 prósentum frá árinu 2009. fréttablaðið/gva

Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans fyrstu níu mánuði fiskveiðiársins var tæp 747 þúsund tonn af fiski. Þetta er minni afli en á sama tímabili í fyrra þegar hann var tæp 845 þúsund tonn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Fiskistofu.

Á þessu tímabili hafa íslensk skip veitt tæp 140 þúsund tonn af þorski og rúmlega 54,5 þúsund tonn af ýsu. Þorskveiði er 2,6 prósentum meiri en á sama tíma í fyrra en ýsuveiði 24,8 prósentum minni. Aflamarksskip hafa aðeins fullnýtt aflaheimildir sínar í einni tegund þessa níu fyrstu mánuði fiskveiðiársins en það er í loðnu.- mþl






Fleiri fréttir

Sjá meira


×