Viðskipti innlent

Gengisdómur breytir ekki öðrum ákvæðum samninga

Hagsmunasmtök heimilinna, Samtök lánþega og talsmaður neytenda vilja að gefnu tilefni ítreka ábendingar þess efnis að dómar Hæstaréttar, þar sem gengistrygging lána var dæmd ólögmæt, breyttu engum öðrum ákvæðum gengistryggðra lánasamninga.

Vaxtakjör, sem kveðið er á um í samningum lánþega og lánveitenda skulu því gilda, og við þá samninga skal standa, nema um annað sé samið eða dæmt.

Í tilkynningu frá talsmanni neytenda segir að lánþegar hafi mátt þola nóg vegna framgöngu eigenda og stjórnenda bankanna í aðdraganda og kjölfar hrunsins, þó ekki eigi að bæta á herðar þeim þeirri kvöð, að endurfjármagna fjármálastofnanir landsins að nýju.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×