Fasteignamat lækkar um 8,6% 29. júní 2010 10:43 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. Í lögum, sem tóku gildi í byrjun árs 2009, er kveðið á um að hver einasta fasteign skuli metin árlega í ljósi kaupsamninga um sambærilegar eignir og eigendum tilkynnt niðurstaðan í júnímánuði, að fram kemur í tilkynningu frá Fasteignaskrá Íslands. Þar segir ennfremur að fasteignamat á hverjum tíma skuli endurspegla markaðsverðmæti, staðgreiðsluverð, fasteignar í febrúar. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2010 var unnið á síðasta ári í samræmi við nýju lögin. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis, sem nú er kynnt vegna ársins 2011, er því gert í annað sinn miðað við breyttar forsendur. Staðbundnar breytingar Mat á innan við 1% eigna á höfuðborgarsvæðinu hækkar. Lækkanir geta verið þar mismiklar, sem skýrist annars vegar af mismunandi verðþróun eftir hverfum og hins vegar af endurbættum matsaðferðum. Áhrif staðsetningar og annarra eiginleika á verðmat eigna voru endurskoðuð eftir því sem ástæða þótti til. Þannig á fasteignamat að endurspegla markaðsverð eins vel og unnt er við hvert endurmat. Hægt er að skoða töfluna í stærri upplausn með því að smella á myndina. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 10,4%, á Suðurnesjum um 7,4%, á Vesturlandi um 6,4%, á Vestfjörðum um 1,2%, á Norðurlandi vestra um 0,7%, á Norðurlandi eystra um 4,4%, á Austurlandi um 0,8% og á Suðurlandi um 3,4%. Nefna má Kórahverfi í Kópavogi og Úlfarsárdal í Reykjavík sem dæmi þar sem mat á íbúðareignum lækkar umfram meðaltal höfuðborgarsvæðisins en á hinn bóginn hækkar mat á flestum eignum neðst í Fossvogi og á sjávarlóðum á Arnarnesi. Vestmannaeyjar skera sig úr á lista yfir heildarmat fasteigna á landinu öllu. Þar hækkar matið um 10,4%. Sömuleiðis hækkar heildarmatið í Skútustaðahreppi um 7,7%, í Grýtubakkahreppi um 6,5%, á Höfn í Hornafirði um 5,5% og í Akrahreppi, Fljótsdalshreppi og Ásahreppi um 3,2-3,6% . Enn má nefna að mat á fasteignum tengdum virkjunum og stóriðju hækkar um tæplega 3%.Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar Alls eru skráðar um 124.000 íbúðareignir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er nú um 2.880 milljarðar króna en verður 2.590 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2011; lækkar með öðrum orðum um 10%. Fasteignamat á rúmlega 117.000 íbúðum lækkar (94% íbúðarhúsnæðis í landinu), mat á tæplega 7.000 íbúðum hækkar en mat á um 800 íbúðum er óbreytt. Verðmæti um helmings fullbúinna íbúða á landinu er metið á bilinu 13,5-25 milljónir króna og fasteignamat þeirra lækkar að jafnaði um 9,5%. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. Í lögum, sem tóku gildi í byrjun árs 2009, er kveðið á um að hver einasta fasteign skuli metin árlega í ljósi kaupsamninga um sambærilegar eignir og eigendum tilkynnt niðurstaðan í júnímánuði, að fram kemur í tilkynningu frá Fasteignaskrá Íslands. Þar segir ennfremur að fasteignamat á hverjum tíma skuli endurspegla markaðsverðmæti, staðgreiðsluverð, fasteignar í febrúar. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2010 var unnið á síðasta ári í samræmi við nýju lögin. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis, sem nú er kynnt vegna ársins 2011, er því gert í annað sinn miðað við breyttar forsendur. Staðbundnar breytingar Mat á innan við 1% eigna á höfuðborgarsvæðinu hækkar. Lækkanir geta verið þar mismiklar, sem skýrist annars vegar af mismunandi verðþróun eftir hverfum og hins vegar af endurbættum matsaðferðum. Áhrif staðsetningar og annarra eiginleika á verðmat eigna voru endurskoðuð eftir því sem ástæða þótti til. Þannig á fasteignamat að endurspegla markaðsverð eins vel og unnt er við hvert endurmat. Hægt er að skoða töfluna í stærri upplausn með því að smella á myndina. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 10,4%, á Suðurnesjum um 7,4%, á Vesturlandi um 6,4%, á Vestfjörðum um 1,2%, á Norðurlandi vestra um 0,7%, á Norðurlandi eystra um 4,4%, á Austurlandi um 0,8% og á Suðurlandi um 3,4%. Nefna má Kórahverfi í Kópavogi og Úlfarsárdal í Reykjavík sem dæmi þar sem mat á íbúðareignum lækkar umfram meðaltal höfuðborgarsvæðisins en á hinn bóginn hækkar mat á flestum eignum neðst í Fossvogi og á sjávarlóðum á Arnarnesi. Vestmannaeyjar skera sig úr á lista yfir heildarmat fasteigna á landinu öllu. Þar hækkar matið um 10,4%. Sömuleiðis hækkar heildarmatið í Skútustaðahreppi um 7,7%, í Grýtubakkahreppi um 6,5%, á Höfn í Hornafirði um 5,5% og í Akrahreppi, Fljótsdalshreppi og Ásahreppi um 3,2-3,6% . Enn má nefna að mat á fasteignum tengdum virkjunum og stóriðju hækkar um tæplega 3%.Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar Alls eru skráðar um 124.000 íbúðareignir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er nú um 2.880 milljarðar króna en verður 2.590 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2011; lækkar með öðrum orðum um 10%. Fasteignamat á rúmlega 117.000 íbúðum lækkar (94% íbúðarhúsnæðis í landinu), mat á tæplega 7.000 íbúðum hækkar en mat á um 800 íbúðum er óbreytt. Verðmæti um helmings fullbúinna íbúða á landinu er metið á bilinu 13,5-25 milljónir króna og fasteignamat þeirra lækkar að jafnaði um 9,5%.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira