Fasteignamat lækkar um 8,6% 29. júní 2010 10:43 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. Í lögum, sem tóku gildi í byrjun árs 2009, er kveðið á um að hver einasta fasteign skuli metin árlega í ljósi kaupsamninga um sambærilegar eignir og eigendum tilkynnt niðurstaðan í júnímánuði, að fram kemur í tilkynningu frá Fasteignaskrá Íslands. Þar segir ennfremur að fasteignamat á hverjum tíma skuli endurspegla markaðsverðmæti, staðgreiðsluverð, fasteignar í febrúar. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2010 var unnið á síðasta ári í samræmi við nýju lögin. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis, sem nú er kynnt vegna ársins 2011, er því gert í annað sinn miðað við breyttar forsendur. Staðbundnar breytingar Mat á innan við 1% eigna á höfuðborgarsvæðinu hækkar. Lækkanir geta verið þar mismiklar, sem skýrist annars vegar af mismunandi verðþróun eftir hverfum og hins vegar af endurbættum matsaðferðum. Áhrif staðsetningar og annarra eiginleika á verðmat eigna voru endurskoðuð eftir því sem ástæða þótti til. Þannig á fasteignamat að endurspegla markaðsverð eins vel og unnt er við hvert endurmat. Hægt er að skoða töfluna í stærri upplausn með því að smella á myndina. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 10,4%, á Suðurnesjum um 7,4%, á Vesturlandi um 6,4%, á Vestfjörðum um 1,2%, á Norðurlandi vestra um 0,7%, á Norðurlandi eystra um 4,4%, á Austurlandi um 0,8% og á Suðurlandi um 3,4%. Nefna má Kórahverfi í Kópavogi og Úlfarsárdal í Reykjavík sem dæmi þar sem mat á íbúðareignum lækkar umfram meðaltal höfuðborgarsvæðisins en á hinn bóginn hækkar mat á flestum eignum neðst í Fossvogi og á sjávarlóðum á Arnarnesi. Vestmannaeyjar skera sig úr á lista yfir heildarmat fasteigna á landinu öllu. Þar hækkar matið um 10,4%. Sömuleiðis hækkar heildarmatið í Skútustaðahreppi um 7,7%, í Grýtubakkahreppi um 6,5%, á Höfn í Hornafirði um 5,5% og í Akrahreppi, Fljótsdalshreppi og Ásahreppi um 3,2-3,6% . Enn má nefna að mat á fasteignum tengdum virkjunum og stóriðju hækkar um tæplega 3%.Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar Alls eru skráðar um 124.000 íbúðareignir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er nú um 2.880 milljarðar króna en verður 2.590 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2011; lækkar með öðrum orðum um 10%. Fasteignamat á rúmlega 117.000 íbúðum lækkar (94% íbúðarhúsnæðis í landinu), mat á tæplega 7.000 íbúðum hækkar en mat á um 800 íbúðum er óbreytt. Verðmæti um helmings fullbúinna íbúða á landinu er metið á bilinu 13,5-25 milljónir króna og fasteignamat þeirra lækkar að jafnaði um 9,5%. Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Heildarmat fasteigna á landinu lækkar um 8,6%. Fasteignaeigendur um allt land fá í dag og á morgun tilkynningar um niðurstöður fasteignamats fyrir árið 2011. Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar. Í lögum, sem tóku gildi í byrjun árs 2009, er kveðið á um að hver einasta fasteign skuli metin árlega í ljósi kaupsamninga um sambærilegar eignir og eigendum tilkynnt niðurstaðan í júnímánuði, að fram kemur í tilkynningu frá Fasteignaskrá Íslands. Þar segir ennfremur að fasteignamat á hverjum tíma skuli endurspegla markaðsverðmæti, staðgreiðsluverð, fasteignar í febrúar. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis fyrir árið 2010 var unnið á síðasta ári í samræmi við nýju lögin. Fasteignamat íbúðarhúsnæðis, sem nú er kynnt vegna ársins 2011, er því gert í annað sinn miðað við breyttar forsendur. Staðbundnar breytingar Mat á innan við 1% eigna á höfuðborgarsvæðinu hækkar. Lækkanir geta verið þar mismiklar, sem skýrist annars vegar af mismunandi verðþróun eftir hverfum og hins vegar af endurbættum matsaðferðum. Áhrif staðsetningar og annarra eiginleika á verðmat eigna voru endurskoðuð eftir því sem ástæða þótti til. Þannig á fasteignamat að endurspegla markaðsverð eins vel og unnt er við hvert endurmat. Hægt er að skoða töfluna í stærri upplausn með því að smella á myndina. Heildarfasteignamat á höfuðborgarsvæðinu lækkar um 10,4%, á Suðurnesjum um 7,4%, á Vesturlandi um 6,4%, á Vestfjörðum um 1,2%, á Norðurlandi vestra um 0,7%, á Norðurlandi eystra um 4,4%, á Austurlandi um 0,8% og á Suðurlandi um 3,4%. Nefna má Kórahverfi í Kópavogi og Úlfarsárdal í Reykjavík sem dæmi þar sem mat á íbúðareignum lækkar umfram meðaltal höfuðborgarsvæðisins en á hinn bóginn hækkar mat á flestum eignum neðst í Fossvogi og á sjávarlóðum á Arnarnesi. Vestmannaeyjar skera sig úr á lista yfir heildarmat fasteigna á landinu öllu. Þar hækkar matið um 10,4%. Sömuleiðis hækkar heildarmatið í Skútustaðahreppi um 7,7%, í Grýtubakkahreppi um 6,5%, á Höfn í Hornafirði um 5,5% og í Akrahreppi, Fljótsdalshreppi og Ásahreppi um 3,2-3,6% . Enn má nefna að mat á fasteignum tengdum virkjunum og stóriðju hækkar um tæplega 3%.Mat á 94% íbúðareigna landsmanna lækkar Alls eru skráðar um 124.000 íbúðareignir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er nú um 2.880 milljarðar króna en verður 2.590 milljarðar króna samkvæmt mati ársins 2011; lækkar með öðrum orðum um 10%. Fasteignamat á rúmlega 117.000 íbúðum lækkar (94% íbúðarhúsnæðis í landinu), mat á tæplega 7.000 íbúðum hækkar en mat á um 800 íbúðum er óbreytt. Verðmæti um helmings fullbúinna íbúða á landinu er metið á bilinu 13,5-25 milljónir króna og fasteignamat þeirra lækkar að jafnaði um 9,5%.
Mest lesið Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira