Viðskipti innlent

Embætti umboðsmanns skuldara auglýst til umsóknar

Mynd/Pjetur
Alþingi samþykkti fyrir helgi frumvarp til laga um nýtt embætti umboðsmanns skuldara. Umboðsmaður skuldara er ríkisstofnun sem hefur það hlutverk að gæta hagsmuna og réttinda skuldara eins og nánar er kveðið á um í lögunum. Embættið mun einnig annast fjármálaráðgjöf við einstaklinga sem til þessa hefur verið sinnt af Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna en starfsemi hennar rennur inn í embætti umboðsmanns.

Embætti umboðsmanns skuldara hefur verið auglýst til umsóknar og er umsóknarfrestur til 12. júlí en starfsemi embættisins hefst 1. ágúst næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×