Viðskipti innlent

LS fór eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar

Lánasjóður sveitarfélaga virðist vera eina lánastofnunin á landinu sem hefur farið eftir lögunum um ólögmæti gengistryggingar sem samþykkt voru á Alþingi árið 2001.

Óttar Guðjónsson framkvæmdastjóri sjóðsins segir að slík lán hafi verið veitt af hálfu sjóðsins fyrir árið 2001 þegar þau voru lögleg en eftir þann tíma hafi sjóðurinn ekki veitt slík lán.

Óttar segir að sjóðurinn hafi veitt sveitarfélögum lán í erlendum myntum á undanförnum árum en þar var um endurlán að ræða með vöxtum en ekki gengistryggingu.

Í tilkynningu frá LS til Kauphallarinnar segir að sjóðurinn hafi farið yfir dóm Hæstaréttar, sem kveðinn var upp þann 16. júní sl., þar sem íslensk gengistryggð lán voru dæmd ólögmæt.

Í dóminum er sérstaklega tekið fram að erlendar lántökur og lánveitingar eru heimilaðar. Í ljósi þessarar niðurstöðu er það mat lánasjóðsins að ekkert bendi til þess að þau erlendu lán sem lánasjóðurinn hefur endurlánað til sveitarfélaga séu í andstöðu við ákvæði laga um vexti og verðtryggingu nr. 38/2001.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×