Viðskipti innlent

Landsvirkjun: Ekki búið að semja við einn né neinn

Landsvirkjun.
Landsvirkjun.

Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, segir mikilvægt að það komi fram að engar viðræður hafa átt sér stað við kínversk fyrirtæki um aðkomu að byggingu Búðarhálsvirkjunar en ástæðan er ályktun Samiðnar þar sem það er gagnrýnt harðlega að það sé hugsanlegt að kínverskir verktakar muni koma að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar.

Samiðn segir að reynslan hafi sýnt að Kínverjar notist við eigið vinnuafl sem aftur bitnar á íslenskum verktökum.

Hörður áréttar að ekkert samkomulag sé fyrir hendi á milli Landsvirkjunar og kínverskra verktaka um að taka verkið að sér.

"Undirrituð hefur verið viljayfirlýsing eins og fram hefur komið, við kínverska fyrirtækið CWE og EXIM Bank. Viljayfirlýsingin felur ekki í sér neinar skuldbindingar heldur yfirlýsingu um að fyrirtækinu sé velkomið að bjóða í verkhluta Búðarhálsvirkjunar.

Verkið er boðið út í samræmi við lög um útboð á evrópska efnahagssvæðinu og lögum samkvæmt er erlendum fyrirtækjum því frjálst að bjóða í verkið. Landsvirkjun mun á engan hátt gera íslenskum verktökum erfitt fyrir að bjóða í verkið," segir Hörður.


Tengdar fréttir

Samiðn setur fram hörð mótmæli gegn Landsvirkjun

Stjórn Samiðnar mótmælir harðlega vilja Landsvirkjunar til að hleypa kínverskum verktökum að framkvæmdum vegna Búðarhálsvirkjunar og hefur sent stjórn Landsvirkjun ályktun þess efnis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×