Viðskipti innlent

Sendinefnd AGS með blaðamannafund

Franek Rozwadowski og Mark Flanagan
Franek Rozwadowski og Mark Flanagan Mynd/GVA
Fulltrúar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa boðað til kynningarfundar með blaðamönnum eftir hádegi vegna veru sendinefndar sjóðsins hér á landi.

Fulltrúarnir AGS hafa verið hér á landi í hálfan mánuð og átt í viðræðum við íslensk stjórnvöld um ýmis atriði er varða efnahagsáætlun Íslands. Heimsóknin er liður í undirbúningi að þriðju endurskoðun áætlunarinnar. Sendinefndin hefur meðal annars verið að kanna hvort ýmsar aðgerðir er snúa að fjárlagahallanum séu á áætlun, eða með öðrum orðum, hvort ríkið sé ekki örugglega að spara peninga og skera niður kostnað.

Á fundinum í dag kynna Mark Flanagan, yfirmaður sendinefndarinnar, og Franek Rozwadowski, sendifulltrúi sjóðsins á Íslandi, vinnu sendinefndarinnar og árangur viðræðna.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×