Viðskipti innlent

Fyrirtæki gætu flúið úr landi

Finnur Oddsson.
Finnur Oddsson. Mynd/GVA

Það að Actavis leiti nú að hentugri staðsetningu fyrir höfuðstöðvar sínar vekur spurningar um hvort fleiri fyrirtæki muni fylgja í kjölfarið. Það gefur einnig vísbendingar um að of margar brotalamir séu í rekstrarumhverfi hérlendis. Þetta segir Viðskiptaráð Íslands í frétt á heimasíðu sinni.

Þetta á sérstaklega við um tækni- og hugverkafyrirtæki, sem hafi veikari landfestar en framleiðslu- og þjónustufyrirtæki, segir í fréttinni. Nýlegar skattabreytingar virðast vera að hafa afdrifaríkar afleiðingar fyrir uppbyggingu atvinnustarfsemi á Íslandi og umhverfi fyrirtækja í of mörgum tilvikum verið breytt til hins verra. Því er ekki óeðlilegt að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem eiga þess kost kanni hvort hag þeirra sé betur borgið annars staðar að mati Finns Oddssonar, framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs.

Hann segir stjórnvöld þurfa að huga að þessu og laga það sem misfarist hefur. Þannig megi draga úr hvata til landflótta fyrirtækja. - þeb








Fleiri fréttir

Sjá meira


×