Viðskipti innlent

Fjölga ferðum til New York

Iceland Express hefur ákveðið að fjölga ferðum til og frá New York frá tveimur í viku uppí fjórar ferðir á viku í september. Um er að ræða um 4000 viðbótarsæti.

„Þessi nýja leið okkar hefur mælst gríðarlega vel fyrir," segir Matthías Imsland forstjóri Iceland Express í tilkynningu. „Sætanýting okkar á þessari leið er vel yfir 90 prósent og það er langt umfram það, sem við þorðum að vona."

Fram kemur í tilkynningunni að töluverður fjöldi erlendra farþega fyrirtækisins hefur haft viðdvöl á Íslandi á flugi sínu til og frá New York undanfarnar vikur með tilheyrandi hagsbótum fyrir samfélagið. Því sé ljóst af bókunum að fjölmargir farþegar ætli að staldra við hér á landi á næstu vikum á leið sinni yfir hafið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×