Dráttarvextir lækka um 0,5% frá og með 1. júlí og verða 15,0% fyrir þann mánuð. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Seðlabankanum.
Aðrir vextir haldast óbreyttir þannig að vextir óverðtryggðra lána verða áfram 8,25%, vextir verðtryggðra lána verða áfram 4,8% og vextir af skaðabótakröfum verða áfram 5,5%.