Viðskipti innlent

Kaupþing fær 26 milljarða frá Tchenguiz

Skilanefnd Kaupþings fær aðgang að 137 milljónum punda eða um 26 milljörðum kr. samkvæmt samkomulagi því sem nefndin hefur gert við breska fjárfestinn Robert Tchenguiz.

Þetta kemur fram í frétt í Guardian um málið. Þessi upphæð var áður fryst inn á reikningi á eyjunni Tortóla en verður nú flutt yfir á bankareiking í London sem er á vegum skilanefndarinnar.

Robert Tchenguiz var stærsti lántakandi Kaupþings áður en bankinn féll haustið 2008. Tchenguiz hafði fengið 1,6 milljarða punda að láni frá bankanum fyrir fallið eða yfir 300 milljarða kr.

Eins og fram hefur komið í fréttum stefndi Tchenguiz og krafði hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða króna á síðasta ári. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield verslunarkeðjunni sem skilanefndin taldi að hefði átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×