Fleiri fréttir

Darling varar við mun erfiðari stöðu verði Icesave fellt

Alistar Darling fjármálaráðherra Breta tjáði blaðamönnum í morgun að ef Íslendingar stæðu ekki við Icesave-samkomulagið yrði „staðan mun erfiðari". Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni þar sem greint er frá töfinni sem orðin er á ákvörðun forseta Íslands um að staðfesta eða fella Icesave frumvarpið.

Breska fjármálaeftirlitið reyndi ekki að stöðva innlánasöfnun

Breska fjármálaeftirlitið, FSA, aðhafðist ekkert til þess að hindra það að Kaupþing setti á fót Edge reikningana í Bretlandi átta mánuðum áður en bankinn hrundi. Ástæðan er sú að FSA taldi að með því að safna innlánum gæti bankinn bætt lausafjárstöðu sína. Frá þessu er sagt á vef Daily Telegraph í kvöld.

Um 21 þúsund kröfur þegar skráðar í Kaupþing

Búið er að skrá inn 21 þúsund kröfur í þrotabú Kaupþings, samkvæmt upplýsingum frá slitastjórn bankans. Heildarkröfur eru þó töluvert fleiri Kröfulýsingarfrestur rann út 30. desember síðastliðinn kröfulýsingarfresturinn. Kröfulýsingarskrá verður síðan birt 22. janúar.

AT&T lætur af stuðningi við Woods

AT&T ætlar að hætta að styrkja golfleikarann Tiger Woods sem tilkynnti í byrjun desember að hann myndi taka sér frí frá íþróttinni.

Lánshæfismat ríkissjóðs batnar, horfum breytt í stöðugar

Matsfyrirtækið Standard & Poors hefur endurmetið lánshæfismat sitt á ríkissjóði og breytt horfum úr neikvæðum og í stöðugar. Matið sjálft er óbreytt í BBB-. Tekið er fram í frétt frá Standard & Poors um málið að hér skipti afgreiðsla Alþingis á Icesave samkomulaginu mestu máli.

Kaupþingi í Lúx skipt upp í tvö félög

Kaupþingi í Lúxemborg var skipt upp í tvö félög við endurskipulagningu bankans. Öll lán til viðskiptavina, m.a. íslenskra útrásarvíkinga sem voru hluthafar í bankanum sjálfum, fóru inn í nýtt félag sem nú er stýrt af kröfuhöfum gamla bankans sem reyna hvað þeir geta til að hámarka endurheimtur sínar.

Velta skuldabréfa nam 7,8 milljörðum í dag

Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 7,79 milljörðum króna. Þar af var velta með verðtryggð íbúðabréf 1,66 milljarðar og velta með óverðtryggð ríkisbréf nam 6,13 milljarða króna.

Aflabrögð Granda með ágætum á árinu

Aflabrögð hjá togaraflota HB Granda voru með miklum ágætum á árinu sem nú er að líða. Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að alls hafi afli togaranna numið tæplega 47.700 tonnum og aflaverðmætið var rúmir 9,3 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Birkis Hrannars Hjálmarssonar, rekstrarstjóra togaranna.

Landsvirkjun kaupir Þeystareyki

Landsvirkjun og Norðurorka hafa gert samning um kaup Landsvirkjunar á 32% hlut Norðurorku í hlutafélaginu Þeistareykjum ehf. Eftir kaupin á Landsvirkjun 64% hlut í félaginu en aðrir hluthafar eru Orkuveita Húsavíkur og Þingeyjarsveit.

Íbúðaverð hefur ekki náð botninum

Greining Íslandsbanka segir að íbúðaverð hafi ekki enn náði boði. Það sem af árinu, það er frá desember í fyrra til nóvember síðastliðins, hefur verð á íbúðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu lækkað um 10% að nafnvirði miðað við vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu, að fram kemur í Morgunkorni bankans.

Farice ehf. með 9 milljarða í vanskilum, samið við kröfuhafa

Eignarhaldsfélagið Farice er nú með um 9 milljarða kr. af heildarskuldum sínum í vanskilum. Af þessum sökum hefur verið samið við kröfuhafa félagsins um að greiða ekki gjaldfallnar afborganir af skuldum sínum fram til loka febrúar á næsta ári. Á meðan verður rekstur Farice endurskipulagður.

Össur með nýjan samning um viðskiptavakt í kauphöllinni í Köben

Össur hf. hefur í dag gert samning við SEB Enskilda Equities um viðskiptavakt á hlutabréfum félagsins í kauphöll NASDAQ OMX í Kaupmannahöfn. Í tilkynningu frá félaginu segir að samningnum sé ætlað að auka viðskipti með hlutabréf Össurar í kauphöllinni í Kaupmannahöfn og stuðla að skilvirkri og gegnsærri verðmyndun á hlutabréfum félagsins.

Kaup á Árvakri verstu viðskipti ársins

Einungis fern viðskipti féllu í flokk með verstu viðskiptum ársins. Engir tveir þátttakendur í könnun Markaðarins völdu sömu viðskiptin utan ein, sem allir nema einn nefndu.

Ari Edwald, forstjóri 365 miðla: Ár millibilsástands

Árið 2009 var að mínu mati óttalegt leiðindaár. Ekki ár hörmunganna sjálfra, því bæði krónuhrunið og bankahrunið áttu sér stað á árinu 2008, eins og kunnugt er. En því miður varð árið 2009 ekki heldur það ár samstöðu og forystu til framtíðar sem er forsenda enduruppbyggingar íslensks efnahagslífs. Vonandi göngum við vasklegar til móts við árið 2010.

Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra: Verk að vinna

Árið 2009 var um margt ágætt ár, að minnsta kosti sé tekið tillit til þeirrar vöggugjafar sem það fékk frá forverum sínum. Á líðandi ári skýrðist smám saman við hvaða vanda við Íslendingar eigum að etja í efnahagsmálum og hverjar rætur hans eru. Jafnframt kom í ljós hvað gera þarf til að leysa vandann.

Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital: Hugsum til lengri tíma

Ég tel að ársins 2009 verði fyrst og fremst minnst sem árs aðgerðarleysis og doða. Að sumu leyti er það skiljanlegt; áfallið sem dundi yfir haustið 2008 var stórt og því er eðlilegt að það taki tíma að ná áttum. Nú er hins vegar kominn tími til að taka á sig rögg og horfa til framtíðar því við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp á nýjum grunni og setja okkur nýja og skýra framtíðarsýn.

Ódýrari endurfjármögnun bankanna

Endurfjármögnun stóru viðskiptabankanna þriggja reyndist talsvert ódýrari en óttast var í fyrstu. Við upphaf árs var reiknað með að ríkissjóður gæti þurft að leggja þeim til 385 milljarða króna. Um miðjan september samþykktu kröfuhafar Glitnis hins vegar að taka 95 prósenta hlut í

Ár rekstrarmannanna runnið upp

Þetta hefur verið ár íslenskra framleiðslu­fyrirtækja eftir mörg erfið undanfarin ár. Svo tók einn dómnefndarmanna til orða í rökstuðningi sínum fyrir vali á manni ársins í íslensku viðskiptalífi.

Ingólfur H. Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka: Ár endurreisnar í íslenskri hagsögu

Ársins 2009 verður eflaust minnst fyrir að vera ár endurreisnar í íslenskri hagsögu. Eftir að gjaldeyris- og bankakreppan brast á árið 2008 voru fjölmörg verkefni sem biðu úrlausnar á árinu 2009. Í efnahagsáætlun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda sem gerð var í nóvember 2008 voru lagðar línurnar í þessum verkum þar sem stefnt var að því að ná gengi krónunnar stöðugu, styrkja stöðu ríkissjóðs og að endurreisa íslenskt bankakerfi.

Á krossgötum

Eins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Markaðarins og skila honum fyrir hádegi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suðrænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega staðnæmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði.

Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: Samstaða um úrlausnir

Árið sem nú er að líða er án nokkurs vafa eitt mesta umbrotaár í seinni tíð á Íslandi. Í einu vetfangi breyttust efnahagslegar forsendur fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Í ljósi þessa hefur helsta viðfangsefni Íslandsbanka á árinu snúið að því að leita úrlausna fyrir viðskiptavini bankans.

Skráning Össurar í Kaupmannahöfn viðskipti ársins

Níu viðskipti komust á blað sem viðskipti ársins, að mati dómnefndar Markaðarins. Dómnefndin viðurkenndi að valið væri erfitt. Sumir sögðu mörg viðskipti hafa verið góð, aðrir að engin gætu fallið í þann flokk.

Margir komust á blað

Aðkoma erlendra fjárfesta hér og og alþjóðlegar tengingar Frónbúa við umheiminn voru dómnefnd Markaðarins ofarlega í huga að þessu sinni í vali á viðskiptum ársins. Það er enda skiljanlegt í skugga strangra gjaldeyrishafta sem reist hafa mörlandanum múr og lokað inni með íslenskar krónur í vasanum.

Krefjandi val í takt við erfitt ár

Alls voru 24 einstaklingar nefndir til sögunnar í vali á viðskiptamanni ársins. Dómnefnd fékk frjálsar hendur um valið en átti að velja þrjá einstaklinga sem töldust hafa skarað fram úr á árinu. Sá sem nefndur var fyrstur fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt.

Árið sem Ísland var gert upp

Áhrifa af ofhitnun hagkerfisins síðustu ár og hruninu í fyrra gætti enn á árinu sem er að líða. Í raun má segja að allt hafi verið á suðupunkti.

Sérstakur saksóknari

Mikið bar á Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara á árinu. Ólafur tók til starfa hjá embættinu í febrúar og voru starfsmenn þá fjórir. Eftir því sem rannsóknin á bankahruninu og venslum og tengslum við fjármálalífið hefur undið fram hefur starfsemin tútnað út. Starfsmenn eru nú 23 og flutti embættið í rýmra húsnæði í september.

Getur ekki afturkallað greiðslur frá Milestone til Ingunnar

Skiptastjóri þrotabús Milestone mun ekki geta afturkallað greiðslur upp á alls 5,2 milljarða króna til Ingunnar Wernersdóttur, systur Wernersbræðra, þar sem þær áttu sér stað meira en tveimur árum áður en Milestone fór í greiðslustöðvun.

Kaup Magma í HS hugsanlega ólögleg

Kaup kanadíska félagsins Magma Energy í HS orku, kunna að fara á svig við íslensk lög, að mati Lagastofnunar Háskólans. Endanleg niðurstaða um lögmætið fáist ekki nema fyrir dómstólum.

Össur hækkaði um 2,34%

Eik banki hækkaði um 7,19% í dag í viðskiptum sem námu 14 þúsund krónum. Össur banki hækkaði um 2,34% í viðskiptum sem námu tæpum 96 milljónum króna og Marel hækkaði um 0,16% í viðskiptum sem námu 86 milljónum króna.

Velta skuldabréfa nam 6,52 milljörðum í dag

Heildarvelta skuldabréfa á markaði í dag nam 6,52 milljörðum króna. Þar af var velgta með verðtryggð íbúðabréf 1,05 milljarðar og venta með óverðtryggð ríkisbréf nam 5,47 milljarða króna.

Völusteinn kaupir Festi á 3,2 milljarða

Skrifað hefur verið undir samning milli Jóns Auðunar Jónssonar hrl., skiptastjóra þrotabús útgerðarfyrirtækisins Festar ehf. í Hafnarfirði og eigenda Útgerðarfélagsins Völusteins ehf., um að Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. kaupi allan rekstur og eignir þrotabúsins, sex báta, fiskvinnslu og aflaheimildir. Kaupverðið er 3,2 milljarðar króna að því er fram kemur í tilkynningu frá Landsbankanum. Útgerðarfélagið Völusteinn ehf. er í eigu Ólafs Jens Daðasonar skipstjóra og Gunnars Torfasonar sjávarútvegsfræðings.

Íslenskur tölvuleikur um Þór vekur athygli á iTunes

Íslenskur tölvuleikur, iPhone leikurinn Þór - Sonur Óðins, er kominn út í iTunes verslun Apple. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Í tilkynningu segir að leikurinn sé gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi. „Leikurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim notendum sem hafa gefið honum góða einkunn. Leikurinn er þegar kominn á listann yfir 40 tekjuhæstu ævintýraleikina í verslun Apple, auk þess sem hann er á lista yfir nýja leiki sem þykja athyglisverðir að mati verslunarinnar.“

Feðgarnir í Fjarðarkaupum menn ársins

Feðgarnir í Fjarðarkaupum eru menn ársins 2009 í íslensku atvinnulífi, að mati Frjálsrar verslunar. Þetta eru þeir Sigurbergur Sveinsson og synir hans Sveinn og Gísli Þór.

Þrjú skuldbindandi tilboð í Skeljung og tengd félög

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. bárust þrjú skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í 49% hlut í Skeljungi hf. og tengdum félögum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Tilboðin voru opnuð mánudaginn 21. desember í viðurvist Sigurðar Páls Haukssonar, löggilts endurskoðanda, sem var tilnefndur sem óháður matsaðili.

Neytendur svartsýnir í árslok

Íslenskir neytendur eru langt frá því að vera bjartsýnir á horfur í efnahags- og atvinnumálum nú í árslok samkvæmt Væntingavísitölu Gallup sem birt var í hádeginu. Annan mánuðinn í röð lækkar vísitalan sem að mati Greiningar Íslandsbanka bendir til þess að svartsýnin í garð efnahags- og atvinnuástandsins sé að aukast og ráði ríkjum á meðal íslenskra neytenda um þessar mundir. Í Morgunkorni bankans kemur fram að þetta er svipuð þróun og annars staðar.

Gjaldþrot Seðlabankans vegur þungt

Vextir og verðbætur af skuld ríkissjóðs vegna gjaldþrots Seðlabankans samsvara öllum þeim skattahækkunum sem boðaðar hafa verið á næsta ári að sögn Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. Hún segir að ef Icesave frumvarpið verði fellt muni það tefja endurreisn efnahagslífsins.

Ekkert nýtt að frétta af sölumálum West Ham

Hópur bandarískra fjárfesta með aðsetur í London ætlar að gera tilboð í enska knattspyrnuliðið West Ham United sem er í eigu Straums. Sky Sports greinir frá þessu og segir að fjárfestingafélagið Inter Market ætli sér að bjóða 100 milljónir punda í félagið sem er 50 milljónum meira en nafnarnir David Gold og Sullivan buðu fyrr í mánuðinum. Því boði var hafnað af CB Holding, dótturfélagi Straums. Upplýsingafulltrúi Straums segir ekkert nýtt í stöðunni.

Sjá næstu 50 fréttir