Viðskipti innlent

Þrjú skuldbindandi tilboð í Skeljung og tengd félög

Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. bárust þrjú skuldbindandi tilboð með fyrirvörum í 49% hlut í Skeljungi hf. og tengdum félögum að því er fram kemur í tilkynningu frá Íslandsbanka. Tilboðin voru opnuð mánudaginn 21. desember í viðurvist Sigurðar Páls Haukssonar, löggilts endurskoðanda, sem var tilnefndur sem óháður matsaðili.

„Söluferlið var opið öllum áhugasömum fjárfestum sem uppfylltu skilyrði til þess að geta talist fagfjárfestar samkvæmt lögum nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, einstaklingum sem hafa verulegan fjárhagslegan styrk og viðeigandi þekkingu, auk fyrirtækja sem höfðu eiginfjárstöðu sem var hærri en sem nemur 100 m. kr. í árslok 2008," segir ennfremur.

Öllum þremur tilboðsgjöfum verður gefinn kostur á áframhaldandi þátttöku í söluferlinu og veittur aðgangur að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. „Stefnt er að því að bindandi tilboð án fyrirvara berist í byrjun febrúar 2010."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×