Íslenskur tölvuleikur um Þór vekur athygli á iTunes 29. desember 2009 16:48 Íslenskur tölvuleikur, iPhone leikurinn Þór - Sonur Óðins, er kominn út í iTunes verslun Apple. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Í tilkynningu segir að leikurinn sé gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi. „Leikurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim notendum sem hafa gefið honum góða einkunn. Leikurinn er þegar kominn á listann yfir 40 tekjuhæstu ævintýraleikina í verslun Apple, auk þess sem hann er á lista yfir nýja leiki sem þykja athyglisverðir að mati verslunarinnar." Leikurinn var í vinnslu í tæpt ár hjá On the rocks sem sjá um leikskipulag, verkefnastjórn og forritun í samstarfi við Three Melons. „CAOZ sá um alla myndvinnslu og hreyfimyndir í leikinn en útlit hans hefur vakið mikla athygli í þeirri umfjöllun sem birst hefur um hann. Leikurinn er unnin sérstaklega fyrir iPhone og iTouch frá Apple." Í leiknum leiðir leikmaðurinn Þór í gegnum þautir í mannheimum, jötunheimum og undirheimum þar sem Þór þarf meðal annars að sigra Þrym - konung jötna, og hina illu Hel - drottningu undirheimanna. Leikmaðurinn safnar stigum og leysir þrautir á leið sinni til að bjarga mannheimum frá illum örlögum. Auk þess er hægt að leysa sérstakar þrautir og vinna auka líf, fatist leikmanni flugið á leið sinni í gegnum leikinn. Hægt er að vera með allt að 4 notendur skráða í leiknum og geta því vinir og fjölskyldur reynt með sér í leiknum. Fyrstu dómar sem birst hafa um leikinn hafa jafnframt verið mjög jákvæðir. „Listræn framsetning er frábær og jafnvel þó að leikaðferðin sé einföld, hafði ég mjög gaman að spila Þór" skrifar gagnrýnandi á Touch Arcade síðunni sem fjallar eingöngu um iPhone leiki. „Það er frábært að fá svona góðar viðtökur strax og er mikilvægt fyrir frekari kynningu á leiknum og vonandi enn betri árangurs og sölu" segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri On the Rocks Productions. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ segir leikinn mjög gott dæmi um það hvernig íslensku hugviti, skapandi listum og tækni sé teflt saman á árangursríkan máta. „Fyrir okkur er þetta líka enn ein sönnun þess hvað sagnaarfurinn okkar er frábær uppspretta nýrra hugmynda og á svo sannarlega erindi við nútímann", bætir Hilmar við. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Íslenskur tölvuleikur, iPhone leikurinn Þór - Sonur Óðins, er kominn út í iTunes verslun Apple. Leikurinn er byggður á sögu úr væntanlegri kvikmynd CAOZ um þrumuguðinn Þór. Í tilkynningu segir að leikurinn sé gefinn út af bandaríska fyrirtækinu Freeverse sem m.a. hefur sett á markað í iTunes verslunni tvo af 10 söluhæstu leikjum Apple-verslunarinnar frá upphafi. „Leikurinn hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá þeim notendum sem hafa gefið honum góða einkunn. Leikurinn er þegar kominn á listann yfir 40 tekjuhæstu ævintýraleikina í verslun Apple, auk þess sem hann er á lista yfir nýja leiki sem þykja athyglisverðir að mati verslunarinnar." Leikurinn var í vinnslu í tæpt ár hjá On the rocks sem sjá um leikskipulag, verkefnastjórn og forritun í samstarfi við Three Melons. „CAOZ sá um alla myndvinnslu og hreyfimyndir í leikinn en útlit hans hefur vakið mikla athygli í þeirri umfjöllun sem birst hefur um hann. Leikurinn er unnin sérstaklega fyrir iPhone og iTouch frá Apple." Í leiknum leiðir leikmaðurinn Þór í gegnum þautir í mannheimum, jötunheimum og undirheimum þar sem Þór þarf meðal annars að sigra Þrym - konung jötna, og hina illu Hel - drottningu undirheimanna. Leikmaðurinn safnar stigum og leysir þrautir á leið sinni til að bjarga mannheimum frá illum örlögum. Auk þess er hægt að leysa sérstakar þrautir og vinna auka líf, fatist leikmanni flugið á leið sinni í gegnum leikinn. Hægt er að vera með allt að 4 notendur skráða í leiknum og geta því vinir og fjölskyldur reynt með sér í leiknum. Fyrstu dómar sem birst hafa um leikinn hafa jafnframt verið mjög jákvæðir. „Listræn framsetning er frábær og jafnvel þó að leikaðferðin sé einföld, hafði ég mjög gaman að spila Þór" skrifar gagnrýnandi á Touch Arcade síðunni sem fjallar eingöngu um iPhone leiki. „Það er frábært að fá svona góðar viðtökur strax og er mikilvægt fyrir frekari kynningu á leiknum og vonandi enn betri árangurs og sölu" segir Pétur Sigurðsson, framkvæmdastjóri On the Rocks Productions. Hilmar Sigurðsson, framkvæmdastjóri CAOZ segir leikinn mjög gott dæmi um það hvernig íslensku hugviti, skapandi listum og tækni sé teflt saman á árangursríkan máta. „Fyrir okkur er þetta líka enn ein sönnun þess hvað sagnaarfurinn okkar er frábær uppspretta nýrra hugmynda og á svo sannarlega erindi við nútímann", bætir Hilmar við.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf Fleiri fréttir Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Stækka hótelveldið á Suðurlandi Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent