Krefjandi val í takt við erfitt ár 30. desember 2009 04:00 MP Banki á rætur að rekja til fyrirtækisins MP Verðbréfa sem Margeir Pétursson stofnaði í félagi við annan mann fyrir áratug. Bankinn er sagður hafa komið sterkur inn í fjármálakreppunna og tekist að nýta sér þau tækifæri sem þar buðust. Alls voru 24 einstaklingar nefndir til sögunnar í vali á viðskiptamanni ársins. Dómnefnd fékk frjálsar hendur um valið en átti að velja þrjá einstaklinga sem töldust hafa skarað fram úr á árinu. Sá sem nefndur var fyrstur fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Ellefu sátu í dómnefndinni að þessu sinni. Þeir eru flestir úr atvinnulífinu auk kennara við viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hér á eftir verða þeir nefndir sem lentu í þriðja til fimmta sæti yfir viðskiptamenn ársins að mati dómnefndar Markaðarins. 3. sætibrosað í kampinn Árni Oddur Þórðarson ásamt Erik Kaman, fjármálastjóra Marels. Fréttablaðið/ÓKÁSkákmaðurinn Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka, lenti í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins að þessu sinni. Dómnefndin sagði um Margeir að banki hans hafi staðið af sér storminn og nýtt sér vel það tómarúm sem varð til við fall bankanna í fyrrahaust. MP Banki fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári og kom það sér vel. Í kjölfar falls Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (Spron) í mars síðastliðnum gerði MP Banki tilboð í vörumerki sparisjóðsins auk Netbankans, nb.is og hafði á prjónunum að reka þrjú útibú hans undir merkjum Spron. Ætlunin var að viðhalda vörumerkinu, sem hafði notið mikillar velvildar um árabil. Um þetta leyti höfðu innistæður verið fluttar úr Spron til Nýja Kaupþings (nú Arion banki). Bankinn neitaði að færa þær til baka og varð því ekkert úr viðskiptunum. Í staðinn opnaði MP Banki eigin netbanka og réð hluta af starfsfólki Spron til sín. Fyrsta útibú MP Banka var síðan opnað á tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins í Borgartúni hvar eitt útibúa Spron hafði áður verið til húsa. Starfsmenn MP Banka, sem hóf starfsemi sem MP Verðbréf fyrir áratug, eru nú 89. Þar af eru 76 hér en þrettán í Litháen. Gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsfólks í janúar þegar bankinn færir höfuðstöðvar sínar eftir áramótin. 4. sætiviðskiptamaður undir ratsjá Friðrik í Melabúðinni er sagður hafa báða fætur á jörðinni og því eigi hann að vera meðal viðskiptamanna ársins. Markaðurinn/antonÁrni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, er í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Óhikað má segja að Eyrir Invest hafi tekið bikarinn heim þetta árið en fjárfestingafélagið er stærsti hluthafi matvælavinnsluframleiðandans Marels, sem komst á blað yfir viðskipti ársins en Árni Oddur er stjórnarformaður þess. Þá er Eyrir Invest annar stærsti hluthafi stoðtækjafyrirtækisins Össurar og er Þórður Magnússon, faðir Árna Odds, varaformaður stjórnar Össurar. Þá er Þórður jafnframt stjórnarformaður netfyrirtækisins Calidris, sem lenti í 5. til 11. sæti. Árni Oddur og félög tengd Eyri Invest hafa jafnan skorað hátt hjá dómnefnd Markaðarins upp á síðkastið. Óþarfi er að tíunda frekar um Jón Sigurðsson og Össur. Þá voru kaup Marels á hollenska iðnfyrirtækinu Stork Food Systems viðskipti ársins í fyrra. Árni Oddur á sæti í stjórn Stork. 5.-11. sætibrosað í kreppu Svava Johansen opnaði tuttugustu verslun NTC í vetur. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í tilefni af því að mikilvægt væri að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. Sex einstaklingar deila með sér næstu sætum með jafnmörg stig. Þeir koma hver úr sinni áttinni en eiga það sammerkt með þeim Jóni Sigurðssyni, Hilmari, Margeiri og Árna Oddi að teljast rekstrarfólk. Einn þeirra fellur þó ekki í þann flokk. Sá er leikarinn og fjöllistamaðurinn Jón Gnarr. Rökstuðningurinn fyrir vali hans var sá að Jón og Pétur Jóhann Sigfússon, sem sami dómari setti í annað val, hafi lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að landa samningum við erlend fyrirtæki með vörur sínar. Í ofanálag hafi þeir selt mynddiska með þrennunni Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin í tugþúsundatali fyrir jólin 2009 á innlendum markaði. Uppskeran á erlendum mörkuðum muni koma í ljós á næstu tveimur árum. Hinir eru eftirfarandi í stafrófsröð: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta; Friðrik Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni í Reykjavík; Jón Norland, framkvæmdastjóri Smith & Norland; Magnús I. Óskarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda netfyrirtækisins Calidris; og Svava Johansen, forstjóri tískuvörukeðjunnar NTC, en gjarnan kennd við verslunina Sautján. Um valið segir dómnefndin að viðskiptamennirnir séu með báða fæturna á jörðinni og uppskeri í samræmi við það. Þá hafi þeir rekið sín fyrirtæki af festu og yfirvegun og hafa ekki orðið öðrum til skaða. Svövu er lyft á stall fyrir að láta ekki bölmóðinn á sig fá, synda á móti straumnum og opna nýja verslun undir merkjum Gallerís Sautján í Smáralind á haustdögum á sama tíma og flestir héldu að sér höndum. leikarinn Jóni Gnarr er talið til tekna að hafa lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að eiga hlut að því að landa samningum við erlend fyrirtæki um sölu á vöru sinni, Vakta-þrennunni. Markaðurinn/Heiða Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Alls voru 24 einstaklingar nefndir til sögunnar í vali á viðskiptamanni ársins. Dómnefnd fékk frjálsar hendur um valið en átti að velja þrjá einstaklinga sem töldust hafa skarað fram úr á árinu. Sá sem nefndur var fyrstur fékk þrjú stig, sá næsti tvö stig og sá þriðji eitt. Ellefu sátu í dómnefndinni að þessu sinni. Þeir eru flestir úr atvinnulífinu auk kennara við viðskiptafræðideildir Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík. Hér á eftir verða þeir nefndir sem lentu í þriðja til fimmta sæti yfir viðskiptamenn ársins að mati dómnefndar Markaðarins. 3. sætibrosað í kampinn Árni Oddur Þórðarson ásamt Erik Kaman, fjármálastjóra Marels. Fréttablaðið/ÓKÁSkákmaðurinn Margeir Pétursson, stofnandi og stjórnarformaður MP Banka, lenti í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins að þessu sinni. Dómnefndin sagði um Margeir að banki hans hafi staðið af sér storminn og nýtt sér vel það tómarúm sem varð til við fall bankanna í fyrrahaust. MP Banki fékk viðskiptabankaleyfi á síðasta ári og kom það sér vel. Í kjölfar falls Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (Spron) í mars síðastliðnum gerði MP Banki tilboð í vörumerki sparisjóðsins auk Netbankans, nb.is og hafði á prjónunum að reka þrjú útibú hans undir merkjum Spron. Ætlunin var að viðhalda vörumerkinu, sem hafði notið mikillar velvildar um árabil. Um þetta leyti höfðu innistæður verið fluttar úr Spron til Nýja Kaupþings (nú Arion banki). Bankinn neitaði að færa þær til baka og varð því ekkert úr viðskiptunum. Í staðinn opnaði MP Banki eigin netbanka og réð hluta af starfsfólki Spron til sín. Fyrsta útibú MP Banka var síðan opnað á tíu ára starfsafmæli fyrirtækisins í Borgartúni hvar eitt útibúa Spron hafði áður verið til húsa. Starfsmenn MP Banka, sem hóf starfsemi sem MP Verðbréf fyrir áratug, eru nú 89. Þar af eru 76 hér en þrettán í Litháen. Gert er ráð fyrir nokkurri fjölgun starfsfólks í janúar þegar bankinn færir höfuðstöðvar sínar eftir áramótin. 4. sætiviðskiptamaður undir ratsjá Friðrik í Melabúðinni er sagður hafa báða fætur á jörðinni og því eigi hann að vera meðal viðskiptamanna ársins. Markaðurinn/antonÁrni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest, er í þriðja sæti í vali á viðskiptamanni ársins að mati dómnefndar Markaðarins. Óhikað má segja að Eyrir Invest hafi tekið bikarinn heim þetta árið en fjárfestingafélagið er stærsti hluthafi matvælavinnsluframleiðandans Marels, sem komst á blað yfir viðskipti ársins en Árni Oddur er stjórnarformaður þess. Þá er Eyrir Invest annar stærsti hluthafi stoðtækjafyrirtækisins Össurar og er Þórður Magnússon, faðir Árna Odds, varaformaður stjórnar Össurar. Þá er Þórður jafnframt stjórnarformaður netfyrirtækisins Calidris, sem lenti í 5. til 11. sæti. Árni Oddur og félög tengd Eyri Invest hafa jafnan skorað hátt hjá dómnefnd Markaðarins upp á síðkastið. Óþarfi er að tíunda frekar um Jón Sigurðsson og Össur. Þá voru kaup Marels á hollenska iðnfyrirtækinu Stork Food Systems viðskipti ársins í fyrra. Árni Oddur á sæti í stjórn Stork. 5.-11. sætibrosað í kreppu Svava Johansen opnaði tuttugustu verslun NTC í vetur. Hún sagði í samtali við Fréttablaðið í tilefni af því að mikilvægt væri að láta neikvæða umræðu ekki hafa áhrif á sig. Sex einstaklingar deila með sér næstu sætum með jafnmörg stig. Þeir koma hver úr sinni áttinni en eiga það sammerkt með þeim Jóni Sigurðssyni, Hilmari, Margeiri og Árna Oddi að teljast rekstrarfólk. Einn þeirra fellur þó ekki í þann flokk. Sá er leikarinn og fjöllistamaðurinn Jón Gnarr. Rökstuðningurinn fyrir vali hans var sá að Jón og Pétur Jóhann Sigfússon, sem sami dómari setti í annað val, hafi lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að landa samningum við erlend fyrirtæki með vörur sínar. Í ofanálag hafi þeir selt mynddiska með þrennunni Næturvaktin, Dagvaktin og Fangavaktin í tugþúsundatali fyrir jólin 2009 á innlendum markaði. Uppskeran á erlendum mörkuðum muni koma í ljós á næstu tveimur árum. Hinir eru eftirfarandi í stafrófsröð: Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Skipta; Friðrik Guðmundsson, kaupmaður í Melabúðinni í Reykjavík; Jón Norland, framkvæmdastjóri Smith & Norland; Magnús I. Óskarsson, framkvæmdastjóri og einn stofnenda netfyrirtækisins Calidris; og Svava Johansen, forstjóri tískuvörukeðjunnar NTC, en gjarnan kennd við verslunina Sautján. Um valið segir dómnefndin að viðskiptamennirnir séu með báða fæturna á jörðinni og uppskeri í samræmi við það. Þá hafi þeir rekið sín fyrirtæki af festu og yfirvegun og hafa ekki orðið öðrum til skaða. Svövu er lyft á stall fyrir að láta ekki bölmóðinn á sig fá, synda á móti straumnum og opna nýja verslun undir merkjum Gallerís Sautján í Smáralind á haustdögum á sama tíma og flestir héldu að sér höndum. leikarinn Jóni Gnarr er talið til tekna að hafa lyft þjóðinni upp í þrengingum auk þess að eiga hlut að því að landa samningum við erlend fyrirtæki um sölu á vöru sinni, Vakta-þrennunni. Markaðurinn/Heiða
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira