Á krossgötum 30. desember 2009 06:00 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Eins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Markaðarins og skila honum fyrir hádegi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suðrænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega staðnæmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði. Spurning næstu kynslóðarNiðurstaða mín var sú að tveir möguleikar kæmu til greina og sá fyrri væri eitthvað á þessa leið: „Hvað voruð þið að hugsa? Sáuð þið virkilega ekki að þið gerðuð hverja vitleysuna á fætur annarri? Voru skattahækkanir, háir vextir og ríkisvæðing atvinnulífsins eina leiðin sem þið komuð auga á, þótt þekkt hefði verið í áttatíu ár að slíkar áherslur leiddu efnahagslífið eingöngu í enn meiri ógöngur? Eða hún myndi spyrja: „Hvernig fóruð þið að þessu? Ykkur tókst að vinna ykkur út úr þessari hræðilegu bankakreppu á undraverðum hraða þannig að aðdáun vakti um heim allan. Ég er stolt af því hvernig þið lögðuð grunn að öflugum markaðsbúskap á ný sem er í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er gott að vera Íslendingur.“ minni kreppa en spáð varNú rúmu ári eftir hrunið er erfitt að átta sig á því hvor niðurstaðan er líklegri. Þegar litið er á helstu hagstærðir virðist mega draga þá ályktun að okkur hafi farnast ívið betur en búist var við. Þannig hefur landsframleiðsla á árinu 2009 dregist minna saman en spáð var, atvinnuleysi er einnig minna og viðskiptin við útlönd hafa verið hagstæðari en reiknað var með. Á móti hefur hins vegar endurskipulagning hagkerfisins gengið hægt og efast má um margt sem þar hefur verið gert – og ekki gert. jákvæð merki á markaðiVið þetta má bæta af því að Kauphöllin stendur mér nærri að á þeim vettvangi hafa birst ýmis jákvæð teikn. Til marks um það er hröð endurreisn skuldabréfamarkaðar á árinu 2009. Þar erum við á áætlun – og virkur skuldabréfamarkaður er einn af hornsteinum skilvirks markaðsbúskapar. Við bjuggumst ekki við miklu af hlutabréfamarkaði á líðandi ári, þótt þar hafi einnig gerst jákvæðir hlutir, meðal annars sala Marel á hlutum til Columbia Wanger og vel heppnað hlutabréfaútboð fyrirtækisins. Við væntum þess hins vegar – og munum gera það sem í okkar valdi stendur – að hann nái sér á strik á komandi ári. Sex atriðiEnginn vafi er á því að við erum á krossgötum um þessar mundir. Réttar ákvarðanir núna skipta miklu máli fyrir hagvöxt og velferð í framtíðinni. Ég vil nefna hér á eftir sex atriði sem að ég tel brýnt að hafa sérstaklega í huga á þessum krossgötum. 1. Leysa þarf sem fyrst atvinnulífið úr viðjum ríkis- og bankavæðingar. Ríkisbúskapur af því tagi sem við búum nú við getur ekki borið uppi hagvöxt og velmegun til framtíðar. 2. Nýta verður hlutabréfamarkaðinn til að losa okkur úr þessum viðjum. Hann er öflugt tæki til þess að auka valddreifingu, gegnsæi og reisa efnahagslífið við. 3. Gegnsæi þarf að vera á borði, ekki bara í orði. Meðal annars þarf að endurbæta vinnulag við sölu fyrirtækja og eignarhald banka verður að vera gegnsætt. 4. Töluverðar hættur felast í framlengingu gjaldeyrishafta: óbeinn kostnaður, trúverðugleiki skaðast og spilling eykst. 5. Efnahagsstefnan má ekki vera úr takti við hagsveifluna. Í núverandi stöðu hagsveiflunnar er vafasamt að aðhaldsstig ríkisfjár- og peningamála sé rétt stillt. Hugsanlega er víðs fjarri að svo sé. 6. Draga þarf réttan lærdóm af fjármálakreppunni/bankahruninu. Sníða þarf agnúa af markaðshagkerfinu en ekki snúa baki við kerfi sem reynst hefur vel um langt skeið og stuðlað að mikilli velmegun. börnin líta um öxlÞegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremmingarnar sem sóttu að þjóðinni undir lok fyrsta áratugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggjuviti og yfirvegun ráðandi kynslóðar á þeim tíma – og enn verði hér í boði AB mjólk – og önnur lífsgæði – í hæsta gæðaflokki. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Eins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Markaðarins og skila honum fyrir hádegi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suðrænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega staðnæmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði. Spurning næstu kynslóðarNiðurstaða mín var sú að tveir möguleikar kæmu til greina og sá fyrri væri eitthvað á þessa leið: „Hvað voruð þið að hugsa? Sáuð þið virkilega ekki að þið gerðuð hverja vitleysuna á fætur annarri? Voru skattahækkanir, háir vextir og ríkisvæðing atvinnulífsins eina leiðin sem þið komuð auga á, þótt þekkt hefði verið í áttatíu ár að slíkar áherslur leiddu efnahagslífið eingöngu í enn meiri ógöngur? Eða hún myndi spyrja: „Hvernig fóruð þið að þessu? Ykkur tókst að vinna ykkur út úr þessari hræðilegu bankakreppu á undraverðum hraða þannig að aðdáun vakti um heim allan. Ég er stolt af því hvernig þið lögðuð grunn að öflugum markaðsbúskap á ný sem er í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er gott að vera Íslendingur.“ minni kreppa en spáð varNú rúmu ári eftir hrunið er erfitt að átta sig á því hvor niðurstaðan er líklegri. Þegar litið er á helstu hagstærðir virðist mega draga þá ályktun að okkur hafi farnast ívið betur en búist var við. Þannig hefur landsframleiðsla á árinu 2009 dregist minna saman en spáð var, atvinnuleysi er einnig minna og viðskiptin við útlönd hafa verið hagstæðari en reiknað var með. Á móti hefur hins vegar endurskipulagning hagkerfisins gengið hægt og efast má um margt sem þar hefur verið gert – og ekki gert. jákvæð merki á markaðiVið þetta má bæta af því að Kauphöllin stendur mér nærri að á þeim vettvangi hafa birst ýmis jákvæð teikn. Til marks um það er hröð endurreisn skuldabréfamarkaðar á árinu 2009. Þar erum við á áætlun – og virkur skuldabréfamarkaður er einn af hornsteinum skilvirks markaðsbúskapar. Við bjuggumst ekki við miklu af hlutabréfamarkaði á líðandi ári, þótt þar hafi einnig gerst jákvæðir hlutir, meðal annars sala Marel á hlutum til Columbia Wanger og vel heppnað hlutabréfaútboð fyrirtækisins. Við væntum þess hins vegar – og munum gera það sem í okkar valdi stendur – að hann nái sér á strik á komandi ári. Sex atriðiEnginn vafi er á því að við erum á krossgötum um þessar mundir. Réttar ákvarðanir núna skipta miklu máli fyrir hagvöxt og velferð í framtíðinni. Ég vil nefna hér á eftir sex atriði sem að ég tel brýnt að hafa sérstaklega í huga á þessum krossgötum. 1. Leysa þarf sem fyrst atvinnulífið úr viðjum ríkis- og bankavæðingar. Ríkisbúskapur af því tagi sem við búum nú við getur ekki borið uppi hagvöxt og velmegun til framtíðar. 2. Nýta verður hlutabréfamarkaðinn til að losa okkur úr þessum viðjum. Hann er öflugt tæki til þess að auka valddreifingu, gegnsæi og reisa efnahagslífið við. 3. Gegnsæi þarf að vera á borði, ekki bara í orði. Meðal annars þarf að endurbæta vinnulag við sölu fyrirtækja og eignarhald banka verður að vera gegnsætt. 4. Töluverðar hættur felast í framlengingu gjaldeyrishafta: óbeinn kostnaður, trúverðugleiki skaðast og spilling eykst. 5. Efnahagsstefnan má ekki vera úr takti við hagsveifluna. Í núverandi stöðu hagsveiflunnar er vafasamt að aðhaldsstig ríkisfjár- og peningamála sé rétt stillt. Hugsanlega er víðs fjarri að svo sé. 6. Draga þarf réttan lærdóm af fjármálakreppunni/bankahruninu. Sníða þarf agnúa af markaðshagkerfinu en ekki snúa baki við kerfi sem reynst hefur vel um langt skeið og stuðlað að mikilli velmegun. börnin líta um öxlÞegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremmingarnar sem sóttu að þjóðinni undir lok fyrsta áratugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggjuviti og yfirvegun ráðandi kynslóðar á þeim tíma – og enn verði hér í boði AB mjólk – og önnur lífsgæði – í hæsta gæðaflokki.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira