Á krossgötum 30. desember 2009 06:00 Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar. Eins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Markaðarins og skila honum fyrir hádegi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suðrænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega staðnæmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði. Spurning næstu kynslóðarNiðurstaða mín var sú að tveir möguleikar kæmu til greina og sá fyrri væri eitthvað á þessa leið: „Hvað voruð þið að hugsa? Sáuð þið virkilega ekki að þið gerðuð hverja vitleysuna á fætur annarri? Voru skattahækkanir, háir vextir og ríkisvæðing atvinnulífsins eina leiðin sem þið komuð auga á, þótt þekkt hefði verið í áttatíu ár að slíkar áherslur leiddu efnahagslífið eingöngu í enn meiri ógöngur? Eða hún myndi spyrja: „Hvernig fóruð þið að þessu? Ykkur tókst að vinna ykkur út úr þessari hræðilegu bankakreppu á undraverðum hraða þannig að aðdáun vakti um heim allan. Ég er stolt af því hvernig þið lögðuð grunn að öflugum markaðsbúskap á ný sem er í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er gott að vera Íslendingur.“ minni kreppa en spáð varNú rúmu ári eftir hrunið er erfitt að átta sig á því hvor niðurstaðan er líklegri. Þegar litið er á helstu hagstærðir virðist mega draga þá ályktun að okkur hafi farnast ívið betur en búist var við. Þannig hefur landsframleiðsla á árinu 2009 dregist minna saman en spáð var, atvinnuleysi er einnig minna og viðskiptin við útlönd hafa verið hagstæðari en reiknað var með. Á móti hefur hins vegar endurskipulagning hagkerfisins gengið hægt og efast má um margt sem þar hefur verið gert – og ekki gert. jákvæð merki á markaðiVið þetta má bæta af því að Kauphöllin stendur mér nærri að á þeim vettvangi hafa birst ýmis jákvæð teikn. Til marks um það er hröð endurreisn skuldabréfamarkaðar á árinu 2009. Þar erum við á áætlun – og virkur skuldabréfamarkaður er einn af hornsteinum skilvirks markaðsbúskapar. Við bjuggumst ekki við miklu af hlutabréfamarkaði á líðandi ári, þótt þar hafi einnig gerst jákvæðir hlutir, meðal annars sala Marel á hlutum til Columbia Wanger og vel heppnað hlutabréfaútboð fyrirtækisins. Við væntum þess hins vegar – og munum gera það sem í okkar valdi stendur – að hann nái sér á strik á komandi ári. Sex atriðiEnginn vafi er á því að við erum á krossgötum um þessar mundir. Réttar ákvarðanir núna skipta miklu máli fyrir hagvöxt og velferð í framtíðinni. Ég vil nefna hér á eftir sex atriði sem að ég tel brýnt að hafa sérstaklega í huga á þessum krossgötum. 1. Leysa þarf sem fyrst atvinnulífið úr viðjum ríkis- og bankavæðingar. Ríkisbúskapur af því tagi sem við búum nú við getur ekki borið uppi hagvöxt og velmegun til framtíðar. 2. Nýta verður hlutabréfamarkaðinn til að losa okkur úr þessum viðjum. Hann er öflugt tæki til þess að auka valddreifingu, gegnsæi og reisa efnahagslífið við. 3. Gegnsæi þarf að vera á borði, ekki bara í orði. Meðal annars þarf að endurbæta vinnulag við sölu fyrirtækja og eignarhald banka verður að vera gegnsætt. 4. Töluverðar hættur felast í framlengingu gjaldeyrishafta: óbeinn kostnaður, trúverðugleiki skaðast og spilling eykst. 5. Efnahagsstefnan má ekki vera úr takti við hagsveifluna. Í núverandi stöðu hagsveiflunnar er vafasamt að aðhaldsstig ríkisfjár- og peningamála sé rétt stillt. Hugsanlega er víðs fjarri að svo sé. 6. Draga þarf réttan lærdóm af fjármálakreppunni/bankahruninu. Sníða þarf agnúa af markaðshagkerfinu en ekki snúa baki við kerfi sem reynst hefur vel um langt skeið og stuðlað að mikilli velmegun. börnin líta um öxlÞegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremmingarnar sem sóttu að þjóðinni undir lok fyrsta áratugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggjuviti og yfirvegun ráðandi kynslóðar á þeim tíma – og enn verði hér í boði AB mjólk – og önnur lífsgæði – í hæsta gæðaflokki. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira
Eins og flesta morgna vaknaði ég snemma með dóttur minni. Fyrir mér lá meðal annars að skrifa stuttan pistil í áramótablað Markaðarins og skila honum fyrir hádegi. Þegar ég hellti AB-mjólkinni með suðrænum ávöxtum í skálina handa henni fór ég að velta því fyrir mér hvað ég ætti að skrifa um við þessi tímamót. Fljótlega staðnæmdust hugsanir mínar við hvað þessi unga dama mundi spyrja mig um þegar áhugi hennar vaknaði síðar meir á sögunni, þjóðfélaginu og hagfræði. Spurning næstu kynslóðarNiðurstaða mín var sú að tveir möguleikar kæmu til greina og sá fyrri væri eitthvað á þessa leið: „Hvað voruð þið að hugsa? Sáuð þið virkilega ekki að þið gerðuð hverja vitleysuna á fætur annarri? Voru skattahækkanir, háir vextir og ríkisvæðing atvinnulífsins eina leiðin sem þið komuð auga á, þótt þekkt hefði verið í áttatíu ár að slíkar áherslur leiddu efnahagslífið eingöngu í enn meiri ógöngur? Eða hún myndi spyrja: „Hvernig fóruð þið að þessu? Ykkur tókst að vinna ykkur út úr þessari hræðilegu bankakreppu á undraverðum hraða þannig að aðdáun vakti um heim allan. Ég er stolt af því hvernig þið lögðuð grunn að öflugum markaðsbúskap á ný sem er í fremstu röð í samfélagi þjóðanna. Það er gott að vera Íslendingur.“ minni kreppa en spáð varNú rúmu ári eftir hrunið er erfitt að átta sig á því hvor niðurstaðan er líklegri. Þegar litið er á helstu hagstærðir virðist mega draga þá ályktun að okkur hafi farnast ívið betur en búist var við. Þannig hefur landsframleiðsla á árinu 2009 dregist minna saman en spáð var, atvinnuleysi er einnig minna og viðskiptin við útlönd hafa verið hagstæðari en reiknað var með. Á móti hefur hins vegar endurskipulagning hagkerfisins gengið hægt og efast má um margt sem þar hefur verið gert – og ekki gert. jákvæð merki á markaðiVið þetta má bæta af því að Kauphöllin stendur mér nærri að á þeim vettvangi hafa birst ýmis jákvæð teikn. Til marks um það er hröð endurreisn skuldabréfamarkaðar á árinu 2009. Þar erum við á áætlun – og virkur skuldabréfamarkaður er einn af hornsteinum skilvirks markaðsbúskapar. Við bjuggumst ekki við miklu af hlutabréfamarkaði á líðandi ári, þótt þar hafi einnig gerst jákvæðir hlutir, meðal annars sala Marel á hlutum til Columbia Wanger og vel heppnað hlutabréfaútboð fyrirtækisins. Við væntum þess hins vegar – og munum gera það sem í okkar valdi stendur – að hann nái sér á strik á komandi ári. Sex atriðiEnginn vafi er á því að við erum á krossgötum um þessar mundir. Réttar ákvarðanir núna skipta miklu máli fyrir hagvöxt og velferð í framtíðinni. Ég vil nefna hér á eftir sex atriði sem að ég tel brýnt að hafa sérstaklega í huga á þessum krossgötum. 1. Leysa þarf sem fyrst atvinnulífið úr viðjum ríkis- og bankavæðingar. Ríkisbúskapur af því tagi sem við búum nú við getur ekki borið uppi hagvöxt og velmegun til framtíðar. 2. Nýta verður hlutabréfamarkaðinn til að losa okkur úr þessum viðjum. Hann er öflugt tæki til þess að auka valddreifingu, gegnsæi og reisa efnahagslífið við. 3. Gegnsæi þarf að vera á borði, ekki bara í orði. Meðal annars þarf að endurbæta vinnulag við sölu fyrirtækja og eignarhald banka verður að vera gegnsætt. 4. Töluverðar hættur felast í framlengingu gjaldeyrishafta: óbeinn kostnaður, trúverðugleiki skaðast og spilling eykst. 5. Efnahagsstefnan má ekki vera úr takti við hagsveifluna. Í núverandi stöðu hagsveiflunnar er vafasamt að aðhaldsstig ríkisfjár- og peningamála sé rétt stillt. Hugsanlega er víðs fjarri að svo sé. 6. Draga þarf réttan lærdóm af fjármálakreppunni/bankahruninu. Sníða þarf agnúa af markaðshagkerfinu en ekki snúa baki við kerfi sem reynst hefur vel um langt skeið og stuðlað að mikilli velmegun. börnin líta um öxlÞegar næsta kynslóð lítur um öxl og vegur og metur hremmingarnar sem sóttu að þjóðinni undir lok fyrsta áratugar aldarinnar vona ég og óska að hún geti dáðst að hyggjuviti og yfirvegun ráðandi kynslóðar á þeim tíma – og enn verði hér í boði AB mjólk – og önnur lífsgæði – í hæsta gæðaflokki.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira