Viðskipti innlent

Sérstakur saksóknari

Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hafði í nægu að snúast á árinu.
Ólafur Þór Hauksson sérstakur saksóknari vegna bankahrunsins hafði í nægu að snúast á árinu.
Mikið bar á Ólafi Þór Haukssyni, sérstökum saksóknara á árinu. Ólafur tók til starfa hjá embættinu í febrúar og voru starfsmenn þá fjórir. Eftir því sem rannsóknin á bankahruninu og venslum og tengslum við fjármálalífið hefur undið fram hefur starfsemin tútnað út. Starfsmenn eru nú 23 og flutti embættið í rýmra húsnæði í september.

Embættið hefur unnið náið með Evu Joly og Serious Fraud Office í Bretlandi.

Húsleitir á árinu eru á bilinu 34-36 talsins og hafa rúmlega fjögur hundruð einstaklingar verið yfirheyrðir í tengslum við þær. Viðamestu húsleitirnar eru í húsakynnum Sjóvár og endurskoðendafyrirtækjanna KPMG og PriceWaterhouseCoopers.

Málin sem nú eru í rannsókn eru í kringum sextíu talsins og er um fimmtán til sautján lokið. Gert er ráð fyrir að fyrstu niðurstöður af rannsóknum embættisins verði birtar fyrir mitt næsta ár, samkvæmt upplýsingum frá embættinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×