Kristín Pétursdóttir, forstjóri Auðar Capital: Hugsum til lengri tíma 30. desember 2009 06:00 Ég tel að ársins 2009 verði fyrst og fremst minnst sem árs aðgerðarleysis og doða. Að sumu leyti er það skiljanlegt; áfallið sem dundi yfir haustið 2008 var stórt og því er eðlilegt að það taki tíma að ná áttum. Nú er hins vegar kominn tími til að taka á sig rögg og horfa til framtíðar því við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp á nýjum grunni og setja okkur nýja og skýra framtíðarsýn. framtíðarsýnin mikilvægÁ þessum tímamótum er lykilatriði að hafa kjark til að horfa til langs tíma, það nægir ekki að setja niður tólf til átján mánaða markmið. Skammtímalausnir geta ef til vill „reddað“ okkur til skamms tíma litið, en hættan er sú að þær geri langtímahorfur okkar verri. Við þurfum að hafa dug og þor til að setja okkur framtíðarsýn og markmið til tíu til fimmtán ára, og við þurfum að hafa úthald til að fylgja þeim eftir. Þrátt fyrir að afraksturinn taki tíma að koma í ljós verðum við að gera okkur grein fyrir því að það réttlætir ekki frestun umræðu og ákvarðana. Það eru einmitt ákvarðanirnar sem við tökum í dag sem munu þegar upp er staðið koma okkur á þann áfangastað sem við sækjumst eftir. Ísland fyrirmynd annarraÉg er sannfærð um að Ísland hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa hvað varðar skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda, þróun hreinnar orku, mannvirðingu, heiðarlega og gagnsæja viðskiptahætti, fjölbreytileika og jöfn tækifæri. Til þess að svo megi verða þurfum við bæði að hlúa að sérstöðu okkar og huga vel að því hvernig við ráðstöfum þeim auðlindum sem náttúra og mannauður okkar hefur að geyma og við þurfum að festa okkur í sessi sem ábyrgur og eftirsóttur aðili í alþjóða samstarfi. Innganga í ESBInnganga í Evrópusambandið er að mínu mati ein mikilvægasta ákvörðunin sem við stöndum frammi fyrir. Það val má ekki stjórnast af þröngum sérhagsmunum né skammtímasjónarmiðum. Ég tel að sjálfstæði þjóðarinnar verði best tryggt með nánum tengslum við alþjóðasamfélagið. Einangrun, einhæft atvinnulíf og afturhvarf til fortíðar mun ekki skila langtímaárangri. Innganga í Evrópusambandið tryggir okkur jafnframt langtímalausn í gjaldmiðlamálum. Það er löngu úrelt sjónarmið að örmyntin krónan færi okkur sveigjanleika og sjálfstæði í hagstjórn. Því miður hefur sú tálsýn átt stóran þátt í að koma okkur í þann vanda sem við glímum nú við. Þau rök sem gjarnan eru notuð gegn aðild að Evrópusambandinu eru hve langan tíma það taki að fá evruna, það er að aðild muni ekki „redda málum“ til skemmri tíma. Hér er gríðarlega mikilvægt að huga að langtímahagsmunum þjóðarinnar: Við munum ekki geta byggt upp samkeppnishæft atvinnulíf með gjaldmiðil sem er einskis virði í alþjóðlegum viðskiptum. Menntun og nýsköpunÞað er grundvallaratriði að nýta næstu ár vel til að styrkja innviði íslenska samfélagsins. Það gerum við fyrst og fremst í gegnum gott og skilvirkt menntakerfi. Vissulega skipta heilbrigðis- og velferðarmál miklu máli en framtíðarfjárfesting samfélagsins liggur fyrst og fremst í uppbyggingu menntunar. Þannig er öflug menntun grundvöllur nýsköpunar og fjölbreytts atvinnulífs. Við þurfum að halda vöku okkar gagnvart þróun og endurbótum í menntun og vera tilbúin að gera nauðsynlegar breytingar sem tryggja gæði, skilvirkni og skynsamlega nýtingu fjármuna. Efling menntunar er grunnur að uppbyggingu samfélags sem getur nýtt auðlindir á skynsaman hátt, þannig að þær skili hagsæld og verðmætum ekki einungis til okkar sem nú byggjum landið heldur einnig til komandi kynslóða. Horfa á langtímamarkmiðinÉg tel að nú um áramót beri okkur að taka á okkur rögg og vera óhrædd við að beina sjónum okkar út yfir ásakanir og skammtímasjónarmið og einbeita okkur að nýrri framtíðarsýn og langtímamarkmiðum. Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum, skylda sem okkur ber að efna. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira
Ég tel að ársins 2009 verði fyrst og fremst minnst sem árs aðgerðarleysis og doða. Að sumu leyti er það skiljanlegt; áfallið sem dundi yfir haustið 2008 var stórt og því er eðlilegt að það taki tíma að ná áttum. Nú er hins vegar kominn tími til að taka á sig rögg og horfa til framtíðar því við stöndum frammi fyrir einstöku tækifæri til að byggja upp á nýjum grunni og setja okkur nýja og skýra framtíðarsýn. framtíðarsýnin mikilvægÁ þessum tímamótum er lykilatriði að hafa kjark til að horfa til langs tíma, það nægir ekki að setja niður tólf til átján mánaða markmið. Skammtímalausnir geta ef til vill „reddað“ okkur til skamms tíma litið, en hættan er sú að þær geri langtímahorfur okkar verri. Við þurfum að hafa dug og þor til að setja okkur framtíðarsýn og markmið til tíu til fimmtán ára, og við þurfum að hafa úthald til að fylgja þeim eftir. Þrátt fyrir að afraksturinn taki tíma að koma í ljós verðum við að gera okkur grein fyrir því að það réttlætir ekki frestun umræðu og ákvarðana. Það eru einmitt ákvarðanirnar sem við tökum í dag sem munu þegar upp er staðið koma okkur á þann áfangastað sem við sækjumst eftir. Ísland fyrirmynd annarraÉg er sannfærð um að Ísland hefur alla burði til að vera fyrirmynd annarra landa hvað varðar skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda, þróun hreinnar orku, mannvirðingu, heiðarlega og gagnsæja viðskiptahætti, fjölbreytileika og jöfn tækifæri. Til þess að svo megi verða þurfum við bæði að hlúa að sérstöðu okkar og huga vel að því hvernig við ráðstöfum þeim auðlindum sem náttúra og mannauður okkar hefur að geyma og við þurfum að festa okkur í sessi sem ábyrgur og eftirsóttur aðili í alþjóða samstarfi. Innganga í ESBInnganga í Evrópusambandið er að mínu mati ein mikilvægasta ákvörðunin sem við stöndum frammi fyrir. Það val má ekki stjórnast af þröngum sérhagsmunum né skammtímasjónarmiðum. Ég tel að sjálfstæði þjóðarinnar verði best tryggt með nánum tengslum við alþjóðasamfélagið. Einangrun, einhæft atvinnulíf og afturhvarf til fortíðar mun ekki skila langtímaárangri. Innganga í Evrópusambandið tryggir okkur jafnframt langtímalausn í gjaldmiðlamálum. Það er löngu úrelt sjónarmið að örmyntin krónan færi okkur sveigjanleika og sjálfstæði í hagstjórn. Því miður hefur sú tálsýn átt stóran þátt í að koma okkur í þann vanda sem við glímum nú við. Þau rök sem gjarnan eru notuð gegn aðild að Evrópusambandinu eru hve langan tíma það taki að fá evruna, það er að aðild muni ekki „redda málum“ til skemmri tíma. Hér er gríðarlega mikilvægt að huga að langtímahagsmunum þjóðarinnar: Við munum ekki geta byggt upp samkeppnishæft atvinnulíf með gjaldmiðil sem er einskis virði í alþjóðlegum viðskiptum. Menntun og nýsköpunÞað er grundvallaratriði að nýta næstu ár vel til að styrkja innviði íslenska samfélagsins. Það gerum við fyrst og fremst í gegnum gott og skilvirkt menntakerfi. Vissulega skipta heilbrigðis- og velferðarmál miklu máli en framtíðarfjárfesting samfélagsins liggur fyrst og fremst í uppbyggingu menntunar. Þannig er öflug menntun grundvöllur nýsköpunar og fjölbreytts atvinnulífs. Við þurfum að halda vöku okkar gagnvart þróun og endurbótum í menntun og vera tilbúin að gera nauðsynlegar breytingar sem tryggja gæði, skilvirkni og skynsamlega nýtingu fjármuna. Efling menntunar er grunnur að uppbyggingu samfélags sem getur nýtt auðlindir á skynsaman hátt, þannig að þær skili hagsæld og verðmætum ekki einungis til okkar sem nú byggjum landið heldur einnig til komandi kynslóða. Horfa á langtímamarkmiðinÉg tel að nú um áramót beri okkur að taka á okkur rögg og vera óhrædd við að beina sjónum okkar út yfir ásakanir og skammtímasjónarmið og einbeita okkur að nýrri framtíðarsýn og langtímamarkmiðum. Það er skylda okkar gagnvart komandi kynslóðum, skylda sem okkur ber að efna.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Sjá meira