Viðskipti innlent

Aflabrögð Granda með ágætum á árinu

Aflabrögð hjá togaraflota HB Granda voru með miklum ágætum á árinu sem nú er að líða. Í frétt á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að alls hafi afli togaranna numið tæplega 47.700 tonnum og aflaverðmætið var rúmir 9,3 milljarðar króna samkvæmt upplýsingum Birkis Hrannars Hjálmarssonar, rekstrarstjóra togaranna.

„Til samanburðar má nefna að aflinn nú er lítið eitt meiri en á árinu 2008 er hann var 47.160 tonn. Aflaverðmætið hefur hins vegar aukist um tæpa 2,2 milljarða í krónum talið eða um 30,7% á milli ára," segir einnig.

HB Grandi gerir út fimm frystitogara og þrjá ísfisktogara til veiða. Afli frystitogaranna nam samtals tæplega 31.900 tonnum og aflaverðmæti þeirra var tæpir 7,5 milljarðar króna á árinu. Ísfisktogararnir voru með samtals 15.800 tonna afla að verðmæti 1.827 milljóna króna.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×