Ár rekstrarmannanna runnið upp 30. desember 2009 06:00 Þeir Hilmar V. Pétursson og Jón Sigurðsson segja tafir á endurreisn efnahagslífsins sjálfskapaðan vanda. Stjórnmálamenn verði að læra að snúa bökum saman. Markaðurinn/Anton Þetta hefur verið ár íslenskra framleiðslufyrirtækja eftir mörg erfið undanfarin ár. Svo tók einn dómnefndarmanna til orða í rökstuðningi sínum fyrir vali á manni ársins í íslensku viðskiptalífi. Þegar talið var upp úr kössunum að þessu sinni reyndust menn viðskiptalífsins tveir: þeir Hilmar V. Pétursson, forstjóri netfyrirtækisins CCP, sem á og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online, og Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hlýtur titilinn í annað sinn á jafn mörgum árum. Árið var báðum fyrirtækjum gott. CCP hagnaðist um 6,2 milljónir dala á fyrstu sex mánuðum ársins og rauf við það milljarðakróna múr sprotafyrirtækja. Fyrirtækið er með nokkra fjölþátttökuleiki í smíðum, þar á meðal byltingarkennda skotleikinn Dust 514. Þá sló CCP enn eitt metið þegar áskrifendur urðu rúmlega 320 þúsund fyrr í þessum mánuði og urðu þá þremur þúsundum fleiri en íslenska þjóðin. Þegar hefur verið fjallað um Össur og verður það ekki gert hér. vilja aðild að esbÞeir Jón og Hilmar, sem hlutu jafn mörg stig, voru ekki að hittast í fyrsta sinn þegar þeir settust niður með blaðamanni Markaðarins. „Við höfum oft spjallað saman um rekstur fyrirtækja hér og framtíðarhorfur," segir Jón og rifjar upp þegar þeir, ásamt forráðamönnum Marels og samheitalyfjafyrirtækisins Actavis, funduðu með ráðherrum, þingmönnum og ýmsum öðrum í stjórnsýslunni á fyrstu fjórum mánuðum ársins um leiðir út úr kreppunni með langtímasjónarmið að leiðarljósi. „Við vildum koma sjónarmiðum okkar áleiðis. Það er þetta klassíska, aðild að Evrópusambandinu (ESB) og upptaka evru," bætir Hilmar við. Önnur mál á dagskrá voru eðli bankastarfsemi hér í framtíðinni, afnám gjaldeyrishafta og samskipti við útlönd. Þeir segja ráðamenn hafa tekið vel í aðild Íslands að ESB á fyrri hluta árs. Eftir því sem leið á árið hafi viðhorfið snúist við. „Við reyndum að koma þessari umræðu upp úr þeim hjólförum sem hún var í. Undirtektirnar voru ótrúlega jákvæðar og í engu hlutfalli við það sem seinna varð," segir Jón. „Nú er engu líkara en við séum að fleka fjallkonuna." Þeir eru sammála um að rekstrarhorfur alþjóðlegra fyrirtækja sem staðsett eru hér á landi séu mjög slæmar ef ekki verði mörkuð stefna til framtíðar. Hilmar segir í raun aldrei hafa verið mögulegt að ræða um rekstrarhorfur fyrirtækja í því sveiflukennda ástandi sem hér hafi verið um áratuga skeið. „Ég hef oft líkt uppbyggingu í atvinnustarfsemi hér við það að búa í árfarvegi. Hann er frjósamur og góður. Þar er fullt af sprotum og mikil gróska. En svo fer að rigna. Þá kemur flóð og það ryður öllum sprotunum í burtu. Þegar grynnkar aftur í ánni er aftur talað um hvað farvegurinn er góður. Svona gerist þetta á um tíu ára fresti. Það er sama hvort krónan er fasttengd, undir höftum eða handstýrð. Það hafa verið reynd ýmis kerfi með krónur en ekkert virðist virka," segir hann og leggur áherslu á nauðsyn þess að finna varanlega lausn á gjaldmiðlamálum Íslendinga. Hann bendir sömuleiðis á að myntsvæði heimsins hafi stækkað síðustu ár og orðið einfaldari. Það haldist í hendur við alþjóðavæðinguna og aukinn hraða í samskiptum og viðskiptum. Péturskrónan á bíldudalHilmar bendir á að krónan hafi virkað vel í einangruðu samfélagi þar sem viðskipti við útlönd voru lítil sem engin. Þeir Jón taka Péturskrónur sem dæmi. Sú króna var mynt sem athafna- og kaupmaðurinn Pétur Thorsteinsson á Bíldudal notaði í viðskiptum sínum við heimamenn í kringum síðustu aldamót. Þær hafi gegnt hlutverki sínu í samfélaginu sem þá var mjög einangrað. „Þetta hrundi auðvitað allt hjá honum þegar fólk gat farið yfir á Patreksfjörð," segir Jón og bendir á að sama máli gegni um íslensku krónuna. Hún sé óvirkur gjaldmiðill í alþjóðlegum viðskiptum. „Krónan hefur nýst okkur jafn vel og svarthvíta sjónvarpið á sínum tíma. Það var gott en nú er bara komið litasjónvarp. Við getum haldið áfram og talað um hvað árfarvegurinn er frjór og góður og vonað að það fari ekki að rigna. Eða við gerum það sama og aðrar þjóðir í kringum okkur hafa komist að og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi." einkennileg andstaðaÞeir Jón og Hilmar furða sig á þeirri andstöðu sem orðin er gegn aðild Íslands að ESB. Framtíðarleið sem þeir telja farsæla til frambúðar. „Það er partur af samfélaginu sem virðist hafa stóra hagsmuni af því að beita sér gegn ESB og beitir öllum klækjum til að mála það sem vond útlendingasamtök sem vilji koma höndum yfir allt sem hér er. Það stenst enga skoðun," segir Hilmar og bendir á að þótt andstaðan kunni að þjóna sérhagsmunum þá gangi viðhorfið ekki upp. Íslensk fyrirtæki verði að tryggja sér fjármögnun sem að mestu leyti sé erlend. Það komi sér afar illa þegar gengi krónunnar sveiflist til og frá sem lauf í vindi. Einu rökin fyrir krónunni telur hann vera þau hversu öflugt stjórntæki hún hafi reynst í gegnum tíðina. „Hún hefur verið tæki fyrir stjórnvöld til að stýra kaupmætti almennings án þess að hann upplifi það. En þetta er ekki svona lengur," segir hann og bendir á að almenningur sé að gera sér grein fyrir þessu. Skýrasta dæmið sé verð á appelsínusafa sem í erlendri mynt hefur lítið sem ekkert breyst milli ára. Öðru máli gegni um verð á appelsínusafa hér, sem sveiflist út um allar trissur. Hættir að hugsa í krónumEftirtektarvert er að menn viðskiptalífsins að mati dómnefndar Markaðarins hugsa ekki í krónum. „Við hættum að nota krónur árið 2002 og hugsum alfarið í erlendri mynt," bendir Jón á en fyrirtækið gerir upp í Bandaríkjadölum. Sömu sögu er að segja af CCP, sem lagði krónuna niður sem starfsrækslumynt árið 2006 og hefur greitt starfsfólki laun í evrum frá því snemma á þessu ári. Starfsfólk Össurar fær laun sín enn greidd í krónum. Þeir segja vandasamt að skipta út gjaldmiðli einhliða hjá fyrirtækjum hér enda sé krónan raunveruleiki starfsfólksins sem starfi hjá fyrirtækjunum hér. „Við getum ekki ákveðið þetta fyrir starfsfólk okkar. Þótt færa megi rök fyrir því að skiptin séu skammtímaávinningur fyrir starfsfólkið þá er langtímaáhætta fólgin í því. Í raun vorum við að selja starfsfólkinu gengisáhættu. En við vildum bjóða upp á þetta og héldum námskeið fyrir fólkið. Þótt evran liti vel út þá varð starfsfólkið að breyta lífi sínu í samræmi við það," segir Hilmar. Heimatilbúinn vandiMenn viðskiptalífsins í ár segja einkennilegt ástand ríkja hér á landi. Mjög hafi verið þrengt að fyrirtækjum eftir hrun bankageirans fyrir rúmu ári og virðist sem fólk líti á það helsi sem á það hafi verið lagt sem sjálfsagðan hlut. „Nokkrum vikum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á í fyrra snerist öll umræðan um það hvernig hægt væri að herða þau. Vandamálið var þá að höftin láku en ekki að þau höfðu verið sett á. Það er undarlegt hvað við getum aðlagast hratt þessu vonlausa kerfi," segir Jón og bætir við að hefði Össur ekki fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum og skilaskyldu á gjaldeyri hefði fyrirtækið flutt höfuðstöðvarnar til útlanda. „Erlendir fjárfestar sættu sig ekki við að hér sé skilaskylda. Við hefðum flutt í umhverfi þar sem fjárfestar þekkja reglurnar, svo sem til Bandaríkjanna eða landa ESB." Þá gagnrýna þeir harðlega þær tafir sem orðið hafa á endurreisn efnahagslífsins. Þeir skrifa það á reynsluleysi og því sem næst barnaskap stjórnmálamanna. „Þessi litla þjóð sem stendur frammi fyrir þessum mikla vanda má ekki við svona löguðu. Umræðan má ekki fara í tittlingaskít og hártoganir," segir Jón. Hilmar tekur við keflinu. „Kerfið hefur verið lamað í ár. Það hefði verið auðvelt að díla við hrunið. Grunnhagkerfi landsins beið ekki tjón og enginn dó. En síðan komu meðulin; gjaldeyrishöft og málþóf um Icesave. Þetta er okkar vandamál og það er algjörlega sjálfskapað." Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Þetta hefur verið ár íslenskra framleiðslufyrirtækja eftir mörg erfið undanfarin ár. Svo tók einn dómnefndarmanna til orða í rökstuðningi sínum fyrir vali á manni ársins í íslensku viðskiptalífi. Þegar talið var upp úr kössunum að þessu sinni reyndust menn viðskiptalífsins tveir: þeir Hilmar V. Pétursson, forstjóri netfyrirtækisins CCP, sem á og rekur fjölþátttökuleikinn EVE Online, og Jón Sigurðsson, forstjóri stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hlýtur titilinn í annað sinn á jafn mörgum árum. Árið var báðum fyrirtækjum gott. CCP hagnaðist um 6,2 milljónir dala á fyrstu sex mánuðum ársins og rauf við það milljarðakróna múr sprotafyrirtækja. Fyrirtækið er með nokkra fjölþátttökuleiki í smíðum, þar á meðal byltingarkennda skotleikinn Dust 514. Þá sló CCP enn eitt metið þegar áskrifendur urðu rúmlega 320 þúsund fyrr í þessum mánuði og urðu þá þremur þúsundum fleiri en íslenska þjóðin. Þegar hefur verið fjallað um Össur og verður það ekki gert hér. vilja aðild að esbÞeir Jón og Hilmar, sem hlutu jafn mörg stig, voru ekki að hittast í fyrsta sinn þegar þeir settust niður með blaðamanni Markaðarins. „Við höfum oft spjallað saman um rekstur fyrirtækja hér og framtíðarhorfur," segir Jón og rifjar upp þegar þeir, ásamt forráðamönnum Marels og samheitalyfjafyrirtækisins Actavis, funduðu með ráðherrum, þingmönnum og ýmsum öðrum í stjórnsýslunni á fyrstu fjórum mánuðum ársins um leiðir út úr kreppunni með langtímasjónarmið að leiðarljósi. „Við vildum koma sjónarmiðum okkar áleiðis. Það er þetta klassíska, aðild að Evrópusambandinu (ESB) og upptaka evru," bætir Hilmar við. Önnur mál á dagskrá voru eðli bankastarfsemi hér í framtíðinni, afnám gjaldeyrishafta og samskipti við útlönd. Þeir segja ráðamenn hafa tekið vel í aðild Íslands að ESB á fyrri hluta árs. Eftir því sem leið á árið hafi viðhorfið snúist við. „Við reyndum að koma þessari umræðu upp úr þeim hjólförum sem hún var í. Undirtektirnar voru ótrúlega jákvæðar og í engu hlutfalli við það sem seinna varð," segir Jón. „Nú er engu líkara en við séum að fleka fjallkonuna." Þeir eru sammála um að rekstrarhorfur alþjóðlegra fyrirtækja sem staðsett eru hér á landi séu mjög slæmar ef ekki verði mörkuð stefna til framtíðar. Hilmar segir í raun aldrei hafa verið mögulegt að ræða um rekstrarhorfur fyrirtækja í því sveiflukennda ástandi sem hér hafi verið um áratuga skeið. „Ég hef oft líkt uppbyggingu í atvinnustarfsemi hér við það að búa í árfarvegi. Hann er frjósamur og góður. Þar er fullt af sprotum og mikil gróska. En svo fer að rigna. Þá kemur flóð og það ryður öllum sprotunum í burtu. Þegar grynnkar aftur í ánni er aftur talað um hvað farvegurinn er góður. Svona gerist þetta á um tíu ára fresti. Það er sama hvort krónan er fasttengd, undir höftum eða handstýrð. Það hafa verið reynd ýmis kerfi með krónur en ekkert virðist virka," segir hann og leggur áherslu á nauðsyn þess að finna varanlega lausn á gjaldmiðlamálum Íslendinga. Hann bendir sömuleiðis á að myntsvæði heimsins hafi stækkað síðustu ár og orðið einfaldari. Það haldist í hendur við alþjóðavæðinguna og aukinn hraða í samskiptum og viðskiptum. Péturskrónan á bíldudalHilmar bendir á að krónan hafi virkað vel í einangruðu samfélagi þar sem viðskipti við útlönd voru lítil sem engin. Þeir Jón taka Péturskrónur sem dæmi. Sú króna var mynt sem athafna- og kaupmaðurinn Pétur Thorsteinsson á Bíldudal notaði í viðskiptum sínum við heimamenn í kringum síðustu aldamót. Þær hafi gegnt hlutverki sínu í samfélaginu sem þá var mjög einangrað. „Þetta hrundi auðvitað allt hjá honum þegar fólk gat farið yfir á Patreksfjörð," segir Jón og bendir á að sama máli gegni um íslensku krónuna. Hún sé óvirkur gjaldmiðill í alþjóðlegum viðskiptum. „Krónan hefur nýst okkur jafn vel og svarthvíta sjónvarpið á sínum tíma. Það var gott en nú er bara komið litasjónvarp. Við getum haldið áfram og talað um hvað árfarvegurinn er frjór og góður og vonað að það fari ekki að rigna. Eða við gerum það sama og aðrar þjóðir í kringum okkur hafa komist að og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi." einkennileg andstaðaÞeir Jón og Hilmar furða sig á þeirri andstöðu sem orðin er gegn aðild Íslands að ESB. Framtíðarleið sem þeir telja farsæla til frambúðar. „Það er partur af samfélaginu sem virðist hafa stóra hagsmuni af því að beita sér gegn ESB og beitir öllum klækjum til að mála það sem vond útlendingasamtök sem vilji koma höndum yfir allt sem hér er. Það stenst enga skoðun," segir Hilmar og bendir á að þótt andstaðan kunni að þjóna sérhagsmunum þá gangi viðhorfið ekki upp. Íslensk fyrirtæki verði að tryggja sér fjármögnun sem að mestu leyti sé erlend. Það komi sér afar illa þegar gengi krónunnar sveiflist til og frá sem lauf í vindi. Einu rökin fyrir krónunni telur hann vera þau hversu öflugt stjórntæki hún hafi reynst í gegnum tíðina. „Hún hefur verið tæki fyrir stjórnvöld til að stýra kaupmætti almennings án þess að hann upplifi það. En þetta er ekki svona lengur," segir hann og bendir á að almenningur sé að gera sér grein fyrir þessu. Skýrasta dæmið sé verð á appelsínusafa sem í erlendri mynt hefur lítið sem ekkert breyst milli ára. Öðru máli gegni um verð á appelsínusafa hér, sem sveiflist út um allar trissur. Hættir að hugsa í krónumEftirtektarvert er að menn viðskiptalífsins að mati dómnefndar Markaðarins hugsa ekki í krónum. „Við hættum að nota krónur árið 2002 og hugsum alfarið í erlendri mynt," bendir Jón á en fyrirtækið gerir upp í Bandaríkjadölum. Sömu sögu er að segja af CCP, sem lagði krónuna niður sem starfsrækslumynt árið 2006 og hefur greitt starfsfólki laun í evrum frá því snemma á þessu ári. Starfsfólk Össurar fær laun sín enn greidd í krónum. Þeir segja vandasamt að skipta út gjaldmiðli einhliða hjá fyrirtækjum hér enda sé krónan raunveruleiki starfsfólksins sem starfi hjá fyrirtækjunum hér. „Við getum ekki ákveðið þetta fyrir starfsfólk okkar. Þótt færa megi rök fyrir því að skiptin séu skammtímaávinningur fyrir starfsfólkið þá er langtímaáhætta fólgin í því. Í raun vorum við að selja starfsfólkinu gengisáhættu. En við vildum bjóða upp á þetta og héldum námskeið fyrir fólkið. Þótt evran liti vel út þá varð starfsfólkið að breyta lífi sínu í samræmi við það," segir Hilmar. Heimatilbúinn vandiMenn viðskiptalífsins í ár segja einkennilegt ástand ríkja hér á landi. Mjög hafi verið þrengt að fyrirtækjum eftir hrun bankageirans fyrir rúmu ári og virðist sem fólk líti á það helsi sem á það hafi verið lagt sem sjálfsagðan hlut. „Nokkrum vikum eftir að gjaldeyrishöft voru sett á í fyrra snerist öll umræðan um það hvernig hægt væri að herða þau. Vandamálið var þá að höftin láku en ekki að þau höfðu verið sett á. Það er undarlegt hvað við getum aðlagast hratt þessu vonlausa kerfi," segir Jón og bætir við að hefði Össur ekki fengið undanþágu frá gjaldeyrishöftunum og skilaskyldu á gjaldeyri hefði fyrirtækið flutt höfuðstöðvarnar til útlanda. „Erlendir fjárfestar sættu sig ekki við að hér sé skilaskylda. Við hefðum flutt í umhverfi þar sem fjárfestar þekkja reglurnar, svo sem til Bandaríkjanna eða landa ESB." Þá gagnrýna þeir harðlega þær tafir sem orðið hafa á endurreisn efnahagslífsins. Þeir skrifa það á reynsluleysi og því sem næst barnaskap stjórnmálamanna. „Þessi litla þjóð sem stendur frammi fyrir þessum mikla vanda má ekki við svona löguðu. Umræðan má ekki fara í tittlingaskít og hártoganir," segir Jón. Hilmar tekur við keflinu. „Kerfið hefur verið lamað í ár. Það hefði verið auðvelt að díla við hrunið. Grunnhagkerfi landsins beið ekki tjón og enginn dó. En síðan komu meðulin; gjaldeyrishöft og málþóf um Icesave. Þetta er okkar vandamál og það er algjörlega sjálfskapað."
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira