Viðskipti innlent

Yfir 17 þúsund kröfum lýst í þrotabú Kaupþings

Yfir 17 þúsund kröfum hefur verið lýst í þrotabú Kaupþings, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Kröfulýsingafresturinn rennur út á miðnætti á morgun, 30. desember.

Kröfurnar koma alls staðar af úr heiminum, en gera má ráð fyrir að kröfurnar verði mun fleiri en í hina bankana tvo, eða allt að 20 þúsund talsins. Fjöldi krafna skýrist að einhverju leyti af því að þýskir innlánseigendur bankans gera kröfu í þrotabúið um vexti, en þeir hafa nú þegar fengið greiddan til baka höfuðstól innlána sinna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×