Viðskipti innlent

Ódýrari endurfjármögnun bankanna

Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, Steingrímur fjármálaráðherra og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, skrifuðu undir samkomulag um aðkomu kröfuhafa að bankanum. Markaðurinn/Anton
Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis, Steingrímur fjármálaráðherra og Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, skrifuðu undir samkomulag um aðkomu kröfuhafa að bankanum. Markaðurinn/Anton
Endurfjármögnun stóru viðskiptabankanna þriggja reyndist talsvert ódýrari en óttast var í fyrstu. Við upphaf árs var reiknað með að ríkissjóður gæti þurft að leggja þeim til 385 milljarða króna. Um miðjan september samþykktu kröfuhafar Glitnis hins vegar að taka 95 prósenta hlut í Íslandsbanka og kröfuhafar Kaupþings að taka 87 prósent í Arion banka mánuði síðar. Kröfuhafar Landsbankans vildu hins vegar aðeins nítján prósent. Munar þar um að helstu kröfuhafar Landsbankans voru bresk og hollensk sveitarfélög en fjármálafyrirtæki í hinum bönkunum tveimur.

Af þessum sökum lagði ríkið fram tæpa tíu milljarða til Íslandsbanka en rúma þrjá til Arion banka í formi hlutafjár, auk víkjandi lána. Framlag ríkisins til Landsbankans nam hins vegar rúmum 122 milljörðum. Heildarfjárbindingin nam því 183,6 milljörðum króna, eða 250 milljörðum lægra en gert var ráð fyrir.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×