Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Eyris Invest: Ár uppbyggingar fram undan 30. desember 2009 06:00 Árni Oddur Þórðarson forstjóri Eyrir Invest Árið 2009 og seinni hluti 2008 eru eitt erfiðasta tímabil sem íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur gengið í gegnum um langt árabil. Á árinu hefur landsframleiðsla dregist saman, kaupmáttur rýrnað og atvinnuleysi aukist verulega. Við Íslendingar höfum eytt miklum kröftum í að takast á við afleiðingar bankahrunsins og alþjóðlegrar efnahagsniðursveiflu. En þó að viðfangsefnin séu snúin hefur engu að síður töluverður árangur náðst. Árið 2009 er vissulega kreppuár, en það er einnig árið sem við brugðumst við gjörbreyttum aðstæðum og hófum að treysta hinar nýju stoðir efnahagslífsins. Endurreisn bankakerfisins er nú langt komin og vinna við endurskipulagningu á efnahag atvinnulífs og heimila landsins komin á skrið. Seðlabankinn hefur lagt af stað í vaxtalækkunarferli sem er grundvallarforsenda endurreisnar og atvinnuuppbyggingar. Ef horft er út fyrir landsteina skiptir mestu að á árinu tókst að koma í veg fyrir að efnahagsniðursveiflan yrði að enn alvarlegri kreppu. Vaxtalækkanir allra helstu seðlabanka heimsins og viðbrögð stjórnvalda helstu hagkerfa hafa tryggt að botn niðursveiflunni er nú þegar að baki. Flest bendir til að fram undan sé hægur en öruggur efnahagsbati á heimsvísu. Athyglisvert er að nýmarkaðir í Asíu og S-Ameríku munu að líkindum taka hraðar við sér en Vesturlönd og verða drifkraftur heimsbúskaparins næstu árin. Marel styrkti stoðir sínarÁstand efnahagsmála á heimsmörkuðum hafði mikil áhrif á rekstur Marels á árinu sem er að líða. Hin snarpa niðursveifla í heimsbúskapnum sem varð undir árslok 2008 og sú mikla óvissa sem fylgdi í kjölfarið leiddi af sér tímabundinn samdrátt í fjárfestingu atvinnuvega um allan heim. Stjórnendateymi Marels og starfsfólk brást við af mikilli snerpu og lagaði kostnaðargrunn félagsins að nýjum aðstæðum. Með bættu sjóðsstreymi, sölu eigna utan kjarnastarfsemi og hlutafjáraukningu hefur tekist að treysta efnahag félagsins verulega. Árangur í rekstri er nú þegar farinn að sýna sig og við horfum björtum augum til framtíðar. Við erum ánægð með það traust sem fjármálastofnanir og hluthafar hafa sýnt Marel. Í þeim efnum má sérstaklega nefna kaup sjóða á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Columbia Wanger á ríflega fimm prósenta hlut í Marel í haust. Þar eru á ferð afar öflugir og reynslumiklir fjárfestar sem horfa til lengri tíma. Það er fróðlegt og ánægjulegt að sjá að þeir deila skoðunum okkar á horfum í atvinnugreininni og þróun markaða næstu árin. Þegar alþjóðlegt efnahagslíf og fjármálamarkaðir taka við sér að nýju sjáum við mikil tækifæri til þess að vaxa með góðum og arðbærum innri vexti eftir að hafa styrkt samkeppnisstöðuna með vel heppnuðum yfirtökum síðustu ár. Einnig hefur ekkert verið gefið eftir í fjárfestingum tengdum vöruþróun félagsins á sama tíma og samkeppnisaðilar félagsins hafa dregið stórlega úr rannsóknar- og þróunarkostnaði. Samkeppnisstaðan er því sterk og fram undan uppskerutími ef rétt er haldið á spilunum. Lærum af reynslunniÁrið 2010 verður að mörgu leyti erfitt ár fyrir okkur Íslendinga. Árið mun að öllum líkindum marka botninn í kreppunni, en á sama tíma er það sá tímapunktur þegar ástandið fer að batna að nýju ef rétt er haldið á málum. Óhjákvæmilegt er að hið opinbera hagræði í rekstri sínum, líkt og einkageirinn hefur gert eða er að fást við. Með því er hægt að draga úr skattahækkunum, sem eru þó óumflýjanlegar að einhverju marki við núverandi aðstæður. Það er miður að einfaldleika og gagnsæi skattkerfisins hafi verið fórnað að einhverju leyti við þessar breytingar; mögulegt hefði verið að afla aukinna tekna innan óbreytts kerfis. Hér takast greinilega á tekjujöfnunar- og tekjuöflunarsjónarmið, sem er hápólitískt mál og gamalt bitbein hægri- og vinstrimanna. Mikilvægasti lærdómur síðustu ára er að við verðum að stunda hér atvinnustarfsemi sem byggir á raunverulegri samkeppnisstöðu. Til þess að svo megi verða þurfum við að gefa okkur tíma til að leggja traustar undirstöður. Það þýðir að við verðum að leggja enn ríkari áherslur á menntun, nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það verða undirstöður farsæls atvinnulífs á Íslandi á komandi árum og áratugum. Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Árið 2009 og seinni hluti 2008 eru eitt erfiðasta tímabil sem íslenskt atvinnu- og efnahagslíf hefur gengið í gegnum um langt árabil. Á árinu hefur landsframleiðsla dregist saman, kaupmáttur rýrnað og atvinnuleysi aukist verulega. Við Íslendingar höfum eytt miklum kröftum í að takast á við afleiðingar bankahrunsins og alþjóðlegrar efnahagsniðursveiflu. En þó að viðfangsefnin séu snúin hefur engu að síður töluverður árangur náðst. Árið 2009 er vissulega kreppuár, en það er einnig árið sem við brugðumst við gjörbreyttum aðstæðum og hófum að treysta hinar nýju stoðir efnahagslífsins. Endurreisn bankakerfisins er nú langt komin og vinna við endurskipulagningu á efnahag atvinnulífs og heimila landsins komin á skrið. Seðlabankinn hefur lagt af stað í vaxtalækkunarferli sem er grundvallarforsenda endurreisnar og atvinnuuppbyggingar. Ef horft er út fyrir landsteina skiptir mestu að á árinu tókst að koma í veg fyrir að efnahagsniðursveiflan yrði að enn alvarlegri kreppu. Vaxtalækkanir allra helstu seðlabanka heimsins og viðbrögð stjórnvalda helstu hagkerfa hafa tryggt að botn niðursveiflunni er nú þegar að baki. Flest bendir til að fram undan sé hægur en öruggur efnahagsbati á heimsvísu. Athyglisvert er að nýmarkaðir í Asíu og S-Ameríku munu að líkindum taka hraðar við sér en Vesturlönd og verða drifkraftur heimsbúskaparins næstu árin. Marel styrkti stoðir sínarÁstand efnahagsmála á heimsmörkuðum hafði mikil áhrif á rekstur Marels á árinu sem er að líða. Hin snarpa niðursveifla í heimsbúskapnum sem varð undir árslok 2008 og sú mikla óvissa sem fylgdi í kjölfarið leiddi af sér tímabundinn samdrátt í fjárfestingu atvinnuvega um allan heim. Stjórnendateymi Marels og starfsfólk brást við af mikilli snerpu og lagaði kostnaðargrunn félagsins að nýjum aðstæðum. Með bættu sjóðsstreymi, sölu eigna utan kjarnastarfsemi og hlutafjáraukningu hefur tekist að treysta efnahag félagsins verulega. Árangur í rekstri er nú þegar farinn að sýna sig og við horfum björtum augum til framtíðar. Við erum ánægð með það traust sem fjármálastofnanir og hluthafar hafa sýnt Marel. Í þeim efnum má sérstaklega nefna kaup sjóða á vegum bandaríska eignastýringarfyrirtækisins Columbia Wanger á ríflega fimm prósenta hlut í Marel í haust. Þar eru á ferð afar öflugir og reynslumiklir fjárfestar sem horfa til lengri tíma. Það er fróðlegt og ánægjulegt að sjá að þeir deila skoðunum okkar á horfum í atvinnugreininni og þróun markaða næstu árin. Þegar alþjóðlegt efnahagslíf og fjármálamarkaðir taka við sér að nýju sjáum við mikil tækifæri til þess að vaxa með góðum og arðbærum innri vexti eftir að hafa styrkt samkeppnisstöðuna með vel heppnuðum yfirtökum síðustu ár. Einnig hefur ekkert verið gefið eftir í fjárfestingum tengdum vöruþróun félagsins á sama tíma og samkeppnisaðilar félagsins hafa dregið stórlega úr rannsóknar- og þróunarkostnaði. Samkeppnisstaðan er því sterk og fram undan uppskerutími ef rétt er haldið á spilunum. Lærum af reynslunniÁrið 2010 verður að mörgu leyti erfitt ár fyrir okkur Íslendinga. Árið mun að öllum líkindum marka botninn í kreppunni, en á sama tíma er það sá tímapunktur þegar ástandið fer að batna að nýju ef rétt er haldið á málum. Óhjákvæmilegt er að hið opinbera hagræði í rekstri sínum, líkt og einkageirinn hefur gert eða er að fást við. Með því er hægt að draga úr skattahækkunum, sem eru þó óumflýjanlegar að einhverju marki við núverandi aðstæður. Það er miður að einfaldleika og gagnsæi skattkerfisins hafi verið fórnað að einhverju leyti við þessar breytingar; mögulegt hefði verið að afla aukinna tekna innan óbreytts kerfis. Hér takast greinilega á tekjujöfnunar- og tekjuöflunarsjónarmið, sem er hápólitískt mál og gamalt bitbein hægri- og vinstrimanna. Mikilvægasti lærdómur síðustu ára er að við verðum að stunda hér atvinnustarfsemi sem byggir á raunverulegri samkeppnisstöðu. Til þess að svo megi verða þurfum við að gefa okkur tíma til að leggja traustar undirstöður. Það þýðir að við verðum að leggja enn ríkari áherslur á menntun, nýsköpun, rannsóknir og þróun. Það verða undirstöður farsæls atvinnulífs á Íslandi á komandi árum og áratugum.
Mest lesið Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira