Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka: Samstaða um úrlausnir 30. desember 2009 06:00 Árið sem nú er að líða er án nokkurs vafa eitt mesta umbrotaár í seinni tíð á Íslandi. Í einu vetfangi breyttust efnahagslegar forsendur fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Í ljósi þessa hefur helsta viðfangsefni Íslandsbanka á árinu snúið að því að leita úrlausna fyrir viðskiptavini bankans. Nýr veruleikiÞað vill oft gleymast í umræðunni að starfsfólk bankanna stóð einnig frammi fyrir nýjum veruleika í upphafi árs. Það traust sem ríkt hafði gagnvart bankastofnunum í samfélaginu var alvarlega laskað, fjölmargir viðskiptavinir voru reiðir út í bankann sinn og stolt bankastarfsmanna var brotið. Þá var framtíðin afar óráðin og ekki ljóst hvert stefndi í starfsemi íslensku viðskiptabankanna. Til þess að takast á við þá óvissu sem einkenndi starfsumhverfi bankafólks og viðskiptavina þess ákvað starfsfólk Íslandsbanka að efna til stefnufundar í byrjun árs 2009 til þess að setja niður stefnu og markmið nýja bankans næstu tólf mánuðina. Á fundinum, sem haldinn var á laugardegi í janúar, komu um sex hundruð starfsmenn Íslandsbanka saman í eigin frítíma til þess að leggja línurnar fyrir komandi misseri. Þessi fundur olli straumhvörfum í því uppbyggingarstarfi sem við þurftum að takast á við. Umræður voru hreinskiptar og starfsfólkið sagði sínar skoðanir. Og það var svo sannarlega þörf á því. Fólk horfðist heiðarlega í augu við fortíðina, viðurkenndi það sem betur hefði mátt fara og treysti í sessi það sem vel hafði verið gert. Þarna hófst uppbygging nýja bankans fyrir alvöru. Það er nefnilega einu sinni þannig að það verður að byrja á fólkinu. Sameiginleg markmiðÚt af stefnufundinum gengu sex hundruð starfsmenn með sameiginleg markmið og hugmynd um það hvert bankinn skyldi stefna og það sem mestu skiptir – með samstöðu að leiðarljósi og það sameiginlega markmið að vinna að úrlausnum fyrir viðskiptavina bankans. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á og mörg mikilvæg skref verið tekin síðan en þegar ég lít til baka er þetta sá einstaki atburður sem mér er efstur í huga nú í lok árs. Aðkoma kröfuhafaVið náðum einnig afar mikilvægum áfanga í október sl. þegar gengið var frá samningi um stofnefnahagsreikning og eignarhald bankans á milli skilanefndar Glitnis fyrir hönd kröfuhafa, Íslandsbanka og ríkisins. Gerð efnahagsreiknings fyrir nýjan banka hafði tekið lengri tíma en áætlað var enda mikið og flókið verkefni. Sú niðurstaða sem fékkst byggir á þeirri faglegu vinnu sem starfsfólk bankans, fjármálaráðuneytisins og skilanefndar Glitnis skilaði og leiddi til þess að kröfuhafar ákváðu að eignast 95% í Íslandsbanka og þar með lækkaði það framlag sem ríkið hefði ella þurft að leggja bankanum til. Áskoranir á nýju áriFram undan á næsta ári eru fleiri áskoranir og þær stórar. Árið 2010 verður vafalítið ár endurskipulagningar fyrirtækja þar sem við ætlum enn að láta verkin tala. Við þurfum að halda áfram að byggja upp traust viðskiptavina okkar til Íslandsbanka. Það er mikið verk og tekur langan tíma. Viðskiptavinir okkar hafa þurft að takast á við fjölmörg vandamál og áskoranir á liðnu ári sem þeir hafa glímt við af miklu þolgæði. Þeir hafa staðið sig afar vel við erfiðar aðstæður. Ég vil nota tækifærið og þakka viðskiptavinum bankans hlýhug í garð okkar framlínufólks þegar á reyndi. Því gleymum við ekki. Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira
Árið sem nú er að líða er án nokkurs vafa eitt mesta umbrotaár í seinni tíð á Íslandi. Í einu vetfangi breyttust efnahagslegar forsendur fyrir fjölskyldur og fyrirtæki í landinu. Í ljósi þessa hefur helsta viðfangsefni Íslandsbanka á árinu snúið að því að leita úrlausna fyrir viðskiptavini bankans. Nýr veruleikiÞað vill oft gleymast í umræðunni að starfsfólk bankanna stóð einnig frammi fyrir nýjum veruleika í upphafi árs. Það traust sem ríkt hafði gagnvart bankastofnunum í samfélaginu var alvarlega laskað, fjölmargir viðskiptavinir voru reiðir út í bankann sinn og stolt bankastarfsmanna var brotið. Þá var framtíðin afar óráðin og ekki ljóst hvert stefndi í starfsemi íslensku viðskiptabankanna. Til þess að takast á við þá óvissu sem einkenndi starfsumhverfi bankafólks og viðskiptavina þess ákvað starfsfólk Íslandsbanka að efna til stefnufundar í byrjun árs 2009 til þess að setja niður stefnu og markmið nýja bankans næstu tólf mánuðina. Á fundinum, sem haldinn var á laugardegi í janúar, komu um sex hundruð starfsmenn Íslandsbanka saman í eigin frítíma til þess að leggja línurnar fyrir komandi misseri. Þessi fundur olli straumhvörfum í því uppbyggingarstarfi sem við þurftum að takast á við. Umræður voru hreinskiptar og starfsfólkið sagði sínar skoðanir. Og það var svo sannarlega þörf á því. Fólk horfðist heiðarlega í augu við fortíðina, viðurkenndi það sem betur hefði mátt fara og treysti í sessi það sem vel hafði verið gert. Þarna hófst uppbygging nýja bankans fyrir alvöru. Það er nefnilega einu sinni þannig að það verður að byrja á fólkinu. Sameiginleg markmiðÚt af stefnufundinum gengu sex hundruð starfsmenn með sameiginleg markmið og hugmynd um það hvert bankinn skyldi stefna og það sem mestu skiptir – með samstöðu að leiðarljósi og það sameiginlega markmið að vinna að úrlausnum fyrir viðskiptavina bankans. Auðvitað hefur ýmislegt gengið á og mörg mikilvæg skref verið tekin síðan en þegar ég lít til baka er þetta sá einstaki atburður sem mér er efstur í huga nú í lok árs. Aðkoma kröfuhafaVið náðum einnig afar mikilvægum áfanga í október sl. þegar gengið var frá samningi um stofnefnahagsreikning og eignarhald bankans á milli skilanefndar Glitnis fyrir hönd kröfuhafa, Íslandsbanka og ríkisins. Gerð efnahagsreiknings fyrir nýjan banka hafði tekið lengri tíma en áætlað var enda mikið og flókið verkefni. Sú niðurstaða sem fékkst byggir á þeirri faglegu vinnu sem starfsfólk bankans, fjármálaráðuneytisins og skilanefndar Glitnis skilaði og leiddi til þess að kröfuhafar ákváðu að eignast 95% í Íslandsbanka og þar með lækkaði það framlag sem ríkið hefði ella þurft að leggja bankanum til. Áskoranir á nýju áriFram undan á næsta ári eru fleiri áskoranir og þær stórar. Árið 2010 verður vafalítið ár endurskipulagningar fyrirtækja þar sem við ætlum enn að láta verkin tala. Við þurfum að halda áfram að byggja upp traust viðskiptavina okkar til Íslandsbanka. Það er mikið verk og tekur langan tíma. Viðskiptavinir okkar hafa þurft að takast á við fjölmörg vandamál og áskoranir á liðnu ári sem þeir hafa glímt við af miklu þolgæði. Þeir hafa staðið sig afar vel við erfiðar aðstæður. Ég vil nota tækifærið og þakka viðskiptavinum bankans hlýhug í garð okkar framlínufólks þegar á reyndi. Því gleymum við ekki.
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Neytendur Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn og Símanum Neytendur „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Gagnaverið að fyllast af Bitcoin-námuvélum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óskar eftir starfslokum „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Atvinnuleysi 2,8 prósent í júní Trump-tollarnir hafa tekið gildi Ísland klemmist á milli í alþjóðlegu tollastríði Vonbrigði með makrílinn en síldin og loðnan veki von Ráðin framkvæmdastjóri Magio – viðburðasmiðju Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Alaska Airlines hefur daglegt flug til Keflavíkur næsta sumar Vefur og app Íslandsbanka lágu niðri Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjá meira