Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar: Ekki gera ekki neitt 30. desember 2009 06:00 Í upphafi ársins 2009 voru miklar vonir bundnar við það að fljótt og örugglega yrði unnið úr þeim aðkallandi verkefnum sem lágu fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þjóðarhagsmunir ofar sérhagsmunumMikil þörf var á að stjórnmálamenn, atvinnulífið og þjóðin öll sameinuðust um þau brýnu úrlausnarefni sem nauðsyn var að leysa. Þannig hafa þjóðir heimsins oft gert eftir til dæmis náttúruhamfarir eða styrjaldir. Þjóðarhagsmunir eru settir ofar hagsmunum stjórnmálaflokka og einstaklinga. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hversu lítið hefur miðað í endurreisn efnahagslífsins á árinu sem er að líða og hversu ósamstiga stjórnmálamenn hafa verið við uppbyggingarstarfið. Slæmt er að sjá hvernig skoðanir einstaka stjórnmálamanna til erfiðra úrlausnarefna hafa gjörbreyst eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Verst að gera ekki neittUppbyggingin hefur einnig tafist vegna almennrar ákvarðanatökufælni. Megináhersla hefur verið lögð á að gera réttu hlutina og mikil hræðsla virðist vera við að gera mistök. Sú ranghugmynd hefur löngum verið við lýði að auðvelt sé að forðast mistök með því einfaldlega að gera ekki neitt. Fjölmiðlar og almenningsálitið hafa refsað stjórnvöldum og einstaklingum grimmilega fyrir allt sem orkar tvímælis, en á sama tíma hefur aðgerðaleysi verið umborið. Þessu verður að breyta, þjóðin þarf styrka og hraða ákvarðanatöku þar sem störf manna eru metin út frá hverju þeir áorka á grundvelli þeirrar sýnar sem þeir hafa á lausn vandans en einstaka mistök skulu umborin. Hér gildir það sama og við uppbyggingu eftir náttúruhamfarir eða styrjaldir, að gera ekki neitt er yfirleitt versta ákvörðunin fyrir heildina. Hér er sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar breyti nálgun sinni. Raunhagkerfið sterktÞó að hrunið á Íslandi hafi verið mikið áfall og hafi haft sérlega slæm áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins er mikilvægt að hafa það í huga að hrunið hefur enn sem komið er einskorðast við eins konar pappírshagkerfi. Raunhagkerfið sem stendur undir lífskjörum í landinu og byggir á framleiðslu og útflutningi hefur enn ekki skaðast. Við eigum enn allar okkar mikilvægu auðlindir sem eru undirstöður útflutningsgreinanna, mannauðinn, fiskinn, orkuna og íslenska náttúru. Á sama tíma hefur samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækjanna styrkst verulega með veikingu krónunnar og bættum aðgangi að hæfu starfsfólki. Möguleikar á að stórefla útflutningsgreinarnar eru því miklir, sérstaklega í ljósi þess að síðasta áratug hefur verið mjög illa búið að útflutningsfyrirtækjum og þeim nánast verið ýtt úr landi. Gengi íslensku krónunnar var um árabil skráð allt of hátt og erfið samkeppni var við bankana um hæft starfsfólk. Enn sömu verkefninBrýnustu verkefnin fyrir íslenskt atvinnulíf um þessi áramót eru því miður enn þau sömu og voru um síðustu áramót. • Nauðsynlegt er að losa um gjaldeyrishöftin og koma á virkum gjaldeyrismarkaði því að öðrum kosti geta öflug alþjóðleg fyrirtæki ekki starfað hér á landi. • Skapa þarf aðgengi að erlendu fjármagni til endurfjármögnunar á eldri lánum fyrirtækja, til nýframkvæmda og í formi hlutafjár. • Vextir þurfa að vera sambærilegir og í Evrópu til þess að sporna gegn þeim samdrætti sem er í hagkerfinu. • Koma þarf á fót skilvirku bankakerfi sem styður markvisst við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Verðum að axla ábyrgðEftir efnahagshrunið haustið 2008 hafa umtalsverðar skuldir lent á þjóðinni en þrátt fyrir það erum við ekki skuldsettari en margar nágrannaþjóðir okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum fulla burði til þess að standa undir öllum okkar skuldum með öflugum útflutningi og tryggja á sama tíma að lífskjör á Íslandi verði fljótlega með því besta sem þekkist. Afar mikilvægt er að við sem þjóð öxlum okkar ábyrgð gagnvart þeim skuldbindingum sem alþjóðasamfélagið telur undantekningarlaust að við berum. Við komum okkur í þessa stöðu og við þurfum sjálf að vinna okkur út úr henni. Ég óska lesendum Fréttablaðsins gæfu og gleði á nýju ári. Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira
Í upphafi ársins 2009 voru miklar vonir bundnar við það að fljótt og örugglega yrði unnið úr þeim aðkallandi verkefnum sem lágu fyrir eftir efnahagshrunið haustið 2008. Þjóðarhagsmunir ofar sérhagsmunumMikil þörf var á að stjórnmálamenn, atvinnulífið og þjóðin öll sameinuðust um þau brýnu úrlausnarefni sem nauðsyn var að leysa. Þannig hafa þjóðir heimsins oft gert eftir til dæmis náttúruhamfarir eða styrjaldir. Þjóðarhagsmunir eru settir ofar hagsmunum stjórnmálaflokka og einstaklinga. Það eru því mikil vonbrigði að sjá hversu lítið hefur miðað í endurreisn efnahagslífsins á árinu sem er að líða og hversu ósamstiga stjórnmálamenn hafa verið við uppbyggingarstarfið. Slæmt er að sjá hvernig skoðanir einstaka stjórnmálamanna til erfiðra úrlausnarefna hafa gjörbreyst eftir því hvort þeir eru í stjórn eða stjórnarandstöðu. Verst að gera ekki neittUppbyggingin hefur einnig tafist vegna almennrar ákvarðanatökufælni. Megináhersla hefur verið lögð á að gera réttu hlutina og mikil hræðsla virðist vera við að gera mistök. Sú ranghugmynd hefur löngum verið við lýði að auðvelt sé að forðast mistök með því einfaldlega að gera ekki neitt. Fjölmiðlar og almenningsálitið hafa refsað stjórnvöldum og einstaklingum grimmilega fyrir allt sem orkar tvímælis, en á sama tíma hefur aðgerðaleysi verið umborið. Þessu verður að breyta, þjóðin þarf styrka og hraða ákvarðanatöku þar sem störf manna eru metin út frá hverju þeir áorka á grundvelli þeirrar sýnar sem þeir hafa á lausn vandans en einstaka mistök skulu umborin. Hér gildir það sama og við uppbyggingu eftir náttúruhamfarir eða styrjaldir, að gera ekki neitt er yfirleitt versta ákvörðunin fyrir heildina. Hér er sérstaklega mikilvægt að fjölmiðlar breyti nálgun sinni. Raunhagkerfið sterktÞó að hrunið á Íslandi hafi verið mikið áfall og hafi haft sérlega slæm áhrif á skuldastöðu þjóðarbúsins er mikilvægt að hafa það í huga að hrunið hefur enn sem komið er einskorðast við eins konar pappírshagkerfi. Raunhagkerfið sem stendur undir lífskjörum í landinu og byggir á framleiðslu og útflutningi hefur enn ekki skaðast. Við eigum enn allar okkar mikilvægu auðlindir sem eru undirstöður útflutningsgreinanna, mannauðinn, fiskinn, orkuna og íslenska náttúru. Á sama tíma hefur samkeppnisstaða útflutningsfyrirtækjanna styrkst verulega með veikingu krónunnar og bættum aðgangi að hæfu starfsfólki. Möguleikar á að stórefla útflutningsgreinarnar eru því miklir, sérstaklega í ljósi þess að síðasta áratug hefur verið mjög illa búið að útflutningsfyrirtækjum og þeim nánast verið ýtt úr landi. Gengi íslensku krónunnar var um árabil skráð allt of hátt og erfið samkeppni var við bankana um hæft starfsfólk. Enn sömu verkefninBrýnustu verkefnin fyrir íslenskt atvinnulíf um þessi áramót eru því miður enn þau sömu og voru um síðustu áramót. • Nauðsynlegt er að losa um gjaldeyrishöftin og koma á virkum gjaldeyrismarkaði því að öðrum kosti geta öflug alþjóðleg fyrirtæki ekki starfað hér á landi. • Skapa þarf aðgengi að erlendu fjármagni til endurfjármögnunar á eldri lánum fyrirtækja, til nýframkvæmda og í formi hlutafjár. • Vextir þurfa að vera sambærilegir og í Evrópu til þess að sporna gegn þeim samdrætti sem er í hagkerfinu. • Koma þarf á fót skilvirku bankakerfi sem styður markvisst við bæði fyrirtæki og einstaklinga. Verðum að axla ábyrgðEftir efnahagshrunið haustið 2008 hafa umtalsverðar skuldir lent á þjóðinni en þrátt fyrir það erum við ekki skuldsettari en margar nágrannaþjóðir okkar. Það er enginn vafi í mínum huga að við höfum fulla burði til þess að standa undir öllum okkar skuldum með öflugum útflutningi og tryggja á sama tíma að lífskjör á Íslandi verði fljótlega með því besta sem þekkist. Afar mikilvægt er að við sem þjóð öxlum okkar ábyrgð gagnvart þeim skuldbindingum sem alþjóðasamfélagið telur undantekningarlaust að við berum. Við komum okkur í þessa stöðu og við þurfum sjálf að vinna okkur út úr henni. Ég óska lesendum Fréttablaðsins gæfu og gleði á nýju ári.
Mest lesið Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sjá meira