Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka: Enn margt ógert í endurreisn landsins 30. desember 2009 04:00 Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka Árið 2009 var viðburðaríkt hjá okkur í Arion banka. Þótt uppgjör við Kaupþing banka (gamla Kaupþing) og einstök skuldaúrlausnarmál fyrirtækja hafi verið áberandi í umræðunni hefur fjölmargt annað áunnist. Starfsemi bankans hefur verið löguð að gerbreyttum aðstæðum á fjölmörgum sviðum fjármálaþjónustu, hagræðing aukin með breytingum á útibúanetinu, kynntar ýmsar lausnir á skuldavanda heimila, hafin markviss úrvinnsla á málum of skuldsettra fyrirtækja og grunnur lagður að nýrri framtíð undir nýju nafni. Á sama tíma hefur verið unnið skipulega að því að efla starfsandann sem beið hnekki við fall gamla bankans í október 2008. Ný sýn – ný stefnaSíðustu vikur ársins voru viðburðaríkar í Arion banka. Þá voru leidd til lykta ýmis mál sem höfðu verið í deiglunni býsna lengi. Ég hef þegar nefnt eigandabreytinguna sem tilkynnt var 1. desember. Nú er ljóst að Kaupþing banki – og með óbeinum hætti innlendir og erlendir kröfuhafar þess banka – mun eiga 87 prósent af hlutafé Arion banka. Ég tel að þetta hafi verið afar farsæl niðurstaða fyrir alla aðila, ekki síst íslenska skattgreiðendur. Um svipað leyti tók bankinn upp nýtt nafn, stefnu, framtíðarsýn, markmið og gildi. Loks nefni ég ýmsar lausnir á skuldavanda heimila sem bankinn kynnti í byrjun desember og hafa mælst vel fyrir meðal viðskiptavina. Á árinu hefur þannig verið lagður grunnur að ýmsu sem bankinn mun uppskera á næstu mánuðum og misserum. Of margir bankar í landinuÝmislegt hefur áunnist á fjármálamarkaði á árinu en framundan eru fleiri mikilvæg verkefni. Ég nefni þau helstu: • Ná fram frekari hagræðingu. Arion banki lokaði sex útibúum/afgreiðslustöðum á árinu og stytti afgreiðslutíma sums staðar. Þá tók bankinn yfir rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu og öll innlán SPRON þegar sá sparisjóður féll og þjónustar útlánin fyrir slitastjórn SPRON. Það þarf að gera betur því framboð af bankaþjónustu er einfaldlega of mikið. Núna eru fjórir aðilar að bjóða almenna bankaþjónustu um land allt, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og sparisjóðirnir. Að mínu viti duga tveir. • Leysa úr skuldavanda fyrirtækja. Fjöldinn allur af stórum og smáum fyrirtækjum eru illa löskuð vegna of mikillar skuldsetningar, breytinga á rekstrarforsendum eða hvoru tveggja. Því fyrr sem tekið er á málum þeirra, þeim mun fyrr verður atvinnulífið heilbrigt og endurreisn hagkerfisins öflugri. Í þessum úrvinnslumálum munu koma upp siðferðileg álitamál, einkum hvort vinna skuli með núverandi eigendum og stjórnendum, hvort gætt sé jafnræðis í afskriftum skulda og hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á samkeppni með framgöngu sinni. Einstök mál munu verða umdeild og mistök munu verða gerð. Óttinn við það má þó ekki verða til að lama verkviljann. • Endurreisa innlendan hlutabréfamarkað sem skaddaðist við bankahrunið í október 2008. Í öllum þróaðri ríkjum eru starfandi öflugir hlutabréfamarkaðir, enda eru þeir mikilvæg uppspretta fjármagns fyrir atvinnulífið og hagvöxt og vettvangur fyrir skipulögð viðskipti. Bankarnir munu á næstunni eignast ýmis fyrirtæki að hluta eða öllu leyti og kauphallarskráning getur verið kjörin leið til að selja þessa eignarhluti. Þá hlýtur að koma til álita að kauphallarskrá hlutabréf í bönkunum sjálfum þegar fram líða stundir. frestun mála hættulegÞótt margt hafi áunnist í þjóðlífinu á árinu 2009 er samt eins og okkur hafi miðað skammt áfram. Það er eins og vonbrigðin, vantraustið, tortryggnin, beiskjan og reiðin séu enn það sterk að við náum ekki að hrista af okkur bölmóðinn. Því er hættan sú að við hjökkum í sama farinu næstu mánuði og misseri. Ef við ætlum að fresta öllu á meðan við leitum að hinu fullkomna réttlæti, þá mun okkur ekki miða fram á veginn. Þá mun sífellt fleira fólk verða afhuga því að búa áfram hér á landi. Ég vil hins vegar trúa því að gamla góða íslenska seiglan og dugnaðurinn komi okkur út úr þeim vanda sem nú liggur fyrir á allra næstu misserum. Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira
Árið 2009 var viðburðaríkt hjá okkur í Arion banka. Þótt uppgjör við Kaupþing banka (gamla Kaupþing) og einstök skuldaúrlausnarmál fyrirtækja hafi verið áberandi í umræðunni hefur fjölmargt annað áunnist. Starfsemi bankans hefur verið löguð að gerbreyttum aðstæðum á fjölmörgum sviðum fjármálaþjónustu, hagræðing aukin með breytingum á útibúanetinu, kynntar ýmsar lausnir á skuldavanda heimila, hafin markviss úrvinnsla á málum of skuldsettra fyrirtækja og grunnur lagður að nýrri framtíð undir nýju nafni. Á sama tíma hefur verið unnið skipulega að því að efla starfsandann sem beið hnekki við fall gamla bankans í október 2008. Ný sýn – ný stefnaSíðustu vikur ársins voru viðburðaríkar í Arion banka. Þá voru leidd til lykta ýmis mál sem höfðu verið í deiglunni býsna lengi. Ég hef þegar nefnt eigandabreytinguna sem tilkynnt var 1. desember. Nú er ljóst að Kaupþing banki – og með óbeinum hætti innlendir og erlendir kröfuhafar þess banka – mun eiga 87 prósent af hlutafé Arion banka. Ég tel að þetta hafi verið afar farsæl niðurstaða fyrir alla aðila, ekki síst íslenska skattgreiðendur. Um svipað leyti tók bankinn upp nýtt nafn, stefnu, framtíðarsýn, markmið og gildi. Loks nefni ég ýmsar lausnir á skuldavanda heimila sem bankinn kynnti í byrjun desember og hafa mælst vel fyrir meðal viðskiptavina. Á árinu hefur þannig verið lagður grunnur að ýmsu sem bankinn mun uppskera á næstu mánuðum og misserum. Of margir bankar í landinuÝmislegt hefur áunnist á fjármálamarkaði á árinu en framundan eru fleiri mikilvæg verkefni. Ég nefni þau helstu: • Ná fram frekari hagræðingu. Arion banki lokaði sex útibúum/afgreiðslustöðum á árinu og stytti afgreiðslutíma sums staðar. Þá tók bankinn yfir rekstur Sparisjóðs Mýrasýslu og öll innlán SPRON þegar sá sparisjóður féll og þjónustar útlánin fyrir slitastjórn SPRON. Það þarf að gera betur því framboð af bankaþjónustu er einfaldlega of mikið. Núna eru fjórir aðilar að bjóða almenna bankaþjónustu um land allt, Arion banki, Íslandsbanki, Landsbankinn og sparisjóðirnir. Að mínu viti duga tveir. • Leysa úr skuldavanda fyrirtækja. Fjöldinn allur af stórum og smáum fyrirtækjum eru illa löskuð vegna of mikillar skuldsetningar, breytinga á rekstrarforsendum eða hvoru tveggja. Því fyrr sem tekið er á málum þeirra, þeim mun fyrr verður atvinnulífið heilbrigt og endurreisn hagkerfisins öflugri. Í þessum úrvinnslumálum munu koma upp siðferðileg álitamál, einkum hvort vinna skuli með núverandi eigendum og stjórnendum, hvort gætt sé jafnræðis í afskriftum skulda og hvort bankarnir hafi óeðlileg áhrif á samkeppni með framgöngu sinni. Einstök mál munu verða umdeild og mistök munu verða gerð. Óttinn við það má þó ekki verða til að lama verkviljann. • Endurreisa innlendan hlutabréfamarkað sem skaddaðist við bankahrunið í október 2008. Í öllum þróaðri ríkjum eru starfandi öflugir hlutabréfamarkaðir, enda eru þeir mikilvæg uppspretta fjármagns fyrir atvinnulífið og hagvöxt og vettvangur fyrir skipulögð viðskipti. Bankarnir munu á næstunni eignast ýmis fyrirtæki að hluta eða öllu leyti og kauphallarskráning getur verið kjörin leið til að selja þessa eignarhluti. Þá hlýtur að koma til álita að kauphallarskrá hlutabréf í bönkunum sjálfum þegar fram líða stundir. frestun mála hættulegÞótt margt hafi áunnist í þjóðlífinu á árinu 2009 er samt eins og okkur hafi miðað skammt áfram. Það er eins og vonbrigðin, vantraustið, tortryggnin, beiskjan og reiðin séu enn það sterk að við náum ekki að hrista af okkur bölmóðinn. Því er hættan sú að við hjökkum í sama farinu næstu mánuði og misseri. Ef við ætlum að fresta öllu á meðan við leitum að hinu fullkomna réttlæti, þá mun okkur ekki miða fram á veginn. Þá mun sífellt fleira fólk verða afhuga því að búa áfram hér á landi. Ég vil hins vegar trúa því að gamla góða íslenska seiglan og dugnaðurinn komi okkur út úr þeim vanda sem nú liggur fyrir á allra næstu misserum.
Mest lesið Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Sjá meira