Fleiri fréttir

Krónan styrkist um 40% gagnvart evru á aflandsmarkaði

Undanfarinn mánuð hefur króna styrkst um 40% gagnvart evru á aflandsmarkaði. Á sama tíma hefur gengi krónu gefið eftir um tæp 3% gagnvart evru á innlendum gjaldeyrismarkaði. Evran kostar nú u.þ.b. 200 kr. á fyrrnefnda markaðinum en ríflega 172 kr. á þeim síðarnefnda.

Fyrsta tilboðið í olíuleit á Drekasvæðinu kom í morgun

Fyrsta tilboð í olíuleit á Drekasvæðinu barst til Orkustofnunar klukkan hálftíu í morgun en tilboðsfrestur rennur út klukkan fjögur í dag. Tveir fulltrúar norska olíufélagsins Sagex Petrolium og íslenska félagsins Lindir Exploration lögðu inn tilboðið.

Mikil umframeftirspurn eftir E-Farice bréfum

Saga Capital Fjárfestingarbanki lauk í dag við að selja skuldabréf E-Farice ehf. fyrir alls 5 milljarða króna. Skuldabréfin voru seld í lokuðu skuldabréfaútboði á innlendum verðbréfamarkaði og var mikil umframeftirspurn eftir bréfunum.

Hagstofa ESB mælir 16,3% verðbólgu á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl hér á landi samkvæmt upplýsingum sem Hagstofa Evrópusambandsins birti í morgun. Verðbólgan á þennan mælikvarða mælist nú 16,3% og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins.

Marel Food Systems hækkar mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Marel Food Systems hefur hækkað um 1,35 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgir gengi stoðtækjafyrirtækisins Össurar, sem hefur hækkað um 0,97 prósent. Þetta eru jafnframt einu hreyfingar dagsins.

Sjálfkjörið í stjórn VBS

Sjálfkjörið er í stjórn VBS fjárfestingarbanka hf. en ný stjórn verður kosin á aðalfundi félagsins 20. maí næstkomandi.

Aflaverðmæti eykst um 31,5% á milli ára

Aflaverðmæti íslenskra skipa nam tæpum 16 milljörðum króna á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2009 samanborið við 12,1 milljarð á sama tímabili 2008. Aflaverðmæti hefur því aukist um 3,8 milljarða eða 31,5% á milli ára.

Sjóvá seld þegar lygnir á mörkuðum

„Við erum að vinna í því endurskipuleggja Sjóvá og uppfylla öll skilyrði um tryggingastarfsemi. Við reiknum með að skrifað verði undir fyrir lok næstu viku. Þegar aðstæður lagast seljum við tryggingafélagið í opnu söluferli,“ segir Árni Tómasson, formaður skilanefndar Glitnis.

Athugasemd frá formanni skilanefndar SPRON

Hlynur Jónsson formaður skilanefndar SPRON hefur gert athugasemd við fréttaflutning Stöðvar 2 og Vísis frá því í gær. Athugasemd Hlyns má sjá hér að neðan.

Kauphöllin endaði í mínus

Dagurinn í kauphöllinni endaði í mínus. Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,8% og stendur í 251,5 stigum.

Atlantic Airways hagnast um 322 milljónir

Hagnaður færeyska flugfélagsins Atlantic Airways nam 14 milljónum danskra kr. eða 322 milljónum kr. fyrir skatta á fyrsta ársfjórðungi ársins. Til samanburðar má nefna að félagið skilaði 2,5 milljónum danskra kr. í tap á sama tímabili í fyrra.

Ný stjórn Íslandssjóða

Ný stjórn hefur verið skipuð hjá Íslandssjóðum. Þrír stjórnarmenn af fjórum eru óháðir Íslandsbanka.

Slitastjórn skipuð yfir Gamla Glitni

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur skipað slitastjórn yfir Gamla Glitni í samræmi við breytingar á lögum um slitameðferð fjármálafyrirtækja, sem samþykkt voru á Alþingi rétt fyrir kosningar. Í slitastórn Gamla Glitnis sitja Steinunn Guðbjartsdóttir, Einar Gautur Steingrímsson og Páll Eiríksson.

Forstjóri FME: Bara klúður hjá yfirlögfræðingnum

Gunnar Þ. Andersen forstjóri Fjármálaeftirlitsins segir að um mannleg mistök eða klúður hafi verið að ræða þegar tilkynnt var um sölu á 2,6 prósenta hlut gamla Landsbankans í Byr til Reykjavík Invest. Endurskoðandi þess félags er Lárus Finnbogason formaður skilanefndar gamla Landsbankans. Það var yfirlögfræðingur skilanefndarinnar sem tilkynnti um söluna án þess að skilanefndin væri búin að gefa samþykki sitt.

Fulltrúi AGS kominn á skjön við peningastefnunefnd

Sendifulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) hér á land, Franek Rozwadowski, segir að forsendur séu ekki enn til staðar fyrir frekari lækkun stýrivaxta Seðlabankans andstætt því sem peningastefnunefnd hefur haldið fram.

Gengi krónunnar komið í 190 fyrir evru hjá Reuters

Krónugengið í miðlunarkerfi Reuters hefur farið niður í 190 kr. fyrir evruna í vikunni og algengt er að gengið sé á bilinu 192 til 195 kr. Þarna er því um minnsta mun á genginu utan og innlands að ræða frá því fyrir bankahrunið s.l. haust.

Skilanefndarmenn þurfa að bera ábyrgð

Formaður skilanefndar og skilanefndamenn þurfa að bera ábyrgð á störfum nefndanna en ekki einstakir starfsmenn þeirra, segir Álfheiður Ingadóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs. Álfheiður var fulltrúi VG í viðskiptanefnd Alþingis fram að kosningum.

Laus störf ekki verið fleiri síðan í maí 2006

Lausum störfum í maí fjölgar um 67 frá fyrri mánuði og voru alls 687 laus störf auglýst hjá vinnumiðlunum í lok apríl og hafa þá ekki verið jafn mörg laus störf síðan í maí árið 2006 fyrir þremur árum síðan.

Bréf Bakkavarar hækka mest í byrjun dags

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 3,08 prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Þetta er eina hækkun dagsins. Á sama tíma hefur gengi bréfa Marel Food Systems lækkað um 1,88 prósent.

Endurskipulagning Sjóvá er á lokastigum

Skilanefnd Glitnis hefur á undanförnum mánuðum unnið að endurskipulagningu Sjóvar og er sú vinna nú á lokastigum. Markmið skilanefndarinnar með endurskipulagningunni er þríþætt: Að hámarka verðmæti félagsins, að tryggja áframhaldandi vátryggingarekstur og tryggja hagsmuni viðskiptavina félagsins.

Framtíðarsýn skortir hér

Tækifærin eru innan í fólki. Þetta segir rithöfundurinn Andri Snær Magnason. Hann lýsir eftir framtíðarsýn hér á landi.

Mjótt á mununum í stjórnarkjöri Byrs

Nú fyrir stundu lauk kosningu til stjórnar á aðalfundi Byr sparisjóðs á Nordica-Hilton hótelinu en um 800 stofnfjáreigendur voru mættir á fundinn. Í framboði voru tveir listar. Annarsvegar var það A listinn sem leiddur var af Sveini Margeirssyni og Herði Arnarssyni en hann er talinn vera fulltrúi grasrótarinnar í stofnfjárhópnum. Hinsvegar var það B listinn sem leiddur var af Jóni KR. Sólnes og talinn fulltrúi þeirra sem farið hafa með völdin í Byr.

Eigendur 10% hlutafjár í Exista reyndust „die hards“

Alls tóku hluthafar, sem áttu samtals 7.370.176.028 hluti í Exista hf. eða sem nemur 11,5% hlutafjár í félaginu, tilboði BBR ehf í allt hlutafé Exista. Eigendur rúmlega 10% ákváðu því að hafna tilboði Bakkabræðra.

Hiti á aðalfundi Byrs - erfiðasta ár í sögu sjóðsins

Rúmlega 700 manns sitja aðalfund sparisjóðsins Byr sem hófst klukkan fjögur og stendur enn yfir. Þetta er átakafundur enda tapaði sparisjóðurinn 29 milljörðum á síðasta ári. Tveir listar eru þar að auki í framboði til stjórnar.

800 manns á aðalfundi Byrs

Góð mæting er á aðalfund Byrs sem hófst á Hilton Nordica hótelinu klukkan fjögur en um 800 manns eru mættir. Um 1500 stofnfjáreigendur eru í Byr en málefni sjóðsins hafa verið í fréttum undanfarna daga í kjölfar umdeildrar sölu skilanefndar gamla Landsbankans á 2,6 prósenta hlut í sjóðnum til Reykjavík Invest sem er í eigu Arnars Bjarnasonar en hann gefur kost á sér til stjórnarsetu á fundinum. Ekkert varð af sölunni þar sem skilanefndin féllst ekki á gjörninginn, sem þó var búið að tilkynna og taka fyrir hjá stjórn Byrs.

Vaxtagreiðslur til útlendinga í ár nema 60 milljörðum

Greining Kaupþings áætlar að vaxtagreiðslur til útlendinga í íslenskum skuldabréfum og innistæðum nemi um 60 milljörðum kr. á árinu. Gengishagnaður af skuldabréfum gæti gert þessa tölu umtalsvert hærri eða 30 milljarða kr. í viðbót, samtals 90 milljarða kr.

Trúir ekki skýringum skilanefndarinnar

Það er ólíklegt að stjórn Skilanefndar Gamla Landsbankans hafi ekki komið að ákvörðun um sölu bankans á 2,6% hlut í Byr sparisjóði að mati Péturs H. Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins.

Taprekstur hjá Árborg upp á tæpan 1,4 milljarð

Halli varð af rekstri Árborgar upp á tæpan 1,4 milljarð kr. á síðasta ári. Þetta kemur fram á vefsíðunni Sunnlendingur.is. Heildarskuldir sveitarfélagsins, A- og B hluta, nema nú um 8,6 milljörðum króna.

Mikil eftirspurn eftir ríkisvíxlum

Mikil eftirspurn var eftir ríkisvíxlum á útboði með tilboðsfyrirkomulagi sem fór fram hjá Seðlabanka Íslands í dag. Alls bárust 55 gild tilboð í flokkinn RIKV 09 0915 að fjárhæð 53,4 milljarðar kr. að nafnverði.

Fréttaskýring: Hver er þessi skilanefndar-Lárus

Formaður skilanefndar Landsbankans, Lárus Finnbogason, gengdi stjórnarformennsku í Fjármálaeftirlitinu frá 1. janúar árið 2007 þangað til Jón Sigurðsson tók við embættinu eftir bankahrun 2008. Þá hafði Lárus setið sleitulaust í stjórn Fjármálaeftirlitsins frá 1999 þegar eftirlitið var stofnað.

Skráð atvinnuleysi var 9,1% í apríl

Skráð atvinnuleysi í apríl 2009 var 9,1% og jókst úr 8,9% í mars, eða um 1,8%. Að meðaltali voru 14.814 manns atvinnulausir í apríl eða 268 fleiri að jafnaði en í mars. Á sama tíma á árinu 2008 var atvinnuleysi 1%, eða 1.717 manns að jafnaði.

Óverðtryggðir langtímavextir ekki lægri síðan 2004

Ef frá er talinn fyrri hluti októbermánaðar síðastliðins, þegar flótti í öryggi réði lögum og lofum á skuldabréfamarkaði, hafa óverðtryggðir langtímavextir aðeins einu sinni verið eins lágir og nú frá tilkomu RIKB13 á vordögum 2002. Var það vorið 2004, rétt áður en Seðlabankinn hóf vaxtahækkunarferli sitt sem stóð allt fram á lokafjórðung síðasta árs.

Sjá næstu 50 fréttir