Viðskipti innlent

Viðskiptaráðherra hefur ekkert rætt við skilanefnd Gamla Landsbankans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gylfi Magnússon segist ekki hafa verið í samskiptum við Skilanefnd Landsbankans vegna sölunnar á hlutnum í Byr. Mynd/ Anton.
Gylfi Magnússon segist ekki hafa verið í samskiptum við Skilanefnd Landsbankans vegna sölunnar á hlutnum í Byr. Mynd/ Anton.
„Ég hef ekkert náð að ræða þetta við skilanefndina og hef ekkert beint eftirlit með skilanefndinni," segir Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra um sölu skilanefndarinnar á 2,6% hlut í Byr sparisjóði sem hafði verið fyrirhuguð. Gylfi bendir á að hann hafi ekki beint eftirlit með skilanefndinni, það heyri undir Fjármálaeftirlitið. Hann treysti Fjármálaeftirlitinu til að fara með forræði í þessu máli.

Gylfi segist ekki hafa neitt í höndunum um málið annað en það sem hafi komið fram í fjölmiðlum. Gylfi tengir málið við aðalfund Byrs sparisjóðs sem fer fram í dag. „Það er augljóslega einhver hasar út af þessum aðalfundi og ég ætla ekki að blanda mér í þær deilur. Ekki nema að það sé rík ástæða til," segir Gylfi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×