Viðskipti innlent

Hagstofa ESB mælir 16,3% verðbólgu á Íslandi

Samræmd vísitala neysluverðs hækkaði um 0,7% í apríl hér á landi samkvæmt upplýsingum sem Hagstofa Evrópusambandsins birti í morgun. Verðbólgan á þennan mælikvarða mælist nú 16,3% og er sú langhæsta meðal ríkja evrópska efnahagssvæðisins.

Greining Íslandsbanka fjallar um málið í Morgunkorni sínu. Þar segir að næst Íslandi kemst Rúmenía með 6,5% verðbólgu en þar á eftir koma Lettland og Litháen en þar er verðbólgan 5,9%.

Verðhjöðnun er í fjórum löndum innan svæðisins en það eru Írland, Spánn, Lúxemborg og Portúgal. Mest er verðhjöðnunin í Portúgal 0,7%.

Að meðaltali er verðbólgan nú 0,6% meðal ríkja evru svæðisins og 1,2% meðal ríkja ESB.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×